Íslensku liðunum ekki gengið vel gegn AIK Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2012 20:45 FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. Bikarmeistarar KR mættur AIK í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. AIK vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli 1-0 með marki Krister Nordin í síðari hálfleik. Síðari leiknum ytra lauk með 1-1 jafntefli. Pascal Simpson, ein skærasta stjarna liðsins á þeim tíma, kom AIK yfir á 79. mínútu. Varamaðurinn Guðmundur Benediktsson jafnaði hins vegar fyrir KR á 87. mínútu með fallegu marki. Guðmundur vann þá boltann af varnarmanni AIK og vippaði snyrtilega yfir Magnus Hedman, markvörð sænska liðsins. AIK fór áfram samanlagt 2-1 en svipmyndir úr síðari leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Litlir möguleikar ÍBV árið 2002ÍBV mætti AIK í forkeppni UEFA bikarsins árið 2002. AIK vann fyrri leikinn í Svíþjóð 2-0 þar sem Krister Nordin var á skotskónum líkt og hann var sex árum fyrr gegn KR. Gunnar Heiðar Þorvaldsson gaf Eyjamönnum von þegar hann skoraði eftir aðeins 3. mínútur í síðari leiknum á Hásteinsvelli. Því miður jöfnuðu Svíarnir skömmu síðar og unnu 3-1 sigur og fóru áfram samanlagt 5-1. Fylkismenn klaufar árið 2003Fylkismenn töpuðu fyrri leiknum gegn AIK ytra 1-0 en sigurmarkið kom skömmu fyrir leikslok. Úrslitin engu að síður ágæt fyrir síðari viðureignina á Laugardalsvelli tveimur vikum síðar. Fylkismenn léku manni fleiri í 70 mínútur eftir að leikmanni AIK var vikið af velli fyrir að sparka til Ólafs Inga Skúlasonar. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Árbæingum aldrei almennilega að opna vörn sænska liðsins sem vann sanngjarnan sigur. Helgi Valur Daníelsson, sem í dag leikur með AIK, var frá vegna meiðsla í fyrri leiknum og spilaði allan leikinn á Laugardalsvelli með Fylki. Við þetta má bæta að auk Helga Vals lék Hörður Hilmarsson með AIK á árunum 1980-1981. Leikur AIK og FH á morgun á Råsunda leikvanginum, sem tekur um 37 þúsund áhorfendur, hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
FH mætir sænska félaginu AIK í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á Råsunda leikvanginum í Solna annað kvöld. Þrívegis áður hafa íslensk lið reynt sig gegn sænska liðinu í Evrópukeppni án árangurs. Bikarmeistarar KR mættur AIK í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa árið 1996. AIK vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli 1-0 með marki Krister Nordin í síðari hálfleik. Síðari leiknum ytra lauk með 1-1 jafntefli. Pascal Simpson, ein skærasta stjarna liðsins á þeim tíma, kom AIK yfir á 79. mínútu. Varamaðurinn Guðmundur Benediktsson jafnaði hins vegar fyrir KR á 87. mínútu með fallegu marki. Guðmundur vann þá boltann af varnarmanni AIK og vippaði snyrtilega yfir Magnus Hedman, markvörð sænska liðsins. AIK fór áfram samanlagt 2-1 en svipmyndir úr síðari leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Litlir möguleikar ÍBV árið 2002ÍBV mætti AIK í forkeppni UEFA bikarsins árið 2002. AIK vann fyrri leikinn í Svíþjóð 2-0 þar sem Krister Nordin var á skotskónum líkt og hann var sex árum fyrr gegn KR. Gunnar Heiðar Þorvaldsson gaf Eyjamönnum von þegar hann skoraði eftir aðeins 3. mínútur í síðari leiknum á Hásteinsvelli. Því miður jöfnuðu Svíarnir skömmu síðar og unnu 3-1 sigur og fóru áfram samanlagt 5-1. Fylkismenn klaufar árið 2003Fylkismenn töpuðu fyrri leiknum gegn AIK ytra 1-0 en sigurmarkið kom skömmu fyrir leikslok. Úrslitin engu að síður ágæt fyrir síðari viðureignina á Laugardalsvelli tveimur vikum síðar. Fylkismenn léku manni fleiri í 70 mínútur eftir að leikmanni AIK var vikið af velli fyrir að sparka til Ólafs Inga Skúlasonar. Þrátt fyrir liðsmuninn tókst Árbæingum aldrei almennilega að opna vörn sænska liðsins sem vann sanngjarnan sigur. Helgi Valur Daníelsson, sem í dag leikur með AIK, var frá vegna meiðsla í fyrri leiknum og spilaði allan leikinn á Laugardalsvelli með Fylki. Við þetta má bæta að auk Helga Vals lék Hörður Hilmarsson með AIK á árunum 1980-1981. Leikur AIK og FH á morgun á Råsunda leikvanginum, sem tekur um 37 þúsund áhorfendur, hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Fylgst verður með gangi mála hér á Vísi.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira