Stuðningsgrein: Lýðræði er alltaf svarið Inga Sigrún Atladóttir skrifar 4. júní 2012 10:30 Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi hefur einstaka innsýn í valdaþræði íslensks samfélags. Herdís er samt sem áður ekki dómhörð og tekur sér ekki stöðu gegn fyrirtækjum og fjármagnseigendum heldur talar opinskátt um það sem þarf að breytast. Ég held að næmni hennar á íslenskt samfélag sé ekki tilviljun. Hún ólst upp með hernum á Keflavíkurflugvelli og hún hefur tengsl inn í innsta kjarna sjálfstæðisflokksins. Þessa innsýn hefur Herdís nýtt sér til að taka eindregna afstöðu gegn sterkum hagsmunaaðilum og þeim sem vinna gegn grundvallarmannréttindum. Áherslur Herdísar Þorgeirsdóttir í forsetabaráttunni eru: lýðræðisleg umræða, gagnsæi og takmörkun á valdi peninganna. Einkunnarorð framboðsins eru "Lýðræði er alltaf svarið". Ég var fyrst kjörin í sveitarstjórn 2006 og sú reynsla hefur sannfært mig um að Ísland þurfi á lýðræðislegum umbótum að halda. Spilling, yfirdrifin hagsmunagæsla, hótanir og mútur eru því miður staðreynd á Íslandi. Áður en ég fór að taka þátt í pólitík hélt ég að umræðan um tengsl stjórnmálamanna og hagsmunahópa væru orðum auknar. En því miður er það ekki þannig. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Ísland er lítið og með vitundarvakningu og öflugri umræðu getum við breytt þessu. Stjórnmál eiga að stjórnast af hugsjónum og almannahagsmunum en ekki af stundargróða og sérhagsmunum. Þjóðmálaumræða ætti að beinast að því að finna raunverulega hagsmuni í umræðunni og spyrja sig um raunverulega hvata að baki málflutningi manna. Flestir íslendingar eru orðnir yfir sig þreyttir á deilum um hrunið og afleiðingar þess. En þrátt fyrir það megum við ekki gleyma, við verðum að ljúka við að vinna úr þeim staðreyndum sem hrunið leiddi í ljós. Við þurfum að horfast í augu við þá samfélagsgerð sem það opinberaði og viðurkenna þau vinnubrögð sem fengu að þróast í okkar lýðræðislega umhverfi. Við þurfum að koma sterk út úr umræðunni og halda bjartsýn áfram uppbyggingu landsins. Þá vegferð getur Herdís Þorgeirsdóttir leitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi hefur einstaka innsýn í valdaþræði íslensks samfélags. Herdís er samt sem áður ekki dómhörð og tekur sér ekki stöðu gegn fyrirtækjum og fjármagnseigendum heldur talar opinskátt um það sem þarf að breytast. Ég held að næmni hennar á íslenskt samfélag sé ekki tilviljun. Hún ólst upp með hernum á Keflavíkurflugvelli og hún hefur tengsl inn í innsta kjarna sjálfstæðisflokksins. Þessa innsýn hefur Herdís nýtt sér til að taka eindregna afstöðu gegn sterkum hagsmunaaðilum og þeim sem vinna gegn grundvallarmannréttindum. Áherslur Herdísar Þorgeirsdóttir í forsetabaráttunni eru: lýðræðisleg umræða, gagnsæi og takmörkun á valdi peninganna. Einkunnarorð framboðsins eru "Lýðræði er alltaf svarið". Ég var fyrst kjörin í sveitarstjórn 2006 og sú reynsla hefur sannfært mig um að Ísland þurfi á lýðræðislegum umbótum að halda. Spilling, yfirdrifin hagsmunagæsla, hótanir og mútur eru því miður staðreynd á Íslandi. Áður en ég fór að taka þátt í pólitík hélt ég að umræðan um tengsl stjórnmálamanna og hagsmunahópa væru orðum auknar. En því miður er það ekki þannig. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Ísland er lítið og með vitundarvakningu og öflugri umræðu getum við breytt þessu. Stjórnmál eiga að stjórnast af hugsjónum og almannahagsmunum en ekki af stundargróða og sérhagsmunum. Þjóðmálaumræða ætti að beinast að því að finna raunverulega hagsmuni í umræðunni og spyrja sig um raunverulega hvata að baki málflutningi manna. Flestir íslendingar eru orðnir yfir sig þreyttir á deilum um hrunið og afleiðingar þess. En þrátt fyrir það megum við ekki gleyma, við verðum að ljúka við að vinna úr þeim staðreyndum sem hrunið leiddi í ljós. Við þurfum að horfast í augu við þá samfélagsgerð sem það opinberaði og viðurkenna þau vinnubrögð sem fengu að þróast í okkar lýðræðislega umhverfi. Við þurfum að koma sterk út úr umræðunni og halda bjartsýn áfram uppbyggingu landsins. Þá vegferð getur Herdís Þorgeirsdóttir leitt.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar