Ye bætti öðrum gullverðlaunum í safnið | Neitar ásökunum um lyfjanotkun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2012 23:30 Ye fagnar öðrum gullverðlaunum sínum í dag. Nordicphotos/Getty Hin sextán ára kínverska Ye Shiwen kom fyrst í mark í 200 metra fjórsundi í dag á Ólympíuleikunum í London. Mikið hefur verið rætt um frammistöðu hinnar kínversku Ye í 400 metra fjórsundinu á laugardag. Þar vann hún ótrúlegan sigur auk þess að setja heimsmet. Frammistaða Ye varð til þess að bandaríski sundþjálfarinn John Leonard gerði allt nema segja það berum orðum að Ye hefði notað ólögleg lyf. Yu stóðst lyfjapróf sem allir verðlaunahafar á Ólympíuleikum þurfa að gangast undir og því margir reiðir út í ummæli Leonard, ekki síst Kínverjar. Ye neitaði í viðtali við Reuters að hafa nokkurn tímann notast við ólögleg lyf. „Mér finnst þetta örlítið ósanngjarnt gagnvart mér en það hafði ekki áhrif á mig," sagði Ye um aðdraganda úrslitasundsins í dag en mikið hefur verið ritað og rætt um ótrúlega framgöngu hennar á leikunum. Hún synti seinni 50 metra skriðsundskaflans í fjórsundinu á laugardag hraðar en Ryan Lochte sem sigraði í karlaflokki. Því skal þó haldið til haga að heildartími Lochte var um 23 sekúndum betri. Aftur var það í skriðsundinu sem Ye setti í fluggírinn. Hún var í þriðja sæti í síðasta snúningnum en kom í mark hálfri sekúndu á undan hinni áströlsku Aliciu Coutts. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum, þjálfurum og foreldrum sem veita mér styrk. Þannig hafa utanaðkomandi læti ekki áhrif á mig," sagði Ye. Sund Tengdar fréttir Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Hin sextán ára kínverska Ye Shiwen kom fyrst í mark í 200 metra fjórsundi í dag á Ólympíuleikunum í London. Mikið hefur verið rætt um frammistöðu hinnar kínversku Ye í 400 metra fjórsundinu á laugardag. Þar vann hún ótrúlegan sigur auk þess að setja heimsmet. Frammistaða Ye varð til þess að bandaríski sundþjálfarinn John Leonard gerði allt nema segja það berum orðum að Ye hefði notað ólögleg lyf. Yu stóðst lyfjapróf sem allir verðlaunahafar á Ólympíuleikum þurfa að gangast undir og því margir reiðir út í ummæli Leonard, ekki síst Kínverjar. Ye neitaði í viðtali við Reuters að hafa nokkurn tímann notast við ólögleg lyf. „Mér finnst þetta örlítið ósanngjarnt gagnvart mér en það hafði ekki áhrif á mig," sagði Ye um aðdraganda úrslitasundsins í dag en mikið hefur verið ritað og rætt um ótrúlega framgöngu hennar á leikunum. Hún synti seinni 50 metra skriðsundskaflans í fjórsundinu á laugardag hraðar en Ryan Lochte sem sigraði í karlaflokki. Því skal þó haldið til haga að heildartími Lochte var um 23 sekúndum betri. Aftur var það í skriðsundinu sem Ye setti í fluggírinn. Hún var í þriðja sæti í síðasta snúningnum en kom í mark hálfri sekúndu á undan hinni áströlsku Aliciu Coutts. „Ég vil þakka liðsfélögum mínum, þjálfurum og foreldrum sem veita mér styrk. Þannig hafa utanaðkomandi læti ekki áhrif á mig," sagði Ye.
Sund Tengdar fréttir Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Lífsferill íþróttamannsins: Eldur kviknar „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Sjá meira
Leonard setur stórt spurningamerki við heimsmet Ye Shiwen John Leonard, framkvæmdastjóri Samtaka sundþjálfara í heiminum (World Swimming Coaches Assocation), segir frammistöðu hinnar 16 ára Ye Shiwen í 400 metra fjórsundi ótrúverðuga. 30. júlí 2012 16:03