Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 68-66 | Valur vann Hauka Stefán Árni Pálsson í Toyotahöllinni skrifar 4. mars 2012 20:02 Keflavík fór langleiðina með deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar liðið vann Njarðví,k 68-66, í æsispennandi leik í Iceland-Express deild kvenna. Nú munar fjórum stigum á Keflavík og Njarðvík sem verma efstu tvö sætin en aðeins eru þrjár umferðir eftir. Þá vann Valur öruggan sigur á Haukum á sama tíma, 74-59, en tölfræði leiksins má sjá hér neðst í fréttinni. Njarðvíkurstúlkur voru sterkari til að byrja með og komust fljótlega í 13-5. Gestirnir voru mikið mun betri allan fjórðunginn og leiddu sannfarandi 21-9 eftir tíu mínútna leik. Það kom allt annað Keflavíkurlið út í annan leikhluta og fóru þær loks að spila almennilegan varnarleik. Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir Keflvíkingum í vörninni og kom með þann baráttuanda sem þurfti. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 21-19 fyrir Njarðvík og gestirnir ekki komnar á blað í leikhlutanum. Staðan var síðan 33-31 fyrir Keflavík í hálfleik og spennandi síðari hálfleikur framundan. Petrúnella Skúladóttir var frábær í liði Njarðvíkur í fyrri hálfleiknum og skoraði 16 stig. Mikil harka var komin í leikinn í þriðja leikhluta og sauð nokkrum sinnum uppúr. Jafnræði var á með liðunum í leikhlutanum og þegar honum lauk var staðan 49-48 fyrir Njarðvík. Fjórði leikhlutinn var mjög svo jafn og aldrei munaði miklu á liðunum. Körfuboltinn sem sást í Keflavík í kvöld var ekki upp á marga fiska og bæði lið gerðum heilan helling af tæknifeilum. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 60-60. Það voru Keflvíkingar sem voru með sterkari taugar undir lokin og stóðu uppi sem sigurvegarar í leiknum 68-66. Liðið hefur því fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Deildarmeistaratitillinn er því í sjónmáli.Sverrir: Ég hef engar áhyggjur þó við verðum ekki deildarmeistarar„Það munaði mjög litlu hérna í lokin að við myndum taka efsta sætið í deildinni,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Síðasta mínútan fer alveg með okkur í kvöld. Þessi úrslit eru samt ekkert hlutur sem við þurfum að stressa okkur eitthvað mikið á.“ „Við þurfum að fínpússa okkar leik næstu þrjá leiki og getum ekki endað neðar en í örðu sæti. Liðið mun koma tilbúið í úrslitakeppnina.“ „Það sem verður okkur að falli í kvöld voru tæknifeilar og mikið um byrjendamistök, það eru bara hlutur sem við þurfum að skoða, en ég hef engar áhyggjur af því.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverrir hér að ofan.Falur: Liðið sem vildi sigurinn meira fékk hann„Það lið sem myndi vinna þennan leik er að öllum líkindum að fara taka deildarmeistaratitilinn og það tókst heldur betur hjá okkur,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Við spiluðum vel í þrjá leikhluta en spiluðum mjög illa í fyrsta fjórðungnum. Svona er körfubolti, hann er sveiflukenndur.“ „Það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur að mæta ferskar inn alveg frá byrjun og það er komin tími til að laga það.“ „Það lið sem vildi þennan sigur meira fékk hann og það sagði ég við stelpurnar fyrir leikinn.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Fal með því að ýta hér. Valur-Haukar 74-59 (23-16, 20-7, 16-26, 15-10)Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 25/8 fráköst/3 varin skot, Lacey Katrice Simpson 14/21 fráköst/6 stolnir/8 varin skot, Melissa Leichlitner 10, María Ben Erlingsdóttir 9, Kristrún Sigurjónsdóttir 8/4 fráköst, Signý Hermannsdóttir 5/3 varin skot, Hallveig Jónsdóttir 3.Haukar: Hope Elam 20/11 fráköst/4 varin skot, Jence Ann Rhoads 15/10 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Guðrún Ósk Ámundardóttir 11/6 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 3/8 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 2.Keflavík-Njarðvík 68-66 (9-21, 24-10, 15-18, 20-17)Keflavík: Eboni Monique Mangum 21/4 fráköst/9 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 17/7 stolnir, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/3 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 5/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 2/5 fráköst.Njarðvík: Petrúnella Skúladóttir 22/4 fráköst, Lele Hardy 19/22 fráköst/5 stoðsendingar, Shanae Baker-Brice 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Salbjörg Sævarsdóttir 6/9 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 2, Harpa Hallgrímsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Keflavík fór langleiðina með deildarmeistaratitilinn í gærkvöldi þegar liðið vann Njarðví,k 68-66, í æsispennandi leik í Iceland-Express deild kvenna. Nú munar fjórum stigum á Keflavík og Njarðvík sem verma efstu tvö sætin en aðeins eru þrjár umferðir eftir. Þá vann Valur öruggan sigur á Haukum á sama tíma, 74-59, en tölfræði leiksins má sjá hér neðst í fréttinni. Njarðvíkurstúlkur voru sterkari til að byrja með og komust fljótlega í 13-5. Gestirnir voru mikið mun betri allan fjórðunginn og leiddu sannfarandi 21-9 eftir tíu mínútna leik. Það kom allt annað Keflavíkurlið út í annan leikhluta og fóru þær loks að spila almennilegan varnarleik. Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir Keflvíkingum í vörninni og kom með þann baráttuanda sem þurfti. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var staðan 21-19 fyrir Njarðvík og gestirnir ekki komnar á blað í leikhlutanum. Staðan var síðan 33-31 fyrir Keflavík í hálfleik og spennandi síðari hálfleikur framundan. Petrúnella Skúladóttir var frábær í liði Njarðvíkur í fyrri hálfleiknum og skoraði 16 stig. Mikil harka var komin í leikinn í þriðja leikhluta og sauð nokkrum sinnum uppúr. Jafnræði var á með liðunum í leikhlutanum og þegar honum lauk var staðan 49-48 fyrir Njarðvík. Fjórði leikhlutinn var mjög svo jafn og aldrei munaði miklu á liðunum. Körfuboltinn sem sást í Keflavík í kvöld var ekki upp á marga fiska og bæði lið gerðum heilan helling af tæknifeilum. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 60-60. Það voru Keflvíkingar sem voru með sterkari taugar undir lokin og stóðu uppi sem sigurvegarar í leiknum 68-66. Liðið hefur því fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Deildarmeistaratitillinn er því í sjónmáli.Sverrir: Ég hef engar áhyggjur þó við verðum ekki deildarmeistarar„Það munaði mjög litlu hérna í lokin að við myndum taka efsta sætið í deildinni,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn í kvöld. „Síðasta mínútan fer alveg með okkur í kvöld. Þessi úrslit eru samt ekkert hlutur sem við þurfum að stressa okkur eitthvað mikið á.“ „Við þurfum að fínpússa okkar leik næstu þrjá leiki og getum ekki endað neðar en í örðu sæti. Liðið mun koma tilbúið í úrslitakeppnina.“ „Það sem verður okkur að falli í kvöld voru tæknifeilar og mikið um byrjendamistök, það eru bara hlutur sem við þurfum að skoða, en ég hef engar áhyggjur af því.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverrir hér að ofan.Falur: Liðið sem vildi sigurinn meira fékk hann„Það lið sem myndi vinna þennan leik er að öllum líkindum að fara taka deildarmeistaratitilinn og það tókst heldur betur hjá okkur,“ sagði Falur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. „Við spiluðum vel í þrjá leikhluta en spiluðum mjög illa í fyrsta fjórðungnum. Svona er körfubolti, hann er sveiflukenndur.“ „Það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur að mæta ferskar inn alveg frá byrjun og það er komin tími til að laga það.“ „Það lið sem vildi þennan sigur meira fékk hann og það sagði ég við stelpurnar fyrir leikinn.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Fal með því að ýta hér. Valur-Haukar 74-59 (23-16, 20-7, 16-26, 15-10)Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 25/8 fráköst/3 varin skot, Lacey Katrice Simpson 14/21 fráköst/6 stolnir/8 varin skot, Melissa Leichlitner 10, María Ben Erlingsdóttir 9, Kristrún Sigurjónsdóttir 8/4 fráköst, Signý Hermannsdóttir 5/3 varin skot, Hallveig Jónsdóttir 3.Haukar: Hope Elam 20/11 fráköst/4 varin skot, Jence Ann Rhoads 15/10 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Guðrún Ósk Ámundardóttir 11/6 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 8, Íris Sverrisdóttir 3/8 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 2.Keflavík-Njarðvík 68-66 (9-21, 24-10, 15-18, 20-17)Keflavík: Eboni Monique Mangum 21/4 fráköst/9 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 17/7 stolnir, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/3 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 6, Lovísa Falsdóttir 5, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 5/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 2/5 fráköst.Njarðvík: Petrúnella Skúladóttir 22/4 fráköst, Lele Hardy 19/22 fráköst/5 stoðsendingar, Shanae Baker-Brice 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Salbjörg Sævarsdóttir 6/9 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 2, Harpa Hallgrímsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira