Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð 1. apríl 2012 15:31 Ástþór Magnússon. Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór skrifar í löngum pistli sínum meðal annars: „Ástþór skorar á Pál og aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn RÚV sem orðað hafa forsetaframboð að lýsa yfir framboðum sínum strax svo hægt sé að takast á við það mikilvæga verkefni að skipuleggja kynningar á málefnum frambjóðenda." Og bætir svo síðar við: „Þjóðin þarf tíma að kynna sér hvað frambjóðendur standa fyrir til að geta valið forseta með óhlutdrægum og lýðræðislegum hætti án þess að væntanlegir forsetaframbjóðendur RÚV standi í veginum." Fréttastofa hafði samband við Smuguna sem staðfesti að þarna væri um aprílgabb að ræða. Fréttamaður Smugunnar, sem Vísir ræddi við, sagðist hafa haldið að fullyrðingin um að Páll hygðist lesa áfram fréttir, þrátt fyrir framboð, hefði komið upp um grínið. Í pistli Ástþórs gagnrýnir hann einnig kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins harðlega og segist meðal annars tilbúinn að „að stíga til hliðar úr forsetaframboði verði honum falið að sjá um skipulagningu kosningaumfjöllunar ríkisfjölmiðlana," eins og segir í grein Ástþórs. Hér fyrir neðan má lesa bréf Ástþórs í heild sinni:Ástþór tryggir þjóðinni óhlutdræga og lýðræðislega umræðuTaki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli.Forsetaframboð Ástþórs er áskorun til fjölmiðla, sitjandi forseta og stuðningsmanna hans að virða rétt þjóðarinnar til að velja sér forseta í opnu og lýðræðislegu ferli en á þessu hefur því miður verið misbrestur.Við forsetakosningar árið 2004 voru fjölmiðlarnir nánast lokaðir forsetaframbjóðendum. Þá átti einn þriggja frambjóðanda greiðan aðgang að fjölmiðlum frá forsetaembættinu en aðrir fengu ekki að kynna sín stefnumál að neinu marki. Engir umræðuþættir með frambjóðendum áttu sér stað í aðdraganda kosninganna fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir opnun kjörstaða. Niðurstaðan var svokölluð "rússnesk" kosning enda dæmigert um kosningar í einræðisríkjum.Erlendur fræðimaður líkti kosningaumfjöllun RÚV árið 2004 við sambærilega umfjöllun ríkisfjölmiðla í gömlu Júgóslavíu undir Slobodan Milosevic 1992. Þetta átti m.a. þátt í því að eftirlitsmenn frá ÖSE voru sendir til Íslands fyrir síðustu Alþingiskosningar sem svo einnig veittu Íslenskum fjölmiðlum ámæli.Ástþór Magnússon er tilbúinn til að stíga til hliðar úr forsetaframboði verði honum falið að sjá um skipulagningu kosningaumfjöllunar ríkisfjölmiðlana.RÚV nú ein mesta brotalömin á lýðræði Íslendinga og undir stjórn Páls Magnússonar standa ríkisfjölmiðlarnir í vegi fyrir lýðræðisþróun Íslendinga. Skammarlegt að Stjórnlagaþings frambjóðendur hafi þurft að mæta í mótmæli við útvarpshúsið til að fá eina mínútu að kynna framboð sín. Ástþór sem kosningastjóri RÚV tryggir öllum frambjóðendum jafna og óhlutdræga umfjöllun og slík mótmæli munu heyra sögunni til.Ástþór skorar á Pál og aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn RÚV sem orðað hafa forsetaframboð að lýsa yfir framboðum sínum strax svo hægt sé að takast á við það mikilvæga verkefni að skipuleggja kynningar á málefnum frambjóðenda.Aðeins eru 3 mánuðir til kjördags og er aðdragandinn mikilvægur tími fyrir umræðu og kynningar á málefnum einstakra frambjóðenda. Þjóðin þarf tíma að kynna sér hvað frambjóðendur standa fyrir til að geta valið forseta með óhlutdrægum og lýðræðislegum hætti án þess að væntanlegir forsetaframbjóðendur RÚV standi í veginum.Með því að draga forsetaframboð sitt til baka og takast á við lýðræðisþróun ríkisfjölmiðlana vonast Ástþór til að geta skapað þá fyrirmynd hjá RÚV sem þarf fyrir aðra fjölmiðla um hvernig standa megi vörð um þær lýðræðislegu grundvallarreglur sem kveðið er á um í nýjum fjölmiðlalögum. Aprílgabb Forsetakosningar 2012 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. Ástþór skrifar í löngum pistli sínum meðal annars: „Ástþór skorar á Pál og aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn RÚV sem orðað hafa forsetaframboð að lýsa yfir framboðum sínum strax svo hægt sé að takast á við það mikilvæga verkefni að skipuleggja kynningar á málefnum frambjóðenda." Og bætir svo síðar við: „Þjóðin þarf tíma að kynna sér hvað frambjóðendur standa fyrir til að geta valið forseta með óhlutdrægum og lýðræðislegum hætti án þess að væntanlegir forsetaframbjóðendur RÚV standi í veginum." Fréttastofa hafði samband við Smuguna sem staðfesti að þarna væri um aprílgabb að ræða. Fréttamaður Smugunnar, sem Vísir ræddi við, sagðist hafa haldið að fullyrðingin um að Páll hygðist lesa áfram fréttir, þrátt fyrir framboð, hefði komið upp um grínið. Í pistli Ástþórs gagnrýnir hann einnig kosningaumfjöllun Ríkisútvarpsins harðlega og segist meðal annars tilbúinn að „að stíga til hliðar úr forsetaframboði verði honum falið að sjá um skipulagningu kosningaumfjöllunar ríkisfjölmiðlana," eins og segir í grein Ástþórs. Hér fyrir neðan má lesa bréf Ástþórs í heild sinni:Ástþór tryggir þjóðinni óhlutdræga og lýðræðislega umræðuTaki Páll Magnússon útvarpsstjóri áskorun Smugunnar að fara í forsetaframboð og setur Ástþór Magnússon yfir skipulagningu á kosningaútvarpi og sjónvarpi RÚV yrði það mikilvægt skref til að tryggja þjóðinni val á nýjum forseta í óhlutdrægu og lýðræðislegu ferli.Forsetaframboð Ástþórs er áskorun til fjölmiðla, sitjandi forseta og stuðningsmanna hans að virða rétt þjóðarinnar til að velja sér forseta í opnu og lýðræðislegu ferli en á þessu hefur því miður verið misbrestur.Við forsetakosningar árið 2004 voru fjölmiðlarnir nánast lokaðir forsetaframbjóðendum. Þá átti einn þriggja frambjóðanda greiðan aðgang að fjölmiðlum frá forsetaembættinu en aðrir fengu ekki að kynna sín stefnumál að neinu marki. Engir umræðuþættir með frambjóðendum áttu sér stað í aðdraganda kosninganna fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir opnun kjörstaða. Niðurstaðan var svokölluð "rússnesk" kosning enda dæmigert um kosningar í einræðisríkjum.Erlendur fræðimaður líkti kosningaumfjöllun RÚV árið 2004 við sambærilega umfjöllun ríkisfjölmiðla í gömlu Júgóslavíu undir Slobodan Milosevic 1992. Þetta átti m.a. þátt í því að eftirlitsmenn frá ÖSE voru sendir til Íslands fyrir síðustu Alþingiskosningar sem svo einnig veittu Íslenskum fjölmiðlum ámæli.Ástþór Magnússon er tilbúinn til að stíga til hliðar úr forsetaframboði verði honum falið að sjá um skipulagningu kosningaumfjöllunar ríkisfjölmiðlana.RÚV nú ein mesta brotalömin á lýðræði Íslendinga og undir stjórn Páls Magnússonar standa ríkisfjölmiðlarnir í vegi fyrir lýðræðisþróun Íslendinga. Skammarlegt að Stjórnlagaþings frambjóðendur hafi þurft að mæta í mótmæli við útvarpshúsið til að fá eina mínútu að kynna framboð sín. Ástþór sem kosningastjóri RÚV tryggir öllum frambjóðendum jafna og óhlutdræga umfjöllun og slík mótmæli munu heyra sögunni til.Ástþór skorar á Pál og aðra núverandi og fyrrverandi starfsmenn RÚV sem orðað hafa forsetaframboð að lýsa yfir framboðum sínum strax svo hægt sé að takast á við það mikilvæga verkefni að skipuleggja kynningar á málefnum frambjóðenda.Aðeins eru 3 mánuðir til kjördags og er aðdragandinn mikilvægur tími fyrir umræðu og kynningar á málefnum einstakra frambjóðenda. Þjóðin þarf tíma að kynna sér hvað frambjóðendur standa fyrir til að geta valið forseta með óhlutdrægum og lýðræðislegum hætti án þess að væntanlegir forsetaframbjóðendur RÚV standi í veginum.Með því að draga forsetaframboð sitt til baka og takast á við lýðræðisþróun ríkisfjölmiðlana vonast Ástþór til að geta skapað þá fyrirmynd hjá RÚV sem þarf fyrir aðra fjölmiðla um hvernig standa megi vörð um þær lýðræðislegu grundvallarreglur sem kveðið er á um í nýjum fjölmiðlalögum.
Aprílgabb Forsetakosningar 2012 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira