Stuðningsgrein: Að hafa áhrif á samfélag sitt Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2012 16:00 Margir kjósa að hafa áhrif á samfélagið og finna því farveg í gegnum hin ýmsu félagasamtök. Ég er ein af þeim. Ég hef haft áhrif á nær- og fjærsamfélag með því að starfa með Rauða krossinum, Norræna félaginu, Femínistafélagi Íslands og foreldrafélögum leik- og grunnskóla barna minna. Sumir gera þetta í gegnum flokkspólitísk félög. Það er ekkert skrítið við að það fólk sem vill hafa áhrif á samfélag sitt sé áberandi í kringum frambjóðendur til forseta, jafnvel fólk sem hefur reynslu af að starfa í kringum framboð og kosningar, fólk sem nú eða áður hefur tekið þátt í flokkspólitísku starfi. Það er þó ekki hægt að segja að það sé einslitt landslag af fólki sem starfar með tilteknum frambjóðendum, allir frambjóðendur leita leynt og ljóst til fólks með reynslu, eðlilega. Sumir hafa eigin reynslu af framboði á öðrum vettvangi, svo sem innan frjálsra félagasamtaka og einn frambjóðandi reynslu af forsetaframboði. Að stimpla eitt framboð fremur en annað með flokksstimpli þegar þar má finna fólk úr öllum flokkum er ósanngjarnt. Engum dettur í hug að stimpla framboðið foreldrafélagi tiltekins skóla sem ég starfa með, þó ég sé stuðningskona þess. Sem betur fer á forseti Íslands ekki að standa í kappræðum um pólitísk þrætumál. Það er ekki merki um skoðanaleysi að hafa ekki gert upp hug sinn varðandi ESB þegar enginn samningur liggur fyrir. Og það ber vott um virðingu fyrir lýðræði að gefa ekki upp skoðanir á flokkspólitískum málum, heldur benda á hvað sameinar þjóðina. Kappræður eru ekki rétti vettvangurinn að velja forseta útfrá, þó það kunni að vera eðlilegt þegar valið er milli pólitískra frambjóðenda í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Betra er að hlýða á ávörp, lesa ræður og velja útfrá því. Forseti þarf ekki að hugsa hratt heldur yfirvegað. Þess vegna skipta gildi og nærvera meira máli en snjallasta svarið, að tala mest, grípa framí fyrir öðrum og taka yfir stjórn umræðuþátta. Ég vel minn forsetaframbjóðanda með því að athuga með hverjum finn ég samhljóm en ekki hvaða frambjóðandi skýtur fastast að öðrum frambjóðendum og spælir flesta. Sumt fólk kallar eftir sterkum leiðtoga. Til hvers? Svo við þurfum ekki að hugsa sjálf? Taka gagnrýnislítið við leiðbeiningum frá öðrum? Gerðum við ekki nóg af því í aðdraganda hrunsins og sitjum sjálf uppi með greiðslur af óráðsíu sterkra leiðtoga á sviði viðskipta og stjórnmála? Sem varði sparifé í bönkum en ekki sparifé í íbúðaeignum, svo að fámennur hluti eignafólks hélt sínu en megin þorrinn situr uppi með stökkbreytt húsnæðislán. Þá höfðum við sterka leiðtoga. Ég hef ekki efni á fleiri slíkum skellum í bráð. Ég ber ábyrgð á þeim sem ég kaus til alþingis þá, nú og bráðum. Það verða alþingiskosningar innan 10 mánaða frá því að nýtt kjörtímabil forseta hefst. Ég treysti mér og öðrum til að kjósa til alþingis fólk sem við treystum og ég þarf ekki að kjósa forseta sem passar mig fyrir fólkinu sem ég kýs til alþingis, þá ábyrgð verð ég að bera sjálf. Það erum við hin sömu sem kjósum hvoru tveggja, forseta og alþingi. Ég vil forseta sem ég tel getað samsamað sig fólki og aðstæðum þess. Ég vil forseta sem þykir vænt um fólk. Ég vel Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Margir kjósa að hafa áhrif á samfélagið og finna því farveg í gegnum hin ýmsu félagasamtök. Ég er ein af þeim. Ég hef haft áhrif á nær- og fjærsamfélag með því að starfa með Rauða krossinum, Norræna félaginu, Femínistafélagi Íslands og foreldrafélögum leik- og grunnskóla barna minna. Sumir gera þetta í gegnum flokkspólitísk félög. Það er ekkert skrítið við að það fólk sem vill hafa áhrif á samfélag sitt sé áberandi í kringum frambjóðendur til forseta, jafnvel fólk sem hefur reynslu af að starfa í kringum framboð og kosningar, fólk sem nú eða áður hefur tekið þátt í flokkspólitísku starfi. Það er þó ekki hægt að segja að það sé einslitt landslag af fólki sem starfar með tilteknum frambjóðendum, allir frambjóðendur leita leynt og ljóst til fólks með reynslu, eðlilega. Sumir hafa eigin reynslu af framboði á öðrum vettvangi, svo sem innan frjálsra félagasamtaka og einn frambjóðandi reynslu af forsetaframboði. Að stimpla eitt framboð fremur en annað með flokksstimpli þegar þar má finna fólk úr öllum flokkum er ósanngjarnt. Engum dettur í hug að stimpla framboðið foreldrafélagi tiltekins skóla sem ég starfa með, þó ég sé stuðningskona þess. Sem betur fer á forseti Íslands ekki að standa í kappræðum um pólitísk þrætumál. Það er ekki merki um skoðanaleysi að hafa ekki gert upp hug sinn varðandi ESB þegar enginn samningur liggur fyrir. Og það ber vott um virðingu fyrir lýðræði að gefa ekki upp skoðanir á flokkspólitískum málum, heldur benda á hvað sameinar þjóðina. Kappræður eru ekki rétti vettvangurinn að velja forseta útfrá, þó það kunni að vera eðlilegt þegar valið er milli pólitískra frambjóðenda í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Betra er að hlýða á ávörp, lesa ræður og velja útfrá því. Forseti þarf ekki að hugsa hratt heldur yfirvegað. Þess vegna skipta gildi og nærvera meira máli en snjallasta svarið, að tala mest, grípa framí fyrir öðrum og taka yfir stjórn umræðuþátta. Ég vel minn forsetaframbjóðanda með því að athuga með hverjum finn ég samhljóm en ekki hvaða frambjóðandi skýtur fastast að öðrum frambjóðendum og spælir flesta. Sumt fólk kallar eftir sterkum leiðtoga. Til hvers? Svo við þurfum ekki að hugsa sjálf? Taka gagnrýnislítið við leiðbeiningum frá öðrum? Gerðum við ekki nóg af því í aðdraganda hrunsins og sitjum sjálf uppi með greiðslur af óráðsíu sterkra leiðtoga á sviði viðskipta og stjórnmála? Sem varði sparifé í bönkum en ekki sparifé í íbúðaeignum, svo að fámennur hluti eignafólks hélt sínu en megin þorrinn situr uppi með stökkbreytt húsnæðislán. Þá höfðum við sterka leiðtoga. Ég hef ekki efni á fleiri slíkum skellum í bráð. Ég ber ábyrgð á þeim sem ég kaus til alþingis þá, nú og bráðum. Það verða alþingiskosningar innan 10 mánaða frá því að nýtt kjörtímabil forseta hefst. Ég treysti mér og öðrum til að kjósa til alþingis fólk sem við treystum og ég þarf ekki að kjósa forseta sem passar mig fyrir fólkinu sem ég kýs til alþingis, þá ábyrgð verð ég að bera sjálf. Það erum við hin sömu sem kjósum hvoru tveggja, forseta og alþingi. Ég vil forseta sem ég tel getað samsamað sig fólki og aðstæðum þess. Ég vil forseta sem þykir vænt um fólk. Ég vel Þóru.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun