Haukakonur endurheimtu þriðja sætið í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með því að vinna átján stiga sigur á Val, 84-66, á Ásvöllum í kvöld. Von Valskvenna á því að komast í úrslitakeppnina er nú orðin afar veik en liðið er nú tíu stigum á eftir Haukum og KR sem eru í 3. og 4. sæti.
Haukakonur stungu af í fjórða leikhlutanum sem þær unnu með 19 stiga mun, 28-9. Íris Sverrisdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir áttu báðar frábæran leik hjá Haukum í kvöld. Íris skoraði 24 stig og Margrét Rósa var með 19 stig. Jence Ann Rhoads bætti við 21 stigi, 11 stoðsendingum og 9 fráköstum. Melissa Leichlitner skoraði 22 stig fyrir Val.
Haukakonur komust í 13-5 í upphafi leiks en Valsliðið svaraði þá með tíu stigum í röð og komst yfir. Haukar endurheimtu forystuna og voru 20-19 yfir eftir fyrsta leikhlutann.
Haukaliðið náði mest tíu stiga forskoti í öðrum leikhluta, 40-30, en var aðeins tveimur stigum yfir í hálfleik, 41-39, eftir að Melissa Leichlitner skoraði sjö stig á síðustu mínútu hálfleiksins. Melissa skoraði alls 19 stig og gaf 4 stoðsendingar í fyrri hálfleiknum.
Haukakonur voru skrefinu á undan í byrjun þriðja leikhluta og 49-43 yfir eftir fjögurra mínútna leik. Valskonur skoruðu þá átta stig gegn tveimur og komust yfir í 53-51. Valskonur voru síðan 57-56 yfir fyrir lokaleikhlutann.
Haukaliðið vann fyrstu fjórar mínútur fjórða leikhlutans 8-2 og náði sjö stiga forskoti, 66-59. Við það hrundi leikur Valsliðsins og Haukakonur unnu öruggan 18 stiga sigur.
Haukar-Valur 84-66 (20-19, 21-20, 15-18, 28-9)
Haukar: Íris Sverrisdóttir 24/6 fráköst, Jence Ann Rhoads 21/9 fráköst/11 stoðsendingar, Margrét Rósa Hálfdánardóttir 19/4 fráköst, Hope Elam 12/11 fráköst/4 varin skot, Auður Íris Ólafsdóttir 3, María Lind Sigurðardóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 2/10 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 1.
Valur: Melissa Leichlitner 22/6 fráköst/6 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 9/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 9, Guðbjörg Sverrisdóttir 9, Lacey Katrice Simpson 8/9 fráköst/3 varin skot, Berglind Karen Ingvarsdóttir 5, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 2, Hallveig Jónsdóttir 2.
Haukakonur aftur upp fyrir KR | Vonin orðin veik hjá Val
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti


„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn