Fótbolti

Hörður skrifar undir langan samning við Juventus

Hörður skrifar undir í dag.
Hörður skrifar undir í dag. mynd/twittersíða Harðar
Hinn 18 ára gamli Hörður Björgvin Magnússon skrifaði í dag undir fjögurra og hálfs árs samning við ítalska stórliðið Juventus. Leikmaðurinn staðfestir þetta á Twitter-síðu sinni í dag.

Hörður hefur verið í láni hjá Juve frá Fram síðan í janúar á síðasta ári. Hann hefur leikið með varaliðinu og einnig fengið að æfa með aðalliðinu.

Forráðamenn félagsins hafa augljóslega hrifist af Herði þar sem þeir gera langan samning við strákinn sem hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands.

Ítalska liðið þarf að greiða fyrir Hörð og Framarar fá því eitthvað í kassann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×