Haukakonur eru komnar í 2-0 á móti Íslands- og deildarmeisturum Keflavíkur eftir 73-68 sigur í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Haukar náðu að landa sigrinum þrátt fyrir að missa einn sinn besta leikmann upp á sjúkrahús í fyrri hálfleik og vantar nú aðeins einn sigur til þess að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn.
Þegar rétt rúmlega þrjár mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta ætlaði Íris Sverrisdóttir leikmaður Hauka í sniðskot eftir hraðaupphlaup en varð fyrir því áfalli að fara úr og aftur í lið á hægra hné.
Uppi varð fótur og fit og kom Henning Hennings aðstoðarþjálfari Hauka hlaupandi að áhorfendapöllunum og hrópaði hvort læknir væri í húsinu og bað um að hringt yrði á sjúkrabíl.
Það var sjúkraliði í húsinu sem gat hugað að Írisi á meðan beðið var eftir sjúkrabílnum sem tók um 20 mínútur að komast á völlinn.
Tæplega hálftíma hlé þurfti að gera á leiknum vegna meiðsla Írisar.
Íris fór úr hnjálið í sigri Hauka
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn

Fleiri fréttir
