Fótbolti

Carlos Tevez ekki valinn í argrentínska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez með börnum sínum.
Carlos Tevez með börnum sínum. Mynd/AFP
Carlos Tevez, framherji Manchester City, er einn af mörgum fastamönnum argentínska landsliðsins sem voru ekki valdir fyrir komandi vináttulandsleik á móti Portúgal. Lionel Messi er að sjálfsögðu í hópnum.

Sergio Batista, þjálfari Argentínu, valdi heldur ekki Sergio Aguero, framherja Atletico Madrid, Martin Demichelis varnarmann hjá Malaga og Gabriel Heinze, varnarmann hjá Marseille.

Leikur Argentínu og Portúgals fer fram Genf í Sviss 9. febrúar næstkomandi en þar mætast tveir bestu knattspyrnumenn heims með landsliðum sínum, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.

Landsliðshópur Argentínu

Markmenn: Sergio Romero (AZ Alkmar), Mariano Andujar (Catania).

Varnarmenn: Javier Zanetti (Inter Milan), Pablo Zabaleta (Manchester City), Nicolas Pareja (Spartak Moskva), Nicolas Burdisso (Roma), Ezequiel Garay (Real Madrid), Marcos Rojo (Spartak Moskva), Nicolas Otamendi (FC Porto), Gabriel Milito (Barcelona).

Miðjumenn: Esteban Cambiasso (Inter Milan), Fernando Gago (Real Madrid), Lucas Biglia (Anderlecht), Jose Sosa (Napoli), Angel Di Maria (Real Madrid), Enzo Perez (Estudiantes), Javier Mascherano (Barcelona), Ever Banega (Valencia), Javier Pastore (Palermo).

Sóknarmenn: Lionel Messi (Barcelona), Ezequiel Lavezzi (Napoli), Diego Milito (Inter Milan), Nicolas Gaitan (Benfica), Juan Manual Martinez (Velez Sarsfield).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×