Svartháfsmál Lárusar og Guðmundar þingfest fyrir dómi í dag 10. janúar 2012 10:58 Lárus Welding. Mál sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra Glitnis, Lárusi Welding, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Þeir hafa verið ákærðir fyrir stórfelld umboðssvik. Ákæran kemur til vegna rannsóknar saksóknara á fléttu sem tengist félaginu Svartháfi og Vafning, en lánið rann í raun til Milestone, það félag var í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona. Báðir sátu Lárus og Guðmundur í áhættunefnd Glitnis og eru sagðir hafa misnotað stöðu sína og stefnt bankanum í stórfellda hættu með því að lána Milestone tíu milljarða króna í febrúar 2008, rúmu hálfu ári áður en bankinn féll. Helmingur lánsins var veitt til Vafnings án trygginga. Félagið átti ekkert nema hálfa milljón í hlutafé. Þá fékk Svartháfur hinn helming tíu milljarðanna frá bankanum skömmu síðar til þess að greiða niður lán Milestones til bankans, í gegnum Vafning. Ástæðan fyrir láninu var fyrst og fremst að komast hjá veðkalli. Ef lánið hefði ekki verið veitt hefði bandaríski bankinn, Morgan Stanley, tekið bréf bankans yfir og í kjölfarið hefðu bréfin farið á markað, og líklega afhjúpað viðkvæma stöðu bankans í kjölfarið. Til þess að komast hjá því að veita Milestone lánið var búið svo um hnútana að félagið Vafningur ehf., fengi lánið. Í ákærunni segir að látið hafi verið líta svo út að Vafningur hefði tekið lánið en ekki Milestone með því að dagsetja lánasamnings á milli Glitnis og Vafnings. Bankinn mátti ekki lána Milestone meira fé, en þá þegar skuldaði Milestone Glitni rúma 32,4 milljarða. Með þessari lánveitingu fór skuld Milestone upp í 42,4 milljarða. Í ákæruskjalinu segir ennfremur að lánveitingin hafi orðið til þess að bankinn féll svo að lokum í október 2008, með alvarlegum afleiðingum fyrir kröfuhafa, ríkissjóð og almenning. Brotið varðar sex ára fangelsi, verði þeir fundnir sekir. Þetta er fyrsta málið þar sem stjórnendur stóru viðskiptabankanna eru ákærðir, og réttað yfir, eftir hrun. Vafningsmálið Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Mál sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi forstjóra Glitnis, Lárusi Welding, og Guðmundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag. Þeir hafa verið ákærðir fyrir stórfelld umboðssvik. Ákæran kemur til vegna rannsóknar saksóknara á fléttu sem tengist félaginu Svartháfi og Vafning, en lánið rann í raun til Milestone, það félag var í eigu bræðranna Karls og Steingríms Wernerssona. Báðir sátu Lárus og Guðmundur í áhættunefnd Glitnis og eru sagðir hafa misnotað stöðu sína og stefnt bankanum í stórfellda hættu með því að lána Milestone tíu milljarða króna í febrúar 2008, rúmu hálfu ári áður en bankinn féll. Helmingur lánsins var veitt til Vafnings án trygginga. Félagið átti ekkert nema hálfa milljón í hlutafé. Þá fékk Svartháfur hinn helming tíu milljarðanna frá bankanum skömmu síðar til þess að greiða niður lán Milestones til bankans, í gegnum Vafning. Ástæðan fyrir láninu var fyrst og fremst að komast hjá veðkalli. Ef lánið hefði ekki verið veitt hefði bandaríski bankinn, Morgan Stanley, tekið bréf bankans yfir og í kjölfarið hefðu bréfin farið á markað, og líklega afhjúpað viðkvæma stöðu bankans í kjölfarið. Til þess að komast hjá því að veita Milestone lánið var búið svo um hnútana að félagið Vafningur ehf., fengi lánið. Í ákærunni segir að látið hafi verið líta svo út að Vafningur hefði tekið lánið en ekki Milestone með því að dagsetja lánasamnings á milli Glitnis og Vafnings. Bankinn mátti ekki lána Milestone meira fé, en þá þegar skuldaði Milestone Glitni rúma 32,4 milljarða. Með þessari lánveitingu fór skuld Milestone upp í 42,4 milljarða. Í ákæruskjalinu segir ennfremur að lánveitingin hafi orðið til þess að bankinn féll svo að lokum í október 2008, með alvarlegum afleiðingum fyrir kröfuhafa, ríkissjóð og almenning. Brotið varðar sex ára fangelsi, verði þeir fundnir sekir. Þetta er fyrsta málið þar sem stjórnendur stóru viðskiptabankanna eru ákærðir, og réttað yfir, eftir hrun.
Vafningsmálið Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira