Góð ávöxtun ríkisskuldabréfa síðasta áratuginn Agnar Tómas Möller skrifar 9. janúar 2012 16:00 Stundum mætti halda af umræðunni að þegar bankarnir féllu hafi allir fjármagnseigendur orðið fyrir þungum höggum. Vissulega töpuðu eigendur innlendra hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfa mestu, sem og skuldabréfaeigendur bankanna á meðan innlánseigendur nutu þeirrar gæfu að vera komið í öruggt skjól af stjórnvöldum með tilstilli neyðarlaganna. Þeir sem höfðu hins vegar forðað sér í mjúkan faðm ríkistryggðra skuldabréfa, einkum verðtryggðra, ávöxtuðu fé sitt mjög vel og hafa gert svo á hverju ári síðan til dagsins í dag. Eftirfarandi tafla sýnir árlega ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra ríkis- og íbúðabréfa frá árinu 2000 eins og hún er reiknuð samkvæmt Skuldabréfavísitölu GAMMA (raunávöxtun hér reiknuð sem nafnávöxtun að frádreginni verðbólgu viðkomandi árs).ÁrHeildarvísitalaVerðtryggðÓverðtryggðVerðbólgaRaunávöxtun vísitölu2000-2,06%-2,36%4,55%4,18%-5,99%200117,64%17,82%15,10%8,61%8,31%200213,36%13,30%15,21%2,00%11,14%200313,45%14,39%5,90%2,72%10,45%200414,34%15,18%8,41%3,91%10,04%20051,67%1,00%6,48%4,14%-2,37%20067,98%8,55%4,11%6,95%0,96%20072,23%1,65%5,98%5,86%-3,43%200834,28%38,30%11,86%18,13%13,67%200917,11%17,67%18,70%7,51%8,93%201014,16%12,30%18,67%2,46%11,42%201112,91%17,84%1,45%5,26%7,27%Þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Myndin hér til hliðar sýnir jafnframt þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum, frá árinu 2000. Helstu niðurstöður eru:Raunávöxtun verðtryggðra skuldabréf er að meðaltali 13,2% á ári frá og með árinu 2008Á sama tíma er raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar (bæði verðtryggð og óverðtryggð) 11,3% að meðaltali á ári.Meðal raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar á ári frá árinu 2000 til og með 2007 er 3,8%.Uppsöfnuð raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar frá árinu 2000 til 2011 er 94% (nafnávöxtun 288%). Það er því sama hvort horft er fyrir hrun eða eftir, á uppgangs- eða niðursveiflutímum, raunávöxtun ríkistryggðra skuldabréfa hefur verið mjög góð síðasta áratuginn. Raunar mætti segja það sama um þá sem hafa ávaxtað fé sitt á bankabók (þá þarf að miða við bundna innlánsreikninga), raunávöxtun innlána var um 2,4% að meðaltali frá 2000 fram að bankahruni en heil 3,0% frá bankahruni til dagsins í dag (miðað er við meðaltal veðláns- og innistæðuvaxta Seðlabankans). Það má því heita með ólíkindum að á mesta niðursveiflutímabili íslenskrar nútíma hagsögu hafi raunstýrivextir verið hærri en á mesta uppgangstímabili á sama tíma! Það er hins vegar spurning hvort það hafi ekki verið óheppilegt fyrir ríkissjóð Íslands sem fjármagnaði á sama tíma hátt á þriðja hundrað milljarða í löngum ríkisskuldabréfum á mjög háum vöxtum en að sama skapi þeim mun heppilegra fyrir kaupendur skuldabréfanna. Íslensk peningastefna hefur því séð til þess að varkárir íslenskir fjármagnseigendur hafa haft það ákaflega gott frá árþúsundamótum og í raun enn betur áratuginn þar á undan, væri það skoðað, á sama tíma og áhættusæknari fjárfestar hafa fengið slæma skelli. Líklega þykir mörgum góð ávöxtun skuldabréfa á árunum 2008-2011 vera vísbending um að árið 2012 gæti valdið skuldabréfaeigendum vonbrigðum. Þótt leitni að meðaltali (í ávöxtunarkröfu) sé líklega almennt sterk hjá ríkisskuldabréfum þá ber að hafa í huga að „bolamarkaðir" í skuldabréfum geta teygt sig yfir lengri tíma en menn búast oft við. Til dæmis hefur lækkun ávöxtunarkröfu á löngum bandarískum ríkisskuldabréfum verið nær samfelld frá miðjum níunda áratugnum (80's) og skilað gríðarlegri ávöxtun yfir sama tímabil. Þeir þættir sem munu styðja við skuldabréfamarkaðinn árið 2012 eru einkum: - Hrein útgáfa Lánasýslunnar á ríkisbréfum dregst saman um 50 milljarða á milli ára. - Útgáfuáætlun Íbúðalánsjóðs er ákaflega bjartsýn í ljósi þess hve sjóðurinn er ósamkeppnishæfur á lánamarkaði auk þess sem lántakar sjóðsins hafa mikinn hvata í að greiða upp lán hjá sjóðnum í núverandi vaxtaumhverfi. - Búist er við því að „óbreyttu" muni Seðlabankinn ekki auka aðhald peningastefnunnar gegnum stýrivexti fyrr en á seinni hluta árs 2012, sem veitir lengri óverðtryggðum skuldabréfum stuðning í ljósi mikils vaxtamunar á milli styttri og lengri bréfa. Þeir þættir sem gætu orðið neikvæðir fyrir markaðinn árið 2012 eru hins vegar einkum: - Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð undanfarið; skattahækkanir hafa verið meiri og gjaldskrárhækkanir víðtækari en búist hafði verið við, auk þess sem bensín og olíur hafa hækkað umtalsvert undanfarið. - Mælst hefur nýlega sterkari hagvöxtur en búist hafði verið við, ásamt nokkuð kröftugri einkaneyslu og teikna um að atvinnuvegafjárfesting hafi vaxið umtalsvert á árinu. Útflutningsgreinum (þ.m.t. ferðaþjónustu) virðist vegna mjög vel og margt gefur til kynna að viðsnúningur hagkerfisins sé lengra kominn en margir hafa viljað af láta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stundum mætti halda af umræðunni að þegar bankarnir féllu hafi allir fjármagnseigendur orðið fyrir þungum höggum. Vissulega töpuðu eigendur innlendra hlutabréfa og fyrirtækjaskuldabréfa mestu, sem og skuldabréfaeigendur bankanna á meðan innlánseigendur nutu þeirrar gæfu að vera komið í öruggt skjól af stjórnvöldum með tilstilli neyðarlaganna. Þeir sem höfðu hins vegar forðað sér í mjúkan faðm ríkistryggðra skuldabréfa, einkum verðtryggðra, ávöxtuðu fé sitt mjög vel og hafa gert svo á hverju ári síðan til dagsins í dag. Eftirfarandi tafla sýnir árlega ávöxtun verðtryggðra og óverðtryggðra ríkis- og íbúðabréfa frá árinu 2000 eins og hún er reiknuð samkvæmt Skuldabréfavísitölu GAMMA (raunávöxtun hér reiknuð sem nafnávöxtun að frádreginni verðbólgu viðkomandi árs).ÁrHeildarvísitalaVerðtryggðÓverðtryggðVerðbólgaRaunávöxtun vísitölu2000-2,06%-2,36%4,55%4,18%-5,99%200117,64%17,82%15,10%8,61%8,31%200213,36%13,30%15,21%2,00%11,14%200313,45%14,39%5,90%2,72%10,45%200414,34%15,18%8,41%3,91%10,04%20051,67%1,00%6,48%4,14%-2,37%20067,98%8,55%4,11%6,95%0,96%20072,23%1,65%5,98%5,86%-3,43%200834,28%38,30%11,86%18,13%13,67%200917,11%17,67%18,70%7,51%8,93%201014,16%12,30%18,67%2,46%11,42%201112,91%17,84%1,45%5,26%7,27%Þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Myndin hér til hliðar sýnir jafnframt þróun Skuldabréfavísitölu GAMMA, ásamt verðtryggðum og óverðtryggðum undirvísitölum, frá árinu 2000. Helstu niðurstöður eru:Raunávöxtun verðtryggðra skuldabréf er að meðaltali 13,2% á ári frá og með árinu 2008Á sama tíma er raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar (bæði verðtryggð og óverðtryggð) 11,3% að meðaltali á ári.Meðal raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar á ári frá árinu 2000 til og með 2007 er 3,8%.Uppsöfnuð raunávöxtun skuldabréfavísitölunnar frá árinu 2000 til 2011 er 94% (nafnávöxtun 288%). Það er því sama hvort horft er fyrir hrun eða eftir, á uppgangs- eða niðursveiflutímum, raunávöxtun ríkistryggðra skuldabréfa hefur verið mjög góð síðasta áratuginn. Raunar mætti segja það sama um þá sem hafa ávaxtað fé sitt á bankabók (þá þarf að miða við bundna innlánsreikninga), raunávöxtun innlána var um 2,4% að meðaltali frá 2000 fram að bankahruni en heil 3,0% frá bankahruni til dagsins í dag (miðað er við meðaltal veðláns- og innistæðuvaxta Seðlabankans). Það má því heita með ólíkindum að á mesta niðursveiflutímabili íslenskrar nútíma hagsögu hafi raunstýrivextir verið hærri en á mesta uppgangstímabili á sama tíma! Það er hins vegar spurning hvort það hafi ekki verið óheppilegt fyrir ríkissjóð Íslands sem fjármagnaði á sama tíma hátt á þriðja hundrað milljarða í löngum ríkisskuldabréfum á mjög háum vöxtum en að sama skapi þeim mun heppilegra fyrir kaupendur skuldabréfanna. Íslensk peningastefna hefur því séð til þess að varkárir íslenskir fjármagnseigendur hafa haft það ákaflega gott frá árþúsundamótum og í raun enn betur áratuginn þar á undan, væri það skoðað, á sama tíma og áhættusæknari fjárfestar hafa fengið slæma skelli. Líklega þykir mörgum góð ávöxtun skuldabréfa á árunum 2008-2011 vera vísbending um að árið 2012 gæti valdið skuldabréfaeigendum vonbrigðum. Þótt leitni að meðaltali (í ávöxtunarkröfu) sé líklega almennt sterk hjá ríkisskuldabréfum þá ber að hafa í huga að „bolamarkaðir" í skuldabréfum geta teygt sig yfir lengri tíma en menn búast oft við. Til dæmis hefur lækkun ávöxtunarkröfu á löngum bandarískum ríkisskuldabréfum verið nær samfelld frá miðjum níunda áratugnum (80's) og skilað gríðarlegri ávöxtun yfir sama tímabil. Þeir þættir sem munu styðja við skuldabréfamarkaðinn árið 2012 eru einkum: - Hrein útgáfa Lánasýslunnar á ríkisbréfum dregst saman um 50 milljarða á milli ára. - Útgáfuáætlun Íbúðalánsjóðs er ákaflega bjartsýn í ljósi þess hve sjóðurinn er ósamkeppnishæfur á lánamarkaði auk þess sem lántakar sjóðsins hafa mikinn hvata í að greiða upp lán hjá sjóðnum í núverandi vaxtaumhverfi. - Búist er við því að „óbreyttu" muni Seðlabankinn ekki auka aðhald peningastefnunnar gegnum stýrivexti fyrr en á seinni hluta árs 2012, sem veitir lengri óverðtryggðum skuldabréfum stuðning í ljósi mikils vaxtamunar á milli styttri og lengri bréfa. Þeir þættir sem gætu orðið neikvæðir fyrir markaðinn árið 2012 eru hins vegar einkum: - Verðbólguhorfur hafa versnað nokkuð undanfarið; skattahækkanir hafa verið meiri og gjaldskrárhækkanir víðtækari en búist hafði verið við, auk þess sem bensín og olíur hafa hækkað umtalsvert undanfarið. - Mælst hefur nýlega sterkari hagvöxtur en búist hafði verið við, ásamt nokkuð kröftugri einkaneyslu og teikna um að atvinnuvegafjárfesting hafi vaxið umtalsvert á árinu. Útflutningsgreinum (þ.m.t. ferðaþjónustu) virðist vegna mjög vel og margt gefur til kynna að viðsnúningur hagkerfisins sé lengra kominn en margir hafa viljað af láta.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun