Snæfell spillti sigurveislu Keflavíkur og tryggði sig inn í úrslitakeppnina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2012 20:59 Snæfellskonur eru komnar inn í úrslitakeppnina. Mynd/Baldur Beck Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni. Hildur Sigurðardóttir var með 16 stig og 10 fráköst hjá Snæfell, Jordan Murphree skoraði 12 stig og tók 13 fráköst og Hildur Björk Kjartansdóttir skoraði 8 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 29 stig og tók 10 fráköst fyrir Keflavík en bandarísku leikmenn liðsins hitti úr aðeins 8 af 28 skotum sínum í leiknum. Keflavík fær eitt tækifæri enn til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar liðið heimsækir KR í DHL-höllina á laugardaginn. Snæfell er öruggt með sæti í úrslitakeppninni þar sem að Haukar og KR geta ekki bæði náð liðinu að stigum. Keflavík skoraði sjö fyrstu stig leiksins og Snæfellsliðið komst ekki á blað fyrr en eftir þrjár og hálfa mínútu. Snæfell náði hinsvegar að jafna metin strax í 7-7 og var síðan einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 12-11. Það var jafnt á flestum tölum í öðrum leikhlutanum og eftir hann var staðan 27-27. Pálína Gunnlaugsdóttir var búin að skora 14 stig fyrir Keflavík í fyrri hálfleiknum eða meira en helming stiga liðsins. Snæfell náði þriggja stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en Keflavík var fljótt að jafna og leikurinn hélst áfram jafn. Keflavík var 36-34 yfir þegar Snæfell skoraði átta stig í röð og komst í 42-36. Snæfell var síðan með tveggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 42-40. Keflavíkurliðið var komið þremur stigum yfir eftir tvær mínútur í fjórða leikhlutanum, 48-45 og var með 53-49 forystu þegar leikhlutinn var hálfnaður. Sæfell skoraði þá átta stig í röð og komst í 57-53 þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Keflavíkurkonur náðu ekki að brúa það bil á lokamínútunum og Snæfell fagnaði dýrmætum sigri.Keflavík-Snæfell 59-61 (11-12, 16-15, 13-15, 19-19)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 29/10 fráköst, Eboni Monique Mangum 10/7 fráköst, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/6 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 16/10 fráköst, Jordan Lee Murphree 12/13 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/8 fráköst, Kieraah Marlow 8/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 4, Rósa Indriðadóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Keflavíkurkonum tókst ekki að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Expreess deild kvenna í körfubolta í kvöld. Snæfellskonur mættu í Toyota-höllina í Keflavík, spilltu sigurveislu Keflavíkur og tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 61-59 sigri. Snæfell varð jafnframt fyrsta liðið til að vinna kvennalið Keflavíkur í Toyota-höllinni í vetur en Keflavíkurliðið var fyrir leikinn búið að vinna alla þrettán heimaleiki sína í deildinni. Hildur Sigurðardóttir var með 16 stig og 10 fráköst hjá Snæfell, Jordan Murphree skoraði 12 stig og tók 13 fráköst og Hildur Björk Kjartansdóttir skoraði 8 stig. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 29 stig og tók 10 fráköst fyrir Keflavík en bandarísku leikmenn liðsins hitti úr aðeins 8 af 28 skotum sínum í leiknum. Keflavík fær eitt tækifæri enn til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn þegar liðið heimsækir KR í DHL-höllina á laugardaginn. Snæfell er öruggt með sæti í úrslitakeppninni þar sem að Haukar og KR geta ekki bæði náð liðinu að stigum. Keflavík skoraði sjö fyrstu stig leiksins og Snæfellsliðið komst ekki á blað fyrr en eftir þrjár og hálfa mínútu. Snæfell náði hinsvegar að jafna metin strax í 7-7 og var síðan einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 12-11. Það var jafnt á flestum tölum í öðrum leikhlutanum og eftir hann var staðan 27-27. Pálína Gunnlaugsdóttir var búin að skora 14 stig fyrir Keflavík í fyrri hálfleiknum eða meira en helming stiga liðsins. Snæfell náði þriggja stiga forskoti í upphafi seinni hálfleiks en Keflavík var fljótt að jafna og leikurinn hélst áfram jafn. Keflavík var 36-34 yfir þegar Snæfell skoraði átta stig í röð og komst í 42-36. Snæfell var síðan með tveggja stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 42-40. Keflavíkurliðið var komið þremur stigum yfir eftir tvær mínútur í fjórða leikhlutanum, 48-45 og var með 53-49 forystu þegar leikhlutinn var hálfnaður. Sæfell skoraði þá átta stig í röð og komst í 57-53 þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Keflavíkurkonur náðu ekki að brúa það bil á lokamínútunum og Snæfell fagnaði dýrmætum sigri.Keflavík-Snæfell 59-61 (11-12, 16-15, 13-15, 19-19)Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 29/10 fráköst, Eboni Monique Mangum 10/7 fráköst, Jaleesa Butler 8/15 fráköst/6 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Hrund Jóhannsdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 16/10 fráköst, Jordan Lee Murphree 12/13 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 11/8 fráköst, Kieraah Marlow 8/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir 4, Rósa Indriðadóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Leik lokið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum