Fótbolti

Juventus tapaði stigum og náði ekki AC Milan á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marco Di Vaio skorar markið sitt í kvöld.
Marco Di Vaio skorar markið sitt í kvöld. Mynd/AP
Juventus gerði þriðja jafnteflið í röð í ítölsku deildinni í kvöld og mistókst enn á ný að jafna AC Milan að stigum á toppi ítölsku deildinni. Að þessu sinni gerði Juventus 1-1 jafntefli á útivelli á móti Bologna.

Juventus-liðið hefur enn ekki tapað deildarleik á tímabilinu en þetta var þrettánda jafntefli liðsins í 26 leikjum þar af það fimmta í síðustu sex leikjum.

AC Milan er á toppnum með 54 stig en Juventus er nú með 52 stig. Bologna er í 12. sætinu með 32 stig.

Marco Di Vaio, fyrrum framherji Juventus, kom Bologna í 1-0 á 17. mínútu leiksins en Mirko Vucinic jafnaði metin á 58. mínútu eftir sendingu frá Andrea Pirlo.

Hinir tveir leikir dagsins enduðu einnig með jafntefli, en það fór 2-2 hjá Parma og Fiorentina og þá gerður Cesena og Catania markalaust jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×