Enski boltinn

Zlatan titlalaus í fyrsta sinn í níu ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Zlatan Ibrahimovic, sænski landsliðsmaðurinn hjá AC Milan, á ekki lengur möguleika á því að vinna titil á þessu tímabili og ótrúlega sigurganga liða hans er því á enda. AC Milan missti af ítalska meistaratitlinum þegar liðið tapaði á móti nágrönnum sínum í Inter um helgina.

Zlatan varð hollenskur meistari með Ajax vorið 2004 og hafði síðan þá orðið meistari á hverju ári. Zlatan vann ítalska titilinn með Juventus 2005 og 2006 og fór síðan yfir til Inter Milan þar sem að hann varð meistari 2007, 2008 og 2009. Hann vann síðan spænska meistaratitilinn á sínu eina ári með Barcelona (2010) áður en hann fór til AC Milan (2011) og varð meistari á sínu fyrsta ári.

Zlatan hefur vissulega gert sitt í vetur til að hjálpa AC Milan að verja titilinn enda langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 28 mörk í 31. leik. Zltan skoraði tvö mörk fyrir AC Milan um helgina en það dugði ekki til í 2-4 tapi á móti Inter.

Juventus tryggði sér titilinn með 2-0 útisigri á Cagliari á sama tíma en liðið er með fjögurra stiga forskot á AC Milan þegar aðeins ein umferð er eftir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×