Anton Sveinn: Síðasti maðurinn upp úr lauginni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 28. júlí 2012 06:00 Anton Sveinn McKee heilsar hér Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Mynd/Valli Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Anton Sveinn McKee sundmaður er sá fyrsti sem keppir á leikunum nú. Anton Sveinn mun stinga sér til sunds í 400 m fjórsundi klukkan 9.00 í dag. Þetta er fyrsta keppnisgreinin í sundinu og Anton Sveinn verður í fyrsta riðli. „Ég er spenntur en um leið stressaður," sagði Anton þegar blaðamaður hitti á hann í Ólympíuþorpinu. „Þetta eru fyrstu leikarnir mínir og maður vill standa sig vel. Ég finn líka fyrir ákveðinni pressu sem ég set á sjálfan mig." Anton var einn þeirra sem þurfti að bíða eftir boði FINA, Alþjóðasundsambandsins, um að fá að keppa á leikunum. Hann viðurkennir að biðin hafi verið erfið. „Já, mjög erfið. Ég hafði enga hugmynd um hvort ég kæmist inn eða ekki. Dagarnir voru margir hverjir erfiðir og ég hættur að nenna að standa í þessu. En það var svo gaman að fá fréttirnar, sérstaklega þar sem ég fékk boð í tvær greinar. Það var í raun fullkomið en fyrst og fremst ótrúlega mikill léttir." Hinn nítján ára Anton Sveinn er vitanlega á sínu fyrstu leikum en býr þó á ákveðinni reynslu sem kemur sér til góðs nú. „Ég fór á Ólympíuleika ungmenna og svipar þar allt mjög til umhverfisins hér - þó svo að þetta sé allt mun stærra í sniðum. Það var góður undirbúningur fyrir mig." Æfingarnar hafa gengið vel og stefnir hann á, eins og allir sundmennirnir, að toppa hér leikunum. „Reyndar var árangurinn minn á EM í Ungverjalandi ekki samkvæmt væntingum og því höfum við lagt áherslu á að byggja mig upp síðan þá og voru æfingarnar því mjög þungar." „En ég hef verið að trappa mig niður með þeim tilgangi að toppa hér og ná eins góðum árangri og mögulegt er. Það er ekki langt síðan ég vissi að ég væri að koma hingað en ég gerði eins vel og ég gat úr þessu og ég er ánægður með ferlið allt saman." Anton Sveinn er eini langsundsmaðurinn í íslensku sveitinni og æfingar hans öðruvísi en hinna. „Helsti munurinn er að ég æfi mun meira úthald. Ég þarf ekki á þessari snerpu að halda. Þegar það eru sprettir hjá hinum - kannski tvisvar sinnum 50 metrar - er ég að taka sex sinnum 100 metra á fullum hraða." „Ég æfi því lengur og geri öðruvísi æfingar. Þetta er kannski ekki erfiðara en bara tímafrekara. Ég er yfirleitt einn að klára æfingarnar og síðasti maður upp úr lauginni." Um markmiðin sín segir Anton Sveinn að hann vilji bæta Íslandsmetin sín í bæði 400 m fjórsundi og 1500 m skriðsundi. „Það væri fullkomið. Ég er enn að átta mig á því hvaða tíma maður vill fá en það væri frábært að bæta sig." „Ég hef verið mikið í fjórsundinu á þessu tímabili og æft mig mjög mikið í þeirri grein. Ég held að ég eigi góðan möguleika á að bæta mig í henni." „En svo er aldrei að vita hvað gerist því þetta er frábrugðið öllu öðru sem ég hef gert áður, hvort sem það er EM eða HM. Það jafnast ekkert á við að stinga sér til sunds á Ólympíuleikum - ég held að allir geta verið sammála um það."Anton Sveinn McKee 19 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 400 m fjórsund: 28. júlí 1500 m skriðsund: 3. ágúst Sund Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn eða svo ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Anton Sveinn McKee sundmaður er sá fyrsti sem keppir á leikunum nú. Anton Sveinn mun stinga sér til sunds í 400 m fjórsundi klukkan 9.00 í dag. Þetta er fyrsta keppnisgreinin í sundinu og Anton Sveinn verður í fyrsta riðli. „Ég er spenntur en um leið stressaður," sagði Anton þegar blaðamaður hitti á hann í Ólympíuþorpinu. „Þetta eru fyrstu leikarnir mínir og maður vill standa sig vel. Ég finn líka fyrir ákveðinni pressu sem ég set á sjálfan mig." Anton var einn þeirra sem þurfti að bíða eftir boði FINA, Alþjóðasundsambandsins, um að fá að keppa á leikunum. Hann viðurkennir að biðin hafi verið erfið. „Já, mjög erfið. Ég hafði enga hugmynd um hvort ég kæmist inn eða ekki. Dagarnir voru margir hverjir erfiðir og ég hættur að nenna að standa í þessu. En það var svo gaman að fá fréttirnar, sérstaklega þar sem ég fékk boð í tvær greinar. Það var í raun fullkomið en fyrst og fremst ótrúlega mikill léttir." Hinn nítján ára Anton Sveinn er vitanlega á sínu fyrstu leikum en býr þó á ákveðinni reynslu sem kemur sér til góðs nú. „Ég fór á Ólympíuleika ungmenna og svipar þar allt mjög til umhverfisins hér - þó svo að þetta sé allt mun stærra í sniðum. Það var góður undirbúningur fyrir mig." Æfingarnar hafa gengið vel og stefnir hann á, eins og allir sundmennirnir, að toppa hér leikunum. „Reyndar var árangurinn minn á EM í Ungverjalandi ekki samkvæmt væntingum og því höfum við lagt áherslu á að byggja mig upp síðan þá og voru æfingarnar því mjög þungar." „En ég hef verið að trappa mig niður með þeim tilgangi að toppa hér og ná eins góðum árangri og mögulegt er. Það er ekki langt síðan ég vissi að ég væri að koma hingað en ég gerði eins vel og ég gat úr þessu og ég er ánægður með ferlið allt saman." Anton Sveinn er eini langsundsmaðurinn í íslensku sveitinni og æfingar hans öðruvísi en hinna. „Helsti munurinn er að ég æfi mun meira úthald. Ég þarf ekki á þessari snerpu að halda. Þegar það eru sprettir hjá hinum - kannski tvisvar sinnum 50 metrar - er ég að taka sex sinnum 100 metra á fullum hraða." „Ég æfi því lengur og geri öðruvísi æfingar. Þetta er kannski ekki erfiðara en bara tímafrekara. Ég er yfirleitt einn að klára æfingarnar og síðasti maður upp úr lauginni." Um markmiðin sín segir Anton Sveinn að hann vilji bæta Íslandsmetin sín í bæði 400 m fjórsundi og 1500 m skriðsundi. „Það væri fullkomið. Ég er enn að átta mig á því hvaða tíma maður vill fá en það væri frábært að bæta sig." „Ég hef verið mikið í fjórsundinu á þessu tímabili og æft mig mjög mikið í þeirri grein. Ég held að ég eigi góðan möguleika á að bæta mig í henni." „En svo er aldrei að vita hvað gerist því þetta er frábrugðið öllu öðru sem ég hef gert áður, hvort sem það er EM eða HM. Það jafnast ekkert á við að stinga sér til sunds á Ólympíuleikum - ég held að allir geta verið sammála um það."Anton Sveinn McKee 19 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 400 m fjórsund: 28. júlí 1500 m skriðsund: 3. ágúst
Sund Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn eða svo ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn