Stuðningsgrein vegna framboðs Herdísar Þorgeirsdóttur Vigdís Grímsdóttir skrifar 27. júní 2012 15:30 Og þá er best að koma sér beint að efninu en vera ekkert að læðast í kringum hlutina með alls konar dæmisögum og hinu og þessu sem hugsanlega er fyndið og skemmtilegt. Ég segi bara stutt og laggott frá því sem stendur hjarta mínu næst og það hljómar svona: Ég kýs Herdísi vegna þess að hún er glöð og sönn og einlæg og af því að hún segir alltaf það sem henni finnst. Og ég kýs hana vegna þess að hún er ástríðufull og heil og gerir alltaf það sem hún segist ætla að gera. Og svo kýs ég Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem veit hvað raunverulegt jafnrétti er. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún á engin leyndarmál, getur verið hún sjálf og lætur aldrei einsog hún sé fullkomin. Ég kýs konu sem veit að lýðræðið er það sem við verðum að berjast fyrir og hún mun standa og falla með því. Og ég kýs Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem snýr aldrei baki við sannleikanum. Ég kýs Herdísi vegna þess að mig langar ekki í neitt næstum því, mig langar ekki til að forsetinn geti næstum því sagt hvað honum finnst, geti næstum því lagt heiður sinn að veði, geti næstum því kinnroðalaust borið höfuðið hátt. Og ég er viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá Herdísi verði hún kjörin. Ég kýs konu sem stendur keik og afneitar peningavaldinu. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún treystir hvorki á klíkur né kónga og mun aldrei gera það, hún styður mannréttindi allra en ekki sumra, gerir sér grein fyrir hættum fátæktar og annarra hlekkja og vill leggja sitt að veði til að breyta óréttlætinu. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá Herdísi verði hún kjörin. Ég kýs konu sem er réttsýn og vill stuðla að raunverulegu jafnræði allra Íslendinga. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún “vill öllum í húsinu vel” og ég þekki hana af því að standa við orð sín og leika aldrei aðra manneskju en hún er. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem mun sitja stolt, sjálfstæð á Bessastöðum. Ég kýs Herdísi Þorgeirsdóttur sem virðir fólkið í landinu - og vill vinna okkur vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Og þá er best að koma sér beint að efninu en vera ekkert að læðast í kringum hlutina með alls konar dæmisögum og hinu og þessu sem hugsanlega er fyndið og skemmtilegt. Ég segi bara stutt og laggott frá því sem stendur hjarta mínu næst og það hljómar svona: Ég kýs Herdísi vegna þess að hún er glöð og sönn og einlæg og af því að hún segir alltaf það sem henni finnst. Og ég kýs hana vegna þess að hún er ástríðufull og heil og gerir alltaf það sem hún segist ætla að gera. Og svo kýs ég Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem veit hvað raunverulegt jafnrétti er. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún á engin leyndarmál, getur verið hún sjálf og lætur aldrei einsog hún sé fullkomin. Ég kýs konu sem veit að lýðræðið er það sem við verðum að berjast fyrir og hún mun standa og falla með því. Og ég kýs Herdísi vegna þess að það mun enginn maður eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem snýr aldrei baki við sannleikanum. Ég kýs Herdísi vegna þess að mig langar ekki í neitt næstum því, mig langar ekki til að forsetinn geti næstum því sagt hvað honum finnst, geti næstum því lagt heiður sinn að veði, geti næstum því kinnroðalaust borið höfuðið hátt. Og ég er viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá Herdísi verði hún kjörin. Ég kýs konu sem stendur keik og afneitar peningavaldinu. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún treystir hvorki á klíkur né kónga og mun aldrei gera það, hún styður mannréttindi allra en ekki sumra, gerir sér grein fyrir hættum fátæktar og annarra hlekkja og vill leggja sitt að veði til að breyta óréttlætinu. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá Herdísi verði hún kjörin. Ég kýs konu sem er réttsýn og vill stuðla að raunverulegu jafnræði allra Íslendinga. Ég kýs Herdísi vegna þess að hún “vill öllum í húsinu vel” og ég þekki hana af því að standa við orð sín og leika aldrei aðra manneskju en hún er. Og svo er ég viss um að það mun enginn eiga neitt inni hjá henni verði hún kjörin. Ég kýs konu sem mun sitja stolt, sjálfstæð á Bessastöðum. Ég kýs Herdísi Þorgeirsdóttur sem virðir fólkið í landinu - og vill vinna okkur vel.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar