Maður kveikti í sjálfum sér fyrir utan dómshúsið í Osló í morgun þar sem réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik fara fram.
Samkvæmt norskum fréttamiðlum voru starfsmenn dómshússins og lögreglumenn snöggir að slökkva eldinn.
Ekki er vitað hvort að maðurinn er í lífshættu en hann var fluttur á sjúkrahús með brunasár.
Talið er að maðurinn hafi hellt eldfimum vökva yfir sig áður en hann kveikti í sér.
Réttarhöldin yfir Breivik hófust fyrir nokkrum vikum en hann er sakaður um að hafa myrt 77 manns í sprengingu í stjórnarráðshverfinu í Osló og í Útey.
Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið í Osló
