Kynjaleiðrétting var nauðsyn en ekki val hjá Hrafnhildi Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júlí 2012 14:26 „Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn," segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur - heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Í heimildarmyndinni ,,Hrafnhildur" er fylgst með kynleiðréttingarferli Hrafnhildar. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 7.ágúst og er liður í dagskrá „Hinsegin Daga". Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona sem hefur haft veg og vanda að gerð myndarinnar, er spennt fyrir því að upplifa frumsýninguna. „Þetta er búið að vera svo langur tími. Við byrjuðum að undirbúa hana fyrir fimm árum og byrjuðum svo í upptökum fyrir fjórum árum. Þannig að þetta er búið að hvíla á herðum manns í svolítið langan tíma," segir Ragnhildur Steinunn. Það verði því rosalega gaman að sjá árangurinn. „Ég er búin að læra rosalega mikið. Þrátt fyrir að vera búin að vinna í sjónvarpi í fjölmörg ár, þá er þetta örugglega eitt það lærdómsríkasta," segir Ragnhildur Steinunn. „Það helsta sem ég hef lært er það að búa til heimildarmynd er tómt vesen. Það er bara þannig," bætir hún við og hlær. Ragnhildur Steinunn segir vel við hæfi að sýna myndina núna. „Það er núna mánuður frá því að transfólk fékk réttindi sín staðfest," segir hún og vísar þar í þingmál sem Alþingi samþykkti rétt fyrir sumarhlé. Hún bendir á að transfólk hafi að undanförnu háð mikla baráttu sem samkynhneigðir hafi þegar lagt að baki. „Og það er svolítið gaman að ég held að transfólk verði meira áberandi núna á Hinsegin dögum," segir Ragnhildur Steinunn og bendir á að myndin verður sýnd í tengslum við Hinsegin daga. Transfólk sé að verða aðeins meira áberandi. „Og þá vonandi hjálpar það fólki að skilja stöðu þeirra aðeins betur," segir Ragnhildur Steinunn. Smelltu annað hvort hér eða á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá stiklu úr myndinni. Hinsegin Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Sjá meira
„Kynleiðrétting er ekki val, hún er nauðsyn," segir Hrafnhildur sem eftir 26 ára þögn tilkynnti fjölskyldu sinni og vinum að hún væri ekki strákur - heldur stelpa. Hún hafði þá lengi reynt að bæla niður tilfinningar sínar og lifa sem strákurinn Halldór Hrafn. Í heimildarmyndinni ,,Hrafnhildur" er fylgst með kynleiðréttingarferli Hrafnhildar. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þriðjudaginn 7.ágúst og er liður í dagskrá „Hinsegin Daga". Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, sjónvarpskona sem hefur haft veg og vanda að gerð myndarinnar, er spennt fyrir því að upplifa frumsýninguna. „Þetta er búið að vera svo langur tími. Við byrjuðum að undirbúa hana fyrir fimm árum og byrjuðum svo í upptökum fyrir fjórum árum. Þannig að þetta er búið að hvíla á herðum manns í svolítið langan tíma," segir Ragnhildur Steinunn. Það verði því rosalega gaman að sjá árangurinn. „Ég er búin að læra rosalega mikið. Þrátt fyrir að vera búin að vinna í sjónvarpi í fjölmörg ár, þá er þetta örugglega eitt það lærdómsríkasta," segir Ragnhildur Steinunn. „Það helsta sem ég hef lært er það að búa til heimildarmynd er tómt vesen. Það er bara þannig," bætir hún við og hlær. Ragnhildur Steinunn segir vel við hæfi að sýna myndina núna. „Það er núna mánuður frá því að transfólk fékk réttindi sín staðfest," segir hún og vísar þar í þingmál sem Alþingi samþykkti rétt fyrir sumarhlé. Hún bendir á að transfólk hafi að undanförnu háð mikla baráttu sem samkynhneigðir hafi þegar lagt að baki. „Og það er svolítið gaman að ég held að transfólk verði meira áberandi núna á Hinsegin dögum," segir Ragnhildur Steinunn og bendir á að myndin verður sýnd í tengslum við Hinsegin daga. Transfólk sé að verða aðeins meira áberandi. „Og þá vonandi hjálpar það fólki að skilja stöðu þeirra aðeins betur," segir Ragnhildur Steinunn. Smelltu annað hvort hér eða á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá stiklu úr myndinni.
Hinsegin Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Sjá meira