Ara Gunnarssyni, þjálfara kvennaliðs KR í körfubolta, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í kvöld.
Finnur Freyr Stefánsson mun taka við liðinu og stýra því til loka tímabilsins. Hefur hann starfað við þjálfun yngri flokka hjá félaginu.
KR tapaði í gærkvöldi fyrir Njarðvík og er ásamt Snæfelli og Haukum í 3.-5. sæti deildarinnar með 24 stig. Keflavík er á toppnum með 40 stig en Njarðvík í öðru sæti með 34 stig.
KR skiptir um þjálfara í kvennakörfunni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Fleiri fréttir
