Snæfellskonur tryggðu sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna eftir átta stiga sigur á Haukum, 77-68, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. Snæfell er búið að vinna riðilinn þrátt fyrir að eiga einn leik eftir því Valskonur, sem unnu Fjölni í lokaleik sínum, verða alltaf neðar en Snæfell á tapi í innbyrðisleik liðanna.
Systurnar Berglind Gunnarsdóttir hjá Snæfelli og Gunnhildur Gunnarsdóttir hjá Haukum voru stigahæstar hjá sínum liðum í leiknum. Berglind skoraði 25 stig á 30 mínútum en hún setti niður 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Gunnhildur var með 17 stig fyrir Hauka.
Kieraah Marlow var með 19 stig og 8 fráköst hjá Snæfelli, Hildur Sigurðardóttir bætti við 13 stigum, 10 fráköstum og 7 stoðsendingum og Alda Leif Jónsdóttir var með 8 stig og 7 stoðsendingar. Jóhanna Björk Sveinsdóttir var næststigahæst hjá Haukum með 15 stig.
Valur vann 21 stigs sigur á Fjölni, 69-48, í Vodafonehöllinni en Valur var þó bara einu stigi yfir í hálfleik, 26-26. Unnur Lára Ásgeirsdóttir skoraði 13 stig fyrir Val og Guðbjörg Sverrisdóttir var með 12 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar. Alberta Auguste lék sinn fyrsta leik með Val og var með 11 stig á 16 mínútum. Porsha Porter skoraði mest fyrir Fjölni eða 15 stig.
Snæfell mætir Keflavík í úrslitaleiknum en Keflavíkurkonur voru búnar að vinna riðilinn fyrir lokaumferðina. Úrslitaleikurinn fer fram í Keflavík á fimmtudaginn.
Snæfellskonur komust í úrslitaleikinn í Lengjubikarnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn



Onana ekki með gegn Newcastle
Enski boltinn



Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn


Fleiri fréttir
