Stuðningsgrein: Að kveða burt snjóinn Sigrún Eldjárn skrifar 21. maí 2012 16:00 Það blása frískir og fjörugir vorvindar um landið. Æðarfuglinn hreiðrar um sig í Bessastaðanesinu. Lóan segir okkur að vakna og vinna og vonglöð taka nú sumrinu mót. Krían gargar og minnir okkur um leið á að nú sé rétti tíminn til að byggja sig upp. Að nú þurfi íslenska þjóðin að losna úr argaþrasinu og finna á ný fyrir samheldni og sáttahug. Við þurfum að horfa fram á veginn og velja okkur nýjan forseta. En hvernig forseta viljum við? Við höfum hvorki þörf fyrir kóng né drottningu, ekki heldur pólitíkus eða neinn sem ógnar þingræðinu. Við viljum alls ekki forseta sem elur á sundrungu milli þegnanna. Nei, okkur vantar manneskju sem nýtur trausts og er vinur okkar. Í þeirri vináttu á að felast virðing fyrir reglum lýðræðis okkar og þingræðis. Við þurfum heiðarlega, heilsteypta manneskju sem styður okkur og stendur með á erfiðum stundum og gleðst með okkur þegar vel gengur. Sem leggur áherslu á væntumþykju, náungakærleik og jafnrétti og minnir okkur stöðugt á grunngildi mannlegrar reisnar. Forseta sem sýnir okkur að við séum ein þjóð þótt við höfum ólíkar skoðanir. Sem er þjóðhöfðingi allra, ekki bara sumra. Margir þeirra sem þegar hafa gegnt embætti forseta Íslands hafa borið gæfu til að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það hefur kannski ekki alltaf verið auðvelt en flestum hefur tekist það. Eftir erfitt tímabil þar sem reiði og biturð hafa náð tökum á fólki, þar sem flokkadrættir og sundrund ógna lífsgleði okkar, er kominn tími fyrir aðrar áherslur. Við erum lítil þjóð og eigum að geta lifað sátt og sæl í góðu landi. Nú þurfum við á því að halda að vinna saman og hafa gaman af því. Ekki meira sundurlyndi, forðumst drullupytti og skítkast. Það er von mín og trú að íslenska þjóðin beri gæfu til að velja sér forseta sem hún ber virðingu fyrir og sameinar þjóðina. Næsti forseti okkar á að vera einlæg manneskja með góða dómgreind, heiðarleg og réttlát, þrautgóð á raunastundu, hugmyndarík og létt í lund. Sem getur lyft okkur upp yfir þrasið og flokkadrættina, stutt okkur á erfiðum stundum og glaðst með okkur á góðum degi. Við þurfum menningarlegan forseta en ekki pólitískan, forseta sem drífur okkur upp úr sundrunginni og hjálpar okkur að horfa björtum augum til framtíðar. Við erum svo heppin að slíkur kostur er einmitt í boði. Þóra Arnórsdóttir er ung, klár og dugleg kona með mikla reynslu. Hún býðst til að gegna þessu hlutverki og hún smellpassar í það. Það er bjart yfir henni og framtíðin brosir við okkur. Þóra er rétta manneskjan á Bessastaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það blása frískir og fjörugir vorvindar um landið. Æðarfuglinn hreiðrar um sig í Bessastaðanesinu. Lóan segir okkur að vakna og vinna og vonglöð taka nú sumrinu mót. Krían gargar og minnir okkur um leið á að nú sé rétti tíminn til að byggja sig upp. Að nú þurfi íslenska þjóðin að losna úr argaþrasinu og finna á ný fyrir samheldni og sáttahug. Við þurfum að horfa fram á veginn og velja okkur nýjan forseta. En hvernig forseta viljum við? Við höfum hvorki þörf fyrir kóng né drottningu, ekki heldur pólitíkus eða neinn sem ógnar þingræðinu. Við viljum alls ekki forseta sem elur á sundrungu milli þegnanna. Nei, okkur vantar manneskju sem nýtur trausts og er vinur okkar. Í þeirri vináttu á að felast virðing fyrir reglum lýðræðis okkar og þingræðis. Við þurfum heiðarlega, heilsteypta manneskju sem styður okkur og stendur með á erfiðum stundum og gleðst með okkur þegar vel gengur. Sem leggur áherslu á væntumþykju, náungakærleik og jafnrétti og minnir okkur stöðugt á grunngildi mannlegrar reisnar. Forseta sem sýnir okkur að við séum ein þjóð þótt við höfum ólíkar skoðanir. Sem er þjóðhöfðingi allra, ekki bara sumra. Margir þeirra sem þegar hafa gegnt embætti forseta Íslands hafa borið gæfu til að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það hefur kannski ekki alltaf verið auðvelt en flestum hefur tekist það. Eftir erfitt tímabil þar sem reiði og biturð hafa náð tökum á fólki, þar sem flokkadrættir og sundrund ógna lífsgleði okkar, er kominn tími fyrir aðrar áherslur. Við erum lítil þjóð og eigum að geta lifað sátt og sæl í góðu landi. Nú þurfum við á því að halda að vinna saman og hafa gaman af því. Ekki meira sundurlyndi, forðumst drullupytti og skítkast. Það er von mín og trú að íslenska þjóðin beri gæfu til að velja sér forseta sem hún ber virðingu fyrir og sameinar þjóðina. Næsti forseti okkar á að vera einlæg manneskja með góða dómgreind, heiðarleg og réttlát, þrautgóð á raunastundu, hugmyndarík og létt í lund. Sem getur lyft okkur upp yfir þrasið og flokkadrættina, stutt okkur á erfiðum stundum og glaðst með okkur á góðum degi. Við þurfum menningarlegan forseta en ekki pólitískan, forseta sem drífur okkur upp úr sundrunginni og hjálpar okkur að horfa björtum augum til framtíðar. Við erum svo heppin að slíkur kostur er einmitt í boði. Þóra Arnórsdóttir er ung, klár og dugleg kona með mikla reynslu. Hún býðst til að gegna þessu hlutverki og hún smellpassar í það. Það er bjart yfir henni og framtíðin brosir við okkur. Þóra er rétta manneskjan á Bessastaði.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun