Fótbolti

Juventus og Inter á skriði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Pogba var hetja Juventus í kvöld.
Paul Pogba var hetja Juventus í kvöld. Nordic Photos / AFP
Fjölargir leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Juventus er enn ósigrað á toppi deildarinnar en Inter er skammt undan.

Juventus, sem hefur unnið níu af tíu leikjum sínum til þessa, hafði betur gegn Bologna í kvöld, 2-1. Paul Pogba skoraði sigurmark Juventus í uppbótartíma leiksins.

Fabio Quagliearella kom Juventus yfir í upphafi síðari hálfleiks en Saphir Sliti Taider jafnaði metin fyrir Bologna. Það dugði þó ekki til.

Inter hafði betur gegn Sampdoria, 3-2. Diego Milito, Rodrigo Palacio og Freddy Guarin skoruðu mörk liðsins en Sampdoria missti Andrea Costa af velli með rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks.

Staðan var þá 1-0 fyrir Sampdoria en Costa braut á leikmanni sem var sloppinn í gegn. Vítaspyrna var dæmd og Milito jafnaði metin fyrir Inter, sem gekk á lagið og kláraði leikinn.

Juventus er með 28 stig á toppnum en Inter í öðru sæti með 24 stig. Napoli datt niður í þriðja sætið en liðið tapaði fyrir Atalanta á útivelli í kvöld, 1-0.

Úrslit kvöldsins:

Inter - Sampdoria 3-2

Juventus - Bologna 2-1

Atalanta - Napoli 1-0

Chievo - Pescara 2-0

Lazio - Torino 1-1

Parma - Roma 3-2

Udinese - Catania 2-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×