Stuðningsgrein: Jóna og séra Jón Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar 27. júní 2012 21:00 Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar tekið afstöðu með einhverjum frambjóðenda til forseta. Þúsundir vinna að framboði og reyna að fá fleiri til fylgis. Þeir eru alls konar. Sumir eru skráðir í pólitískan flokk, sumir þola ekki pólitík. Margir punga út aur í kosningasjóði enda kosta ferðir og auglýsingar sitt. Flestir frambjóðendur borga brúsann að hluta til sjálfir og fá afganginn úr kosningasjóði. Sumir hafa sett þak á eyðsluna. En þetta er ójafn leikur. Einn frambjóðandi hefur sérstöðu. Hann heyr sína baráttu á ríflegum launum frá okkur öllum á meðan keppinautar hans verða að gera hlé á brauðstritinu og leita eftir stuðningi frá almenningi eða steypa sér í skuldir. Hann ferðast á milli kjördæma á launum frá ríkinu, heldur ræður og hittir fólk. Hann er forsetinn og vill endilega halda áfram að vera forseti. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann talaði yfir fiskvinnslufólki í Grindavík og reyndi að ýta undir ríg á milli landsbyggðar og borgar um leið og hann talaði niður alþingismennina okkar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að einn sterkasti mótframbjóðandinn væri skrautdúkka og laug vísvitandi upp á eiginmann hennar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að hann væri sá eini sem gæti stöðvað ríkisstjórnina í að framselja sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta er maðurinn sem var á launum frá okkur þegar hann reyndi að sannfæra erlenda ráðamenn um ágæti íslenskra fjárglæframanna löngu eftir að í óefni var komið. Reyndar hefur hann verið ótrúlega lengi á launum hjá þjóðinni. Hann var áður þingmaður (formaður um skeið) og fjármálaráðherra fyrir Alþýðubandalagið en það var löngu eftir að hann hrökklaðist úr Framsóknarflokknum úrkula vonar um að komast þar til valda. Hann hefur því starfað meira og minna í pólitíska geiranum. Í ljósi þessa er ótrúlegt að það séu einmitt stuðningsmenn Ólafs sem hafa talað mest um að kosningabarátta Þóru Arnórsdóttur sé af pólitískum toga og borguð af hagsmunaaðilum. Á heimasíðu framboðs Þóru er gefið upp að 93% framlaga koma frá einstaklingum, flest á bilinu 3 til 5 þúsund krónur. Fimm framlög eru á milli 200 – 400 þúsund krónur. Mér er til efs að hægt sé að kaupa neitunarvald forseta fyrir 400 þúsund. Það er hins vegar rétt hjá þeim að framboð Þóru sé kostað af hagsmunaaðilum. Það er fólk eins og ég og þú af því að hagsmunum okkar er einmitt betur borgið með nýjan forseta. Forseta sem hefur aðra forgangsröðun, er ekki búinn að brenna brýrnar að baki sér og hefur ekki skipað sér í flokk með einum eða neinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tugþúsundir Íslendinga hafa þegar tekið afstöðu með einhverjum frambjóðenda til forseta. Þúsundir vinna að framboði og reyna að fá fleiri til fylgis. Þeir eru alls konar. Sumir eru skráðir í pólitískan flokk, sumir þola ekki pólitík. Margir punga út aur í kosningasjóði enda kosta ferðir og auglýsingar sitt. Flestir frambjóðendur borga brúsann að hluta til sjálfir og fá afganginn úr kosningasjóði. Sumir hafa sett þak á eyðsluna. En þetta er ójafn leikur. Einn frambjóðandi hefur sérstöðu. Hann heyr sína baráttu á ríflegum launum frá okkur öllum á meðan keppinautar hans verða að gera hlé á brauðstritinu og leita eftir stuðningi frá almenningi eða steypa sér í skuldir. Hann ferðast á milli kjördæma á launum frá ríkinu, heldur ræður og hittir fólk. Hann er forsetinn og vill endilega halda áfram að vera forseti. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann talaði yfir fiskvinnslufólki í Grindavík og reyndi að ýta undir ríg á milli landsbyggðar og borgar um leið og hann talaði niður alþingismennina okkar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að einn sterkasti mótframbjóðandinn væri skrautdúkka og laug vísvitandi upp á eiginmann hennar. Hann var á launum frá mér og þér þegar hann gaf í skyn að hann væri sá eini sem gæti stöðvað ríkisstjórnina í að framselja sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta er maðurinn sem var á launum frá okkur þegar hann reyndi að sannfæra erlenda ráðamenn um ágæti íslenskra fjárglæframanna löngu eftir að í óefni var komið. Reyndar hefur hann verið ótrúlega lengi á launum hjá þjóðinni. Hann var áður þingmaður (formaður um skeið) og fjármálaráðherra fyrir Alþýðubandalagið en það var löngu eftir að hann hrökklaðist úr Framsóknarflokknum úrkula vonar um að komast þar til valda. Hann hefur því starfað meira og minna í pólitíska geiranum. Í ljósi þessa er ótrúlegt að það séu einmitt stuðningsmenn Ólafs sem hafa talað mest um að kosningabarátta Þóru Arnórsdóttur sé af pólitískum toga og borguð af hagsmunaaðilum. Á heimasíðu framboðs Þóru er gefið upp að 93% framlaga koma frá einstaklingum, flest á bilinu 3 til 5 þúsund krónur. Fimm framlög eru á milli 200 – 400 þúsund krónur. Mér er til efs að hægt sé að kaupa neitunarvald forseta fyrir 400 þúsund. Það er hins vegar rétt hjá þeim að framboð Þóru sé kostað af hagsmunaaðilum. Það er fólk eins og ég og þú af því að hagsmunum okkar er einmitt betur borgið með nýjan forseta. Forseta sem hefur aðra forgangsröðun, er ekki búinn að brenna brýrnar að baki sér og hefur ekki skipað sér í flokk með einum eða neinum.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun