Hann drífur þá ekki hálfa leið að körfunni og muna menn ekki eftir verra vítaskoti í sögu körfuboltans.
Myndbandið hefur farið sem eldur í sinu um internetið og um 8 milljónir hafa þegar skoðað það á Youtube.
"Ég setti fyrra skotið niður en í seinni skotinu fór allt úr skorðum. Boltinn rann úr höndunum á mér," sagði í yfirlýsingu frá Okam en skólinn vildi ekki leyfa honum að gefa viðtöl þar sem hann er í prófum.