Helgi Valur: Skiljanlega settur á bekkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2012 21:00 Helgi Valur í baráttu við Zlatan Ibrahimovic. Nordicphotos/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson segist ekki viss hvort hann byrji leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í Kaplakrika annað kvöld. Helgi Valur, sem var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn FH, var settur á bekkinn í deildarleik á sunnudaginn. „Skiljanlega fannst mér. Ég hef ekki fundið mig eftir EM-pásuna og þjálfarinn hefur rúllað miðjumönnunum. Ég var kannski fyrstur í liðið af miðjumönnunum fyrri hluta tímabils áður en ég braut einhver rifbein," segir Helgi Valur sem vonast þó til þess að spila en til að komast í liðið þurfi hann þó að bæta margt. Engin meiðsli eru þó að plaga landsliðsmanninn í augnablikinu. „Það er hausinn sem er langmikilvægastur í fótbolta. Maður pirrar sig þegar ákveðnir hlutir ganga ekki upp. Þá er maður að hugsa neikvætt en ég tek sénsinn næst þegar ég fæ hann," segir Helgi Valur. Leikmenn vildu ekki skrifa undir samninga vegna stuðningsmannaHelga Val líkar vel dvölin hjá AIK. „AIK er mjög flott félag, það stærsta í Svíþjóð. Flottur leikvangur og umgjörð. Þó svo við höfum ekki verið að brillera í ár finnst manni maður samt vera hluti af einhverju mikilvægu því félagið er það stórt. Ég væri til í að vera þarna mörg ár í viðbót," segir Helgi Valur en samningur Árbæingsins við félagið rennur út að loknu næsta tímabili. AIK hefur verið nokkuð þekkt fyrir villta stuðningsmenn sína. Helgi Valur segir hegðun þeirra fara mikið eftir gengi liðsins. „Þegar ég kom sumarið 2010 var AIK í fallbaráttu eftir að hafa orðið meistari árið áður. Þá var alls konar neikvætt í gangi. Leikmenn vildu ekki skrifa undir nýjan samning eftir að hafa lent í útistöðum við stuðningsmenn. Þeir köstuðu hvellettum og dóti inn á völlinn í leikjum," segir Helgi Valur en stuðningsmennirnir settu einnig mark sitt á síðasta tímabil. „Við misstum stig í fyrra þegar sprengju var kastað við línuvörðinn. Hann þurfti að fara á spítala og við töpuðum leiknum 3-0 eftir 20 mínútur. Þetta var í fyrra þannig að þetta gerist ennþá. Það er alltaf einhver hópur, mest táningar sem mana sig upp saman þegar illa gengur," segir Helgi Valur sem sagði síðasta tímabil, líkt og í ár, hafa verið rólegt. „Maður veit aldrei. Það eru nokkrir svona hópar sem geta lent í veseni," segir Helgi Valur. Lausir við pressu stuðningsmanna á útivelliStuðningsmenn AIK voru allt annað en sáttir við framgöngu leikmanna AIK í fyrri leiknum í Svíþjóð. Helgi Valur segir kannski ágætt að leikurinn á morgun sé á útivelli. „Um leið og við fengum á okkur mark á heimavelli var baulað á okkur og þá verða menn kannski taugaóstyrkir og finnast þeir verða að skora. Nú erum við á útivelli á móti FH og þurfum að ná upp stemmningu og vinna leikinn. Það er ekkert flóknara," segir Helgi Valur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson segist ekki viss hvort hann byrji leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar í Kaplakrika annað kvöld. Helgi Valur, sem var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn FH, var settur á bekkinn í deildarleik á sunnudaginn. „Skiljanlega fannst mér. Ég hef ekki fundið mig eftir EM-pásuna og þjálfarinn hefur rúllað miðjumönnunum. Ég var kannski fyrstur í liðið af miðjumönnunum fyrri hluta tímabils áður en ég braut einhver rifbein," segir Helgi Valur sem vonast þó til þess að spila en til að komast í liðið þurfi hann þó að bæta margt. Engin meiðsli eru þó að plaga landsliðsmanninn í augnablikinu. „Það er hausinn sem er langmikilvægastur í fótbolta. Maður pirrar sig þegar ákveðnir hlutir ganga ekki upp. Þá er maður að hugsa neikvætt en ég tek sénsinn næst þegar ég fæ hann," segir Helgi Valur. Leikmenn vildu ekki skrifa undir samninga vegna stuðningsmannaHelga Val líkar vel dvölin hjá AIK. „AIK er mjög flott félag, það stærsta í Svíþjóð. Flottur leikvangur og umgjörð. Þó svo við höfum ekki verið að brillera í ár finnst manni maður samt vera hluti af einhverju mikilvægu því félagið er það stórt. Ég væri til í að vera þarna mörg ár í viðbót," segir Helgi Valur en samningur Árbæingsins við félagið rennur út að loknu næsta tímabili. AIK hefur verið nokkuð þekkt fyrir villta stuðningsmenn sína. Helgi Valur segir hegðun þeirra fara mikið eftir gengi liðsins. „Þegar ég kom sumarið 2010 var AIK í fallbaráttu eftir að hafa orðið meistari árið áður. Þá var alls konar neikvætt í gangi. Leikmenn vildu ekki skrifa undir nýjan samning eftir að hafa lent í útistöðum við stuðningsmenn. Þeir köstuðu hvellettum og dóti inn á völlinn í leikjum," segir Helgi Valur en stuðningsmennirnir settu einnig mark sitt á síðasta tímabil. „Við misstum stig í fyrra þegar sprengju var kastað við línuvörðinn. Hann þurfti að fara á spítala og við töpuðum leiknum 3-0 eftir 20 mínútur. Þetta var í fyrra þannig að þetta gerist ennþá. Það er alltaf einhver hópur, mest táningar sem mana sig upp saman þegar illa gengur," segir Helgi Valur sem sagði síðasta tímabil, líkt og í ár, hafa verið rólegt. „Maður veit aldrei. Það eru nokkrir svona hópar sem geta lent í veseni," segir Helgi Valur. Lausir við pressu stuðningsmanna á útivelliStuðningsmenn AIK voru allt annað en sáttir við framgöngu leikmanna AIK í fyrri leiknum í Svíþjóð. Helgi Valur segir kannski ágætt að leikurinn á morgun sé á útivelli. „Um leið og við fengum á okkur mark á heimavelli var baulað á okkur og þá verða menn kannski taugaóstyrkir og finnast þeir verða að skora. Nú erum við á útivelli á móti FH og þurfum að ná upp stemmningu og vinna leikinn. Það er ekkert flóknara," segir Helgi Valur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Sjá meira