Stuðningsgrein: Frá fortíð til framtíðar Guðný Gústafsdóttir skrifar 25. júní 2012 21:00 Fyrir rúmlega þremur áratugum urðu skil í Íslandssögunni þegar Vigdís Finnbogadóttir gaf kost á sér til forseta. Í kosningabaráttunni áttu sér stað átök sem fólust í því að sögulegar hefðir tókust á við nýjungar. Aldrei fyrr hafði kona boðið sig fram til forseta á Íslandi. Háværar raddir þeirra sem töluðu gegn kosningu Vigdísar tíunduðu óspart sögulegt fordæmisleysi framboðsins. Þá þótti það heldur ekki sæma að einstæð móðir sæti á Bessastöðum. Fjölmiðlar kepptust við að spyrja forsetaefnið út í það hvernig í ósköpunum hún ætlaði að halda veislur og bjóða höfðingjum heim, einsömul manneskjan. Þá þótti hún ekki nógu frambærileg. Hún færi vel í sjónvarpi að kenna frönsku en lengra út í almannarýmið átti ekki að hleypa henni. Þau sem tóku þátt í meginstraums-orðræðunni í þá tíð, sem beindist gegn kosningu Vigdísar Finnbogadóttur, tóku þátt í að ríghalda í fortíðina, viðhalda úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna og sporna gegn framþróun. Þann 29. júní 1980 báru hinsvegar þau sigur úr býtum sem kusu ný sjónarmið, ný viðhorf og nýja ímynd til handa Íslandi. Í kosningabaráttunni í dag kveður við gamalkunna tóna. Í dag snýst baráttan aftur um gömul gildi og ný, fortíð og framtíð. Aftur þenur stór hluti þjóðarinnar raddböndin á móti breytingum. Í dag á konan í fararbroddi mann. Hún á bara ekki „réttan“ mann; hann á fortíð og er ekki heilagur. Aftur setur fólk spurningamerki við færni konunnar. Aftur telst hún fara vel í sjónvarpi að stýra spurningakeppni en það þykir ekki víst að henni farnist sem bústýra á Bessastöðum. Hún ætti að einbeita sér að eigin búi og börnum segja þau sem hunsa sameiginlega umsjá foreldra með börnum sínum og tala gegn raunverulegu jafnrétti kynjanna. Enn og aftur skal konunni ekki treyst fyrir æðsta embætti þjóðarinnar úti í hinu alþjóðlega rými. Með fullri virðingu fyrir öllum frambjóðendum þá stendur lokaslagurinn milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnórsdóttur. Karls sem er kominn á eftirlaun og konu í blóma lífsins. Ólafi Ragnari nægir þó ekki að vísa í eigið kyn til að halda völdum eins og talið var nægja fyrir þrjátíuogtveimur árum. Hann vísar til annarra og máttugri afla; óvissu og óstöðugleika. Ólafur talar beint inn í aldagamla hefð karllægs forræðis sem á úrslitastundu grípur til örþrifaráða í þeim tilgangi að ná eða halda völdum. Spurningin er ágæta þjóð hvort við viljum láta halda okkur á óttamottunni og í fortíðinni eða horfa til framtíðar. Hvort við viljum láta gamla drauga vofa yfir landinu eða kjósa nýja ímynd út á við. Ég kýs Þóru af því að hún er einfaldlega hæfasti frambjóðandinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmlega þremur áratugum urðu skil í Íslandssögunni þegar Vigdís Finnbogadóttir gaf kost á sér til forseta. Í kosningabaráttunni áttu sér stað átök sem fólust í því að sögulegar hefðir tókust á við nýjungar. Aldrei fyrr hafði kona boðið sig fram til forseta á Íslandi. Háværar raddir þeirra sem töluðu gegn kosningu Vigdísar tíunduðu óspart sögulegt fordæmisleysi framboðsins. Þá þótti það heldur ekki sæma að einstæð móðir sæti á Bessastöðum. Fjölmiðlar kepptust við að spyrja forsetaefnið út í það hvernig í ósköpunum hún ætlaði að halda veislur og bjóða höfðingjum heim, einsömul manneskjan. Þá þótti hún ekki nógu frambærileg. Hún færi vel í sjónvarpi að kenna frönsku en lengra út í almannarýmið átti ekki að hleypa henni. Þau sem tóku þátt í meginstraums-orðræðunni í þá tíð, sem beindist gegn kosningu Vigdísar Finnbogadóttur, tóku þátt í að ríghalda í fortíðina, viðhalda úreltum hugmyndum um hlutverk kynjanna og sporna gegn framþróun. Þann 29. júní 1980 báru hinsvegar þau sigur úr býtum sem kusu ný sjónarmið, ný viðhorf og nýja ímynd til handa Íslandi. Í kosningabaráttunni í dag kveður við gamalkunna tóna. Í dag snýst baráttan aftur um gömul gildi og ný, fortíð og framtíð. Aftur þenur stór hluti þjóðarinnar raddböndin á móti breytingum. Í dag á konan í fararbroddi mann. Hún á bara ekki „réttan“ mann; hann á fortíð og er ekki heilagur. Aftur setur fólk spurningamerki við færni konunnar. Aftur telst hún fara vel í sjónvarpi að stýra spurningakeppni en það þykir ekki víst að henni farnist sem bústýra á Bessastöðum. Hún ætti að einbeita sér að eigin búi og börnum segja þau sem hunsa sameiginlega umsjá foreldra með börnum sínum og tala gegn raunverulegu jafnrétti kynjanna. Enn og aftur skal konunni ekki treyst fyrir æðsta embætti þjóðarinnar úti í hinu alþjóðlega rými. Með fullri virðingu fyrir öllum frambjóðendum þá stendur lokaslagurinn milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnórsdóttur. Karls sem er kominn á eftirlaun og konu í blóma lífsins. Ólafi Ragnari nægir þó ekki að vísa í eigið kyn til að halda völdum eins og talið var nægja fyrir þrjátíuogtveimur árum. Hann vísar til annarra og máttugri afla; óvissu og óstöðugleika. Ólafur talar beint inn í aldagamla hefð karllægs forræðis sem á úrslitastundu grípur til örþrifaráða í þeim tilgangi að ná eða halda völdum. Spurningin er ágæta þjóð hvort við viljum láta halda okkur á óttamottunni og í fortíðinni eða horfa til framtíðar. Hvort við viljum láta gamla drauga vofa yfir landinu eða kjósa nýja ímynd út á við. Ég kýs Þóru af því að hún er einfaldlega hæfasti frambjóðandinn.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar