KR vann Val í framlengingu - Prosser með 18 stig á síðustu 15 mínútunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2012 21:04 Erica Prosser og :Þórunn Bjarnadóttir léku vel í kvöld. Mynd/Stefán KR endaði fimm leikja taphrinu sína og komst aftur upp í 4. sætið í Iceland Express deild kvenna með sjö stiga sigri á Val, 78-71, í æsispennandi framlengdum leik í DHL-höllinni í kvöld. Valskonur mættu í leikinn á mikilli siglingu en eftir þetta tap hafa vonir liðsins um sæti í úrslitakeppninni veikst mikið. KR vann þarna sinn fyrsta leik síðan að Finnur Freyr Stefánsson tók við liðinu af Ara Gunnarssyni en KR-liðið var búið að tapa tveimur fyrstu leikjunum undir hans stjórn. KR-liðið getur þakkað bandaríska bakverðinum Ericu Prosser fyrir sigurinn því hún skoraði 18 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Valsliðið lék án bandaríska leikstjórnandans Melissu Leichlitner sem meiddist í fyrri hálfleik í sigrinum á haukum á sunnudaginn. KR var áfram án Bryndísar Guðmundsdóttur sem hefur misst af síðustu leikjum liðsins. Valskonur byrjuðu aðeins betur og komust í 4-0, 6-2 og 13-9 en KR-konur voru komnar einu stigi yfir fyrir lok fyrsta leikhluta, 16-15. Leikurinn var jafn í öðrum leikhluta þar sem liðin skiptust á því að hafa forystuna og náði aldrei meira en þriggja stiga forskoti. Valur var síðan einu stigi yfir í hálfleik, 36-35. Hafrún Hálfdánadóttir skoraði 13 stig fyrir KR-liðið í fyrri hálfleiknum og Sigrún Ámundadóttir var með 8 stig en María Ben Erlingsdóttir var stigahæst hjá Val með 8 stig og Lacey Simpson skoraði 7 stig. KR-liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst í 43-38 en Valskonur svöruðu með átta stigum í röð og náðu aftur forystunni. Leikurinn hélst áfram jafn en Valur var einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 50-49. Valur náði fimm stiga forskoti í upphafi fjórða leikhlutans og komst síðan sjö stigum yfir, 63-56, þegar leikhlutinn var hálfnaður. Erica Prosser hélt KR inn í leiknum með því að skora 10 stig á fyrstu sex mínútum leikhlutans. KR jafnaði metin í 63-63 og Erica Prosser kom KR-liðinu síðan yfir í 64-63 en hún var þá búin að skora 13 stig í leikhlutanum og koma að öllum körfum liðsins. Kristrún Sigurjónsdóttir kom Val aftur yfir en það var síðan Hafrún Hálfdánardóttir sem sá til þess að leikurinn fór í framlengingu með því að hitta úr öðru víta sinna í blálokin. KR-liðið var síðan mun sterkara í framlenginunni, vann hana 13-6 og fangaði gríðarlega mikilvægum sigri, 78-71.KR-Valur 78-71 (16-15, 19-21, 14-14, 16-15, 13-6)KR: Erica Prosser 28/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 14, Margrét Kara Sturludóttir 12/9 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 5/4 fráköst.Valur: Lacey Katrice Simpson 19/10 fráköst/5 stolnir/6 varin skot, Þórunn Bjarnadóttir 15, María Ben Erlingsdóttir 11/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/7 fráköst, Signý Hermannsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
KR endaði fimm leikja taphrinu sína og komst aftur upp í 4. sætið í Iceland Express deild kvenna með sjö stiga sigri á Val, 78-71, í æsispennandi framlengdum leik í DHL-höllinni í kvöld. Valskonur mættu í leikinn á mikilli siglingu en eftir þetta tap hafa vonir liðsins um sæti í úrslitakeppninni veikst mikið. KR vann þarna sinn fyrsta leik síðan að Finnur Freyr Stefánsson tók við liðinu af Ara Gunnarssyni en KR-liðið var búið að tapa tveimur fyrstu leikjunum undir hans stjórn. KR-liðið getur þakkað bandaríska bakverðinum Ericu Prosser fyrir sigurinn því hún skoraði 18 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta og framlengingu. Valsliðið lék án bandaríska leikstjórnandans Melissu Leichlitner sem meiddist í fyrri hálfleik í sigrinum á haukum á sunnudaginn. KR var áfram án Bryndísar Guðmundsdóttur sem hefur misst af síðustu leikjum liðsins. Valskonur byrjuðu aðeins betur og komust í 4-0, 6-2 og 13-9 en KR-konur voru komnar einu stigi yfir fyrir lok fyrsta leikhluta, 16-15. Leikurinn var jafn í öðrum leikhluta þar sem liðin skiptust á því að hafa forystuna og náði aldrei meira en þriggja stiga forskoti. Valur var síðan einu stigi yfir í hálfleik, 36-35. Hafrún Hálfdánadóttir skoraði 13 stig fyrir KR-liðið í fyrri hálfleiknum og Sigrún Ámundadóttir var með 8 stig en María Ben Erlingsdóttir var stigahæst hjá Val með 8 stig og Lacey Simpson skoraði 7 stig. KR-liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst í 43-38 en Valskonur svöruðu með átta stigum í röð og náðu aftur forystunni. Leikurinn hélst áfram jafn en Valur var einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 50-49. Valur náði fimm stiga forskoti í upphafi fjórða leikhlutans og komst síðan sjö stigum yfir, 63-56, þegar leikhlutinn var hálfnaður. Erica Prosser hélt KR inn í leiknum með því að skora 10 stig á fyrstu sex mínútum leikhlutans. KR jafnaði metin í 63-63 og Erica Prosser kom KR-liðinu síðan yfir í 64-63 en hún var þá búin að skora 13 stig í leikhlutanum og koma að öllum körfum liðsins. Kristrún Sigurjónsdóttir kom Val aftur yfir en það var síðan Hafrún Hálfdánardóttir sem sá til þess að leikurinn fór í framlengingu með því að hitta úr öðru víta sinna í blálokin. KR-liðið var síðan mun sterkara í framlenginunni, vann hana 13-6 og fangaði gríðarlega mikilvægum sigri, 78-71.KR-Valur 78-71 (16-15, 19-21, 14-14, 16-15, 13-6)KR: Erica Prosser 28/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/5 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 14, Margrét Kara Sturludóttir 12/9 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 5/4 fráköst.Valur: Lacey Katrice Simpson 19/10 fráköst/5 stolnir/6 varin skot, Þórunn Bjarnadóttir 15, María Ben Erlingsdóttir 11/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/7 fráköst, Signý Hermannsdóttir 6, Kristrún Sigurjónsdóttir 6/5 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4, Hallveig Jónsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira