Teitur Örlygsson: Bölvun fylgdi þessum KR leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2012 09:22 Guðbjörg Norðfjörð og Hannes S. Jónsson við dráttinn í gær. Mynd/Stefán Stjarnan tekur á móti ÍR í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla en dregið var í gær. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með dráttinn. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er frábært að fá heimaleik og ekki hægt að biðja um meira í átta liða úrslitum," segir Teitur sem ber fulla virðingu fyrir Breiðhyltingum. „Þetta er andstæðingur sem getur verið stórhættulegur. ÍR getur átt dúndurleiki og þess á milli hafa þeir dottið niður. Við höfum reyndar gert það líka," segir Teitur. Landsliðskappinn fyrrverandi viðurkennir að hann hafi verið ánægður að mæta ekki einu af „stóru liðunum" í átta liða úrslitum. „Það hefði verið hryllingur. Ég hefði ekki viljað mæta Snæfelli á útivelli til dæmis. Það er klárlega betra að fá heimaleik. Nú er komið langt inn í keppni og þú verður að vinna alla ætlir þú að eiga eitthvað skilið," segir Teitur. Stjarnan vann bikarinn afar óvænt árið 2009 eftir sigur á stjörnuprýddu liði KR. Blaðamaður spyr hvort sá leikur sé ekki sérstaklega eftirminnilegur því sigurinn í bikarnum hafi komið karlaliði Stjörnunnar á kortið. „Að vissu leyti er það rétt en síðan hefur hvorki gengið né rekið. Það var einhver bölvun sem fylgdi þessum leik. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem við erum með í bikarnum eftir áramótin. Við höfum dottið út í 16-liða og 32-liða úrslitum þrjú ár í röð og alltaf lent á móti úrvalsdeildarliðum. Það hefur reyndar líka gerst í ár því við erum búnir að slá út tvö úrvalsdeildarlið svo engin breyting er á því," segir Teitur og bætir við að Stjarnan hafi sett sér takmark fyrir tímabilið að láta ekki sparka sér úr bikarnum snemma. Teitur segir minningarnar frá 2009 vissulega sætar. „Já en við vitum líka hvað þetta er leiðinlegt síðustu þrjú ár að fá ekki að vera með í þessu og detta í þessi hlé eftir áramótin. Við ætlum okkur langt í þessari keppni," segir Teitur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Stjarnan tekur á móti ÍR í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla en dregið var í gær. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með dráttinn. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er frábært að fá heimaleik og ekki hægt að biðja um meira í átta liða úrslitum," segir Teitur sem ber fulla virðingu fyrir Breiðhyltingum. „Þetta er andstæðingur sem getur verið stórhættulegur. ÍR getur átt dúndurleiki og þess á milli hafa þeir dottið niður. Við höfum reyndar gert það líka," segir Teitur. Landsliðskappinn fyrrverandi viðurkennir að hann hafi verið ánægður að mæta ekki einu af „stóru liðunum" í átta liða úrslitum. „Það hefði verið hryllingur. Ég hefði ekki viljað mæta Snæfelli á útivelli til dæmis. Það er klárlega betra að fá heimaleik. Nú er komið langt inn í keppni og þú verður að vinna alla ætlir þú að eiga eitthvað skilið," segir Teitur. Stjarnan vann bikarinn afar óvænt árið 2009 eftir sigur á stjörnuprýddu liði KR. Blaðamaður spyr hvort sá leikur sé ekki sérstaklega eftirminnilegur því sigurinn í bikarnum hafi komið karlaliði Stjörnunnar á kortið. „Að vissu leyti er það rétt en síðan hefur hvorki gengið né rekið. Það var einhver bölvun sem fylgdi þessum leik. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem við erum með í bikarnum eftir áramótin. Við höfum dottið út í 16-liða og 32-liða úrslitum þrjú ár í röð og alltaf lent á móti úrvalsdeildarliðum. Það hefur reyndar líka gerst í ár því við erum búnir að slá út tvö úrvalsdeildarlið svo engin breyting er á því," segir Teitur og bætir við að Stjarnan hafi sett sér takmark fyrir tímabilið að láta ekki sparka sér úr bikarnum snemma. Teitur segir minningarnar frá 2009 vissulega sætar. „Já en við vitum líka hvað þetta er leiðinlegt síðustu þrjú ár að fá ekki að vera með í þessu og detta í þessi hlé eftir áramótin. Við ætlum okkur langt í þessari keppni," segir Teitur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19