Stuðningsgrein: Forsetinn er sunnudagur Hallgrímur Helgason skrifar 26. júní 2012 11:30 Konan mín sagði við mig: „Svei mér þá. Ég held það sé bara í fyrsta sinn núna sem ég get kosið það sama og vinkonur mínar.“ Hún á dáldið skrautlegar vinkonur. Sumar sveiflast og aðrar eru pikkfastar á hinum bakkanum, svona eins og við erum dáldið föst á bakkanum hérna megin. En á laugardaginn kemur ætlum við að sameinast, mætast á miðri leið, byggja brú og kjósa það sama. „Og mér finnst það alveg frábært,“ bætti konan mín við. Já, er það ekki gleðilegt, og er það ekki eitthvað sem við þurfum akkúrat núna? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist að byggja þessa brú yfir átakafljótið og rifrildisána Deilukvísl? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist loksins manneskja sem stendur ofan við og hefur sig upp yfir, manneskja sem þekkir og getur rætt við fólkið beggja megin fljóts og komið fram með hugsanir sem höfða til beggja hópa, hugsanir sem lyfta okkur upp úr karpi vanans, hugsanir sem sameina? Að okkur bjóðist manneskja sem gæti orðið… forseti. Eða var það ekki upphaflega meiningin með þessu embætti? Að forsetinn væri eins og fáni, sem allir Íslendingar gætu hugsað sér að draga að sínum húni. Ekki bara „útgerðarmaðurinn“, ekki bara „samfylkingarkonan“, „öfgafemínistinn“ eða „símaröddin á Útvarpi Sögu“, heldur allir. Við þurfum ekki að tala um hrunið, kvótann og Icesave á sunnudögum líka. Við megum alveg gefa sjálfum okkur frí, einn dag í viku. Forsetinn er sunnudagur. Og þess vegna passar kannski ekki alveg að kjósa þriðjudag í embættið, með öllu því hversdagsþrasi sem fylgir. Sitjandi forseti er búinn að fara svo marga hringi um huga okkar að við eigum ekki lengur skýra mynd af honum, vitum ekki hvar við höfum hann. Sum okkar kusu hann, sum voru sátt við hann, á tímabili, ósátt við hann á öðru, ánægð með hann í fjölmiðlamáli, hissa á honum í einkaþotu, hrifin af honum í Icesave, gargandi á hann í Icesave, örmagna yfir ósamkvæmni hans og geispandi yfir leikritum í ársbyrjun, gapandi yfir óstaðfestunni. (Mér er sem ég heyri í honum eftir kosningaósigur á laugardaginn: „Nei, það er alls ekki rétt, og mikill misskilningur í ykkur fréttamönnum að ég hafi verið hér í forsetaframboði. Ég sagði það aldrei. Ég var hér einungis að leiða gamla nemendur mína í gegnum forsetaframboð…“) Þótt hann hafi í embætti sínu vanrækt baráttu og sigra samkynhneigðra er hann í raun fyrsti regnbogaforsetinn okkar. Gulur í fyrra, rauður í gær, grænn í dag, blár á morgun… Þetta veldur því að hann veit í raun ekki lengur sjálfur hvar hann stendur. Vill bara fá að sitja áfram. Sitja áfram útí miðri á og hlýða á okkur hrópa á hann frá sitthvorum bakkanum, kondu hingað! Nei, til okkar! Við þurfum ekki frekari hróp og köll og forseta í stríðum straumi, með vatnið upp að mitti. Við þurfum að byggja brú og mynda, þótt ekki væri nema á einum stað á landinu, frið og sátt — gera Bessastaði að besta stað. Og þá býðst okkur Þóra, ung, glæsileg og gáfuð kona, sem getur bæði gefið á brjóst og talað blaðlaust sama kvöldið, er jafn vel heima á Vestfjörðum og í Washington, við Bláfell og í Bologna, er sannkölluð heims- og heimamanneskja, vel menntuð, víðsýn og er að auki með doktorsgráðu í alþýðleika og góðri framkomu. Allt eru þetta óumdeildir hæfileikar og einmitt þeir sem við þurfum núna, eitthvað til að líta upp til, eitthvað sem lætur okkur hætta að mæna út í beljandi fljótið og hrópa, en lyftir augum okkar upp, á brúna. Brú Þóru Arnórsdóttur. Þegar maður heyrir Þóru tala finnur maður að hennar er hinn rétti tónn, akkúrat svona viljum við að forsetinn tali. Á hófstilltum og ögn hátíðlegum nótum, upplyftandi og án öfga, án æsings, án afgerandi lausna. Af slíku tali höfum við nóg. Þvert á móti þurfum við opinn hug, yfirvegun og þor til að sýna sátt. Ekki tala niður í strauminn. Ekki tala gegn straumnum eða með honum, heldur yfir hann. Tala í setningum sem höfða til beggja hópa, tala í brú. Þannig talar Þóra. Forsetinn á að vera fáni. Sem blaktir í vindum tímans en hangir ekki alla daga fyrir utan húsið. Og ef hann er farinn að gulna er keyptur nýr. Hann á að vera fáni og hann á að vera sunnudagur, vera til hátíðarbrigða, lyfta okkur upp, láta okkur skoða, fara með okkur á nýjan stað, í huganum. Við eigum ekki að þurfa að taka afstöðu til forsetans. Við eigum að vera sátt við hann og stolt af honum. Því forseti Íslands stjórnar ekki Þjóðarkórnum heldur er hann aðeins sá sem gefur honum tóninn. Og við þurfum einmitt forseta sem gefur tóninn en sendir hann ekki. Við þurfum smá frið og gleði, bjartsýni, víðsýni, pláss til að anda og standa upp. Við þurfum ljós. Við þurfum hlýju. Við þurfum Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Hallgrímur Helgason Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Konan mín sagði við mig: „Svei mér þá. Ég held það sé bara í fyrsta sinn núna sem ég get kosið það sama og vinkonur mínar.“ Hún á dáldið skrautlegar vinkonur. Sumar sveiflast og aðrar eru pikkfastar á hinum bakkanum, svona eins og við erum dáldið föst á bakkanum hérna megin. En á laugardaginn kemur ætlum við að sameinast, mætast á miðri leið, byggja brú og kjósa það sama. „Og mér finnst það alveg frábært,“ bætti konan mín við. Já, er það ekki gleðilegt, og er það ekki eitthvað sem við þurfum akkúrat núna? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist að byggja þessa brú yfir átakafljótið og rifrildisána Deilukvísl? Eigum við ekki að fagna því að okkur bjóðist loksins manneskja sem stendur ofan við og hefur sig upp yfir, manneskja sem þekkir og getur rætt við fólkið beggja megin fljóts og komið fram með hugsanir sem höfða til beggja hópa, hugsanir sem lyfta okkur upp úr karpi vanans, hugsanir sem sameina? Að okkur bjóðist manneskja sem gæti orðið… forseti. Eða var það ekki upphaflega meiningin með þessu embætti? Að forsetinn væri eins og fáni, sem allir Íslendingar gætu hugsað sér að draga að sínum húni. Ekki bara „útgerðarmaðurinn“, ekki bara „samfylkingarkonan“, „öfgafemínistinn“ eða „símaröddin á Útvarpi Sögu“, heldur allir. Við þurfum ekki að tala um hrunið, kvótann og Icesave á sunnudögum líka. Við megum alveg gefa sjálfum okkur frí, einn dag í viku. Forsetinn er sunnudagur. Og þess vegna passar kannski ekki alveg að kjósa þriðjudag í embættið, með öllu því hversdagsþrasi sem fylgir. Sitjandi forseti er búinn að fara svo marga hringi um huga okkar að við eigum ekki lengur skýra mynd af honum, vitum ekki hvar við höfum hann. Sum okkar kusu hann, sum voru sátt við hann, á tímabili, ósátt við hann á öðru, ánægð með hann í fjölmiðlamáli, hissa á honum í einkaþotu, hrifin af honum í Icesave, gargandi á hann í Icesave, örmagna yfir ósamkvæmni hans og geispandi yfir leikritum í ársbyrjun, gapandi yfir óstaðfestunni. (Mér er sem ég heyri í honum eftir kosningaósigur á laugardaginn: „Nei, það er alls ekki rétt, og mikill misskilningur í ykkur fréttamönnum að ég hafi verið hér í forsetaframboði. Ég sagði það aldrei. Ég var hér einungis að leiða gamla nemendur mína í gegnum forsetaframboð…“) Þótt hann hafi í embætti sínu vanrækt baráttu og sigra samkynhneigðra er hann í raun fyrsti regnbogaforsetinn okkar. Gulur í fyrra, rauður í gær, grænn í dag, blár á morgun… Þetta veldur því að hann veit í raun ekki lengur sjálfur hvar hann stendur. Vill bara fá að sitja áfram. Sitja áfram útí miðri á og hlýða á okkur hrópa á hann frá sitthvorum bakkanum, kondu hingað! Nei, til okkar! Við þurfum ekki frekari hróp og köll og forseta í stríðum straumi, með vatnið upp að mitti. Við þurfum að byggja brú og mynda, þótt ekki væri nema á einum stað á landinu, frið og sátt — gera Bessastaði að besta stað. Og þá býðst okkur Þóra, ung, glæsileg og gáfuð kona, sem getur bæði gefið á brjóst og talað blaðlaust sama kvöldið, er jafn vel heima á Vestfjörðum og í Washington, við Bláfell og í Bologna, er sannkölluð heims- og heimamanneskja, vel menntuð, víðsýn og er að auki með doktorsgráðu í alþýðleika og góðri framkomu. Allt eru þetta óumdeildir hæfileikar og einmitt þeir sem við þurfum núna, eitthvað til að líta upp til, eitthvað sem lætur okkur hætta að mæna út í beljandi fljótið og hrópa, en lyftir augum okkar upp, á brúna. Brú Þóru Arnórsdóttur. Þegar maður heyrir Þóru tala finnur maður að hennar er hinn rétti tónn, akkúrat svona viljum við að forsetinn tali. Á hófstilltum og ögn hátíðlegum nótum, upplyftandi og án öfga, án æsings, án afgerandi lausna. Af slíku tali höfum við nóg. Þvert á móti þurfum við opinn hug, yfirvegun og þor til að sýna sátt. Ekki tala niður í strauminn. Ekki tala gegn straumnum eða með honum, heldur yfir hann. Tala í setningum sem höfða til beggja hópa, tala í brú. Þannig talar Þóra. Forsetinn á að vera fáni. Sem blaktir í vindum tímans en hangir ekki alla daga fyrir utan húsið. Og ef hann er farinn að gulna er keyptur nýr. Hann á að vera fáni og hann á að vera sunnudagur, vera til hátíðarbrigða, lyfta okkur upp, láta okkur skoða, fara með okkur á nýjan stað, í huganum. Við eigum ekki að þurfa að taka afstöðu til forsetans. Við eigum að vera sátt við hann og stolt af honum. Því forseti Íslands stjórnar ekki Þjóðarkórnum heldur er hann aðeins sá sem gefur honum tóninn. Og við þurfum einmitt forseta sem gefur tóninn en sendir hann ekki. Við þurfum smá frið og gleði, bjartsýni, víðsýni, pláss til að anda og standa upp. Við þurfum ljós. Við þurfum hlýju. Við þurfum Þóru.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun