Stóraukin umfjöllun | Pepsi-mörkin í opinni dagskrá 25. apríl 2012 13:45 KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is. Gengið var frá því fyrr í dag þegar undirritaður var umfangsmikill samningur um sýningarréttinn frá Pepsi-deildum karla og kvenna í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ, Andra Þór Guðmundssyni forstjóra Ölgerðarinnar og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Samningurinn tryggir meiri og ítarlegri umfjöllun um Pepsi-deildirnar en áður hefur verið í boði. Sýndir verða 24 þættir af Pepsi-mörkunum í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport strax eftir hverja umferð og þættirnir verða endursýndir á laugardögum í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar verða öll mörkin og helstu atvik hverrar umferðar sýnd og tekin til vandaðrar umfjöllunar. Þá verða einnig sýndir reglulega, bæði á Stöð 2 Sport og Stöð 2, örþættirnir Markaregn með 5 fallegustu mörkum hverrar umferðar. Þeir verða einnig aðgengilegir á Vísi.is. Samantektarþættir frá Pepsi-deild kvenna verða sýndir á Stöð 2 Sport og íslenska boltanum verður einnig gerð ítarleg skil í öðrum miðlum 365 miðla. Umfjöllun um Pepsi-deildir karla og kvenna verður á Vísi.is og í fréttatímum Stöðvar 2.Hlúð að framtíðinni Mikilvægur liður í þessum samningi 365 miðla og Ölgerðarinnar við KSÍ er að samningsaðilar munu áfram hlúa sérstaklega að framtíð íslenskrar knattspyrnu. Það verður annars gert með áframhaldandi dagskrárgerð um helstu sumarmót barna- og unglinga en Stöð 2 Sport hefur undanfarin sumur lagt mikið kapp á að sinna þessum vinsælu og fjölmennu íþróttamótum þar sem efnilegasta knattspyrnufólk landsins stígur sín fyrstu skref og sýnir frábæra takta innan og utan vallar. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsir yfir sérstakri ánægju með að þetta samkomulag sé nú í höfn: „Samstarf okkar við Stöð 2 Sport hefur verið einkar farsælt og þetta samkomulag tryggir meiri og víðtækari umfjöllun um íslenska knattspyrnu." Ari Edwald forstjóri 365 miðla tekur undir þetta og segir: „Á liðnum árum höfum við fundið fyrir stigvaxandi áhuga á íslenska boltanum, enda Pepsi-deildin alltaf að verða sterkari og öll umgjörðin orðin til fyrirmyndar. Við erum sannfærð um að með ennþá meiri og ítarlegri umfjöllun hafi íslenski boltinn alla burði til að gera enn betur í sjónvarpi og Stöð 2 Sport vill stuðla að því." Andri Þór bætti við að: „Það er markmið Ölgerðarinnar að stuðla að því að umgjörð Pepsi-deildanna verði sem glæsilegust sem verður svo vonandi til þess að viðhalda og auka áhuga yngri iðkenda á íþróttinni." Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira
KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is. Gengið var frá því fyrr í dag þegar undirritaður var umfangsmikill samningur um sýningarréttinn frá Pepsi-deildum karla og kvenna í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ, Andra Þór Guðmundssyni forstjóra Ölgerðarinnar og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Samningurinn tryggir meiri og ítarlegri umfjöllun um Pepsi-deildirnar en áður hefur verið í boði. Sýndir verða 24 þættir af Pepsi-mörkunum í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport strax eftir hverja umferð og þættirnir verða endursýndir á laugardögum í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar verða öll mörkin og helstu atvik hverrar umferðar sýnd og tekin til vandaðrar umfjöllunar. Þá verða einnig sýndir reglulega, bæði á Stöð 2 Sport og Stöð 2, örþættirnir Markaregn með 5 fallegustu mörkum hverrar umferðar. Þeir verða einnig aðgengilegir á Vísi.is. Samantektarþættir frá Pepsi-deild kvenna verða sýndir á Stöð 2 Sport og íslenska boltanum verður einnig gerð ítarleg skil í öðrum miðlum 365 miðla. Umfjöllun um Pepsi-deildir karla og kvenna verður á Vísi.is og í fréttatímum Stöðvar 2.Hlúð að framtíðinni Mikilvægur liður í þessum samningi 365 miðla og Ölgerðarinnar við KSÍ er að samningsaðilar munu áfram hlúa sérstaklega að framtíð íslenskrar knattspyrnu. Það verður annars gert með áframhaldandi dagskrárgerð um helstu sumarmót barna- og unglinga en Stöð 2 Sport hefur undanfarin sumur lagt mikið kapp á að sinna þessum vinsælu og fjölmennu íþróttamótum þar sem efnilegasta knattspyrnufólk landsins stígur sín fyrstu skref og sýnir frábæra takta innan og utan vallar. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsir yfir sérstakri ánægju með að þetta samkomulag sé nú í höfn: „Samstarf okkar við Stöð 2 Sport hefur verið einkar farsælt og þetta samkomulag tryggir meiri og víðtækari umfjöllun um íslenska knattspyrnu." Ari Edwald forstjóri 365 miðla tekur undir þetta og segir: „Á liðnum árum höfum við fundið fyrir stigvaxandi áhuga á íslenska boltanum, enda Pepsi-deildin alltaf að verða sterkari og öll umgjörðin orðin til fyrirmyndar. Við erum sannfærð um að með ennþá meiri og ítarlegri umfjöllun hafi íslenski boltinn alla burði til að gera enn betur í sjónvarpi og Stöð 2 Sport vill stuðla að því." Andri Þór bætti við að: „Það er markmið Ölgerðarinnar að stuðla að því að umgjörð Pepsi-deildanna verði sem glæsilegust sem verður svo vonandi til þess að viðhalda og auka áhuga yngri iðkenda á íþróttinni."
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sjá meira