Stóraukin umfjöllun | Pepsi-mörkin í opinni dagskrá 25. apríl 2012 13:45 KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is. Gengið var frá því fyrr í dag þegar undirritaður var umfangsmikill samningur um sýningarréttinn frá Pepsi-deildum karla og kvenna í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ, Andra Þór Guðmundssyni forstjóra Ölgerðarinnar og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Samningurinn tryggir meiri og ítarlegri umfjöllun um Pepsi-deildirnar en áður hefur verið í boði. Sýndir verða 24 þættir af Pepsi-mörkunum í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport strax eftir hverja umferð og þættirnir verða endursýndir á laugardögum í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar verða öll mörkin og helstu atvik hverrar umferðar sýnd og tekin til vandaðrar umfjöllunar. Þá verða einnig sýndir reglulega, bæði á Stöð 2 Sport og Stöð 2, örþættirnir Markaregn með 5 fallegustu mörkum hverrar umferðar. Þeir verða einnig aðgengilegir á Vísi.is. Samantektarþættir frá Pepsi-deild kvenna verða sýndir á Stöð 2 Sport og íslenska boltanum verður einnig gerð ítarleg skil í öðrum miðlum 365 miðla. Umfjöllun um Pepsi-deildir karla og kvenna verður á Vísi.is og í fréttatímum Stöðvar 2.Hlúð að framtíðinni Mikilvægur liður í þessum samningi 365 miðla og Ölgerðarinnar við KSÍ er að samningsaðilar munu áfram hlúa sérstaklega að framtíð íslenskrar knattspyrnu. Það verður annars gert með áframhaldandi dagskrárgerð um helstu sumarmót barna- og unglinga en Stöð 2 Sport hefur undanfarin sumur lagt mikið kapp á að sinna þessum vinsælu og fjölmennu íþróttamótum þar sem efnilegasta knattspyrnufólk landsins stígur sín fyrstu skref og sýnir frábæra takta innan og utan vallar. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsir yfir sérstakri ánægju með að þetta samkomulag sé nú í höfn: „Samstarf okkar við Stöð 2 Sport hefur verið einkar farsælt og þetta samkomulag tryggir meiri og víðtækari umfjöllun um íslenska knattspyrnu." Ari Edwald forstjóri 365 miðla tekur undir þetta og segir: „Á liðnum árum höfum við fundið fyrir stigvaxandi áhuga á íslenska boltanum, enda Pepsi-deildin alltaf að verða sterkari og öll umgjörðin orðin til fyrirmyndar. Við erum sannfærð um að með ennþá meiri og ítarlegri umfjöllun hafi íslenski boltinn alla burði til að gera enn betur í sjónvarpi og Stöð 2 Sport vill stuðla að því." Andri Þór bætti við að: „Það er markmið Ölgerðarinnar að stuðla að því að umgjörð Pepsi-deildanna verði sem glæsilegust sem verður svo vonandi til þess að viðhalda og auka áhuga yngri iðkenda á íþróttinni." Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
KSÍ, Ölgerðin og 365 miðlar undirrituðu í dag umfangsmikinn samning um Pepsi-deild karla og kvenna í knattspyrnu. Stöð 2 Sport mun bjóða uppá a.m.k. 23 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla á komandi keppnistímabili sem hefst 6. maí. Einnig verða beinar útsendingar frá völdum leikjum í Pepsi-deild kvenna, aðgengilegar öllum á Vísi.is. Gengið var frá því fyrr í dag þegar undirritaður var umfangsmikill samningur um sýningarréttinn frá Pepsi-deildum karla og kvenna í knattspyrnu fyrir komandi tímabil. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum KSÍ af Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ, Andra Þór Guðmundssyni forstjóra Ölgerðarinnar og Ara Edwald forstjóra 365 miðla. Samningurinn tryggir meiri og ítarlegri umfjöllun um Pepsi-deildirnar en áður hefur verið í boði. Sýndir verða 24 þættir af Pepsi-mörkunum í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport strax eftir hverja umferð og þættirnir verða endursýndir á laugardögum í opinni dagskrá á Stöð 2. Þar verða öll mörkin og helstu atvik hverrar umferðar sýnd og tekin til vandaðrar umfjöllunar. Þá verða einnig sýndir reglulega, bæði á Stöð 2 Sport og Stöð 2, örþættirnir Markaregn með 5 fallegustu mörkum hverrar umferðar. Þeir verða einnig aðgengilegir á Vísi.is. Samantektarþættir frá Pepsi-deild kvenna verða sýndir á Stöð 2 Sport og íslenska boltanum verður einnig gerð ítarleg skil í öðrum miðlum 365 miðla. Umfjöllun um Pepsi-deildir karla og kvenna verður á Vísi.is og í fréttatímum Stöðvar 2.Hlúð að framtíðinni Mikilvægur liður í þessum samningi 365 miðla og Ölgerðarinnar við KSÍ er að samningsaðilar munu áfram hlúa sérstaklega að framtíð íslenskrar knattspyrnu. Það verður annars gert með áframhaldandi dagskrárgerð um helstu sumarmót barna- og unglinga en Stöð 2 Sport hefur undanfarin sumur lagt mikið kapp á að sinna þessum vinsælu og fjölmennu íþróttamótum þar sem efnilegasta knattspyrnufólk landsins stígur sín fyrstu skref og sýnir frábæra takta innan og utan vallar. Geir Þorsteinsson formaður KSÍ lýsir yfir sérstakri ánægju með að þetta samkomulag sé nú í höfn: „Samstarf okkar við Stöð 2 Sport hefur verið einkar farsælt og þetta samkomulag tryggir meiri og víðtækari umfjöllun um íslenska knattspyrnu." Ari Edwald forstjóri 365 miðla tekur undir þetta og segir: „Á liðnum árum höfum við fundið fyrir stigvaxandi áhuga á íslenska boltanum, enda Pepsi-deildin alltaf að verða sterkari og öll umgjörðin orðin til fyrirmyndar. Við erum sannfærð um að með ennþá meiri og ítarlegri umfjöllun hafi íslenski boltinn alla burði til að gera enn betur í sjónvarpi og Stöð 2 Sport vill stuðla að því." Andri Þór bætti við að: „Það er markmið Ölgerðarinnar að stuðla að því að umgjörð Pepsi-deildanna verði sem glæsilegust sem verður svo vonandi til þess að viðhalda og auka áhuga yngri iðkenda á íþróttinni."
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira