Stuðningsgrein: Að hafa áhrif á samfélag sitt Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2012 16:00 Margir kjósa að hafa áhrif á samfélagið og finna því farveg í gegnum hin ýmsu félagasamtök. Ég er ein af þeim. Ég hef haft áhrif á nær- og fjærsamfélag með því að starfa með Rauða krossinum, Norræna félaginu, Femínistafélagi Íslands og foreldrafélögum leik- og grunnskóla barna minna. Sumir gera þetta í gegnum flokkspólitísk félög. Það er ekkert skrítið við að það fólk sem vill hafa áhrif á samfélag sitt sé áberandi í kringum frambjóðendur til forseta, jafnvel fólk sem hefur reynslu af að starfa í kringum framboð og kosningar, fólk sem nú eða áður hefur tekið þátt í flokkspólitísku starfi. Það er þó ekki hægt að segja að það sé einslitt landslag af fólki sem starfar með tilteknum frambjóðendum, allir frambjóðendur leita leynt og ljóst til fólks með reynslu, eðlilega. Sumir hafa eigin reynslu af framboði á öðrum vettvangi, svo sem innan frjálsra félagasamtaka og einn frambjóðandi reynslu af forsetaframboði. Að stimpla eitt framboð fremur en annað með flokksstimpli þegar þar má finna fólk úr öllum flokkum er ósanngjarnt. Engum dettur í hug að stimpla framboðið foreldrafélagi tiltekins skóla sem ég starfa með, þó ég sé stuðningskona þess. Sem betur fer á forseti Íslands ekki að standa í kappræðum um pólitísk þrætumál. Það er ekki merki um skoðanaleysi að hafa ekki gert upp hug sinn varðandi ESB þegar enginn samningur liggur fyrir. Og það ber vott um virðingu fyrir lýðræði að gefa ekki upp skoðanir á flokkspólitískum málum, heldur benda á hvað sameinar þjóðina. Kappræður eru ekki rétti vettvangurinn að velja forseta útfrá, þó það kunni að vera eðlilegt þegar valið er milli pólitískra frambjóðenda í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Betra er að hlýða á ávörp, lesa ræður og velja útfrá því. Forseti þarf ekki að hugsa hratt heldur yfirvegað. Þess vegna skipta gildi og nærvera meira máli en snjallasta svarið, að tala mest, grípa framí fyrir öðrum og taka yfir stjórn umræðuþátta. Ég vel minn forsetaframbjóðanda með því að athuga með hverjum finn ég samhljóm en ekki hvaða frambjóðandi skýtur fastast að öðrum frambjóðendum og spælir flesta. Sumt fólk kallar eftir sterkum leiðtoga. Til hvers? Svo við þurfum ekki að hugsa sjálf? Taka gagnrýnislítið við leiðbeiningum frá öðrum? Gerðum við ekki nóg af því í aðdraganda hrunsins og sitjum sjálf uppi með greiðslur af óráðsíu sterkra leiðtoga á sviði viðskipta og stjórnmála? Sem varði sparifé í bönkum en ekki sparifé í íbúðaeignum, svo að fámennur hluti eignafólks hélt sínu en megin þorrinn situr uppi með stökkbreytt húsnæðislán. Þá höfðum við sterka leiðtoga. Ég hef ekki efni á fleiri slíkum skellum í bráð. Ég ber ábyrgð á þeim sem ég kaus til alþingis þá, nú og bráðum. Það verða alþingiskosningar innan 10 mánaða frá því að nýtt kjörtímabil forseta hefst. Ég treysti mér og öðrum til að kjósa til alþingis fólk sem við treystum og ég þarf ekki að kjósa forseta sem passar mig fyrir fólkinu sem ég kýs til alþingis, þá ábyrgð verð ég að bera sjálf. Það erum við hin sömu sem kjósum hvoru tveggja, forseta og alþingi. Ég vil forseta sem ég tel getað samsamað sig fólki og aðstæðum þess. Ég vil forseta sem þykir vænt um fólk. Ég vel Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Margir kjósa að hafa áhrif á samfélagið og finna því farveg í gegnum hin ýmsu félagasamtök. Ég er ein af þeim. Ég hef haft áhrif á nær- og fjærsamfélag með því að starfa með Rauða krossinum, Norræna félaginu, Femínistafélagi Íslands og foreldrafélögum leik- og grunnskóla barna minna. Sumir gera þetta í gegnum flokkspólitísk félög. Það er ekkert skrítið við að það fólk sem vill hafa áhrif á samfélag sitt sé áberandi í kringum frambjóðendur til forseta, jafnvel fólk sem hefur reynslu af að starfa í kringum framboð og kosningar, fólk sem nú eða áður hefur tekið þátt í flokkspólitísku starfi. Það er þó ekki hægt að segja að það sé einslitt landslag af fólki sem starfar með tilteknum frambjóðendum, allir frambjóðendur leita leynt og ljóst til fólks með reynslu, eðlilega. Sumir hafa eigin reynslu af framboði á öðrum vettvangi, svo sem innan frjálsra félagasamtaka og einn frambjóðandi reynslu af forsetaframboði. Að stimpla eitt framboð fremur en annað með flokksstimpli þegar þar má finna fólk úr öllum flokkum er ósanngjarnt. Engum dettur í hug að stimpla framboðið foreldrafélagi tiltekins skóla sem ég starfa með, þó ég sé stuðningskona þess. Sem betur fer á forseti Íslands ekki að standa í kappræðum um pólitísk þrætumál. Það er ekki merki um skoðanaleysi að hafa ekki gert upp hug sinn varðandi ESB þegar enginn samningur liggur fyrir. Og það ber vott um virðingu fyrir lýðræði að gefa ekki upp skoðanir á flokkspólitískum málum, heldur benda á hvað sameinar þjóðina. Kappræður eru ekki rétti vettvangurinn að velja forseta útfrá, þó það kunni að vera eðlilegt þegar valið er milli pólitískra frambjóðenda í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Betra er að hlýða á ávörp, lesa ræður og velja útfrá því. Forseti þarf ekki að hugsa hratt heldur yfirvegað. Þess vegna skipta gildi og nærvera meira máli en snjallasta svarið, að tala mest, grípa framí fyrir öðrum og taka yfir stjórn umræðuþátta. Ég vel minn forsetaframbjóðanda með því að athuga með hverjum finn ég samhljóm en ekki hvaða frambjóðandi skýtur fastast að öðrum frambjóðendum og spælir flesta. Sumt fólk kallar eftir sterkum leiðtoga. Til hvers? Svo við þurfum ekki að hugsa sjálf? Taka gagnrýnislítið við leiðbeiningum frá öðrum? Gerðum við ekki nóg af því í aðdraganda hrunsins og sitjum sjálf uppi með greiðslur af óráðsíu sterkra leiðtoga á sviði viðskipta og stjórnmála? Sem varði sparifé í bönkum en ekki sparifé í íbúðaeignum, svo að fámennur hluti eignafólks hélt sínu en megin þorrinn situr uppi með stökkbreytt húsnæðislán. Þá höfðum við sterka leiðtoga. Ég hef ekki efni á fleiri slíkum skellum í bráð. Ég ber ábyrgð á þeim sem ég kaus til alþingis þá, nú og bráðum. Það verða alþingiskosningar innan 10 mánaða frá því að nýtt kjörtímabil forseta hefst. Ég treysti mér og öðrum til að kjósa til alþingis fólk sem við treystum og ég þarf ekki að kjósa forseta sem passar mig fyrir fólkinu sem ég kýs til alþingis, þá ábyrgð verð ég að bera sjálf. Það erum við hin sömu sem kjósum hvoru tveggja, forseta og alþingi. Ég vil forseta sem ég tel getað samsamað sig fólki og aðstæðum þess. Ég vil forseta sem þykir vænt um fólk. Ég vel Þóru.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun