Fótbolti

Berlusconi ákvað það að tengdasonurinn yrði áfram hjá AC Milan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Barbara Berlusconi og Alexandre Pato.
Barbara Berlusconi og Alexandre Pato. Mynd/Nordic Photos/Getty
Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan segist sjálfur hafa tekið þá ákvörðun að halda brasilíska framherjanum Alexandre Pato hjá félaginu en Paris Saint-Germain bauð 35 milljónir evra í leikmanninn í síðustu viku.

Peningarnir fyrir Alexandre Pato áttu að fara í það að kaupa Carlos Tevez frá Manchester City en eftir að ekkert varð af því að Pato færi til Frakklands þá vantaði AC Milan pening fyrir Tevez.

„Samingurinn var ekki góður fyrir okkur, hvorki fótboltalega né peningalega. Ég tók þessa ákvörðun og tel að hún hafi verið sú besta fyrir AC Milan," sagði Silvio Berlusconi en Alexandre Pato er í sambandi með dóttur hans Barböru.

Alexandre Pato hefur verið hjá AC Milan frá 2007 en hann er 22 ára gamall og hefur skorað 51 mark í 111 deildarleikjum með AC Milan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×