Fáir þoldu Zlatan þegar hann hóf ferilinn hjá Ajax 25. desember 2012 12:00 Zlatan Ibrahimovich. Nordic Photos / Getty Images Leo Beenhakker, sem var íþróttastjóri hjá Ajax þegar Zlatan Ibrahimovic gekk til liðs við hollenska knattspyrnuliðið á sínum tíma, segir að sænski landsliðsframherjinn hafi átt erfitt uppdráttar hjá félaginu þegar hann hóf atvinnumannaferilinn. „Hann hagaði sér eins og drullusokkur og eftir þrjár vikur voru aðeins tveir sem höfðu trú á honum, ég og hann sjálfur," segir hinn sjötugi Beenhakker í viðtali við The Blizzard. Beenhakker fékk Zlatan til liðsins frá Malmö í Svíþjóð þar sem framherjinn hóf ferilinn. „Fyrsta vikan var skelfilegt og eftir þrjár vikur bauluðu 50.000 stuðningsmenn Ajax á hann. Þjálfarar liðsins, liðsfélagar og stjórnendur félagsins horfðu ekki í augun á mér. Að lokum voru bara tveir sem höfðu trú á leikmanninum. Ég og hann sjálfur. Það vildu allir drepa mig fyrir að hafa fengið hann til liðsins." Zlatan hefur aðeins tvívegis lent í mótvind á ferlinum, á fyrstu vikunum hjá Ajax og hann náði sér aldrei á strik hjá Barcelona á Spáni. Hjá öðrum vinnuveitendum hefur hinn 31 árs gamli framherji skilað sínu. Beenhakker segir að fáir geti umgengist Zlatan. „Frá fyrstu mínútu var hann búinn að gera alla brjálaða í búningsklefanum og á æfingum. Ég hugsaði með mér; hver í fjandanum er þessi djöfull? En ég elskaði þessa eiginleika hans," bætti hinn sjötugi Beenhakker við. „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að lið sem er skipað ellefu drullusokkum sé meistaralið. Leikmenn með mikið sjálfstraust eru einnig persónuleikar sem öll lið þurfa að hafa. Það er ekki auðvelt að þjálfar leikmenn á borð við Hugo Sánchez eða Bernd Schüster, sem eru eflaust drullusokkar, en þeir skiluðu alltaf sínu fyrir liðið." Beenhakker segir ennfremur að Ajax hafi „stolið" Zlatan fyrir framan nefið á Fabio Capello sem var á þeim tíma þjálfari stórliðsins AC Milan. „Ég hitti Capello nokkrum dögum eftir að Zlatan kom til okkar. Hann var ekki sáttur við niðurstöðuna og öskraði ókvæðisorðum að mér. Ég svaraði að stundum væri heppnin með manni í liði." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Leo Beenhakker, sem var íþróttastjóri hjá Ajax þegar Zlatan Ibrahimovic gekk til liðs við hollenska knattspyrnuliðið á sínum tíma, segir að sænski landsliðsframherjinn hafi átt erfitt uppdráttar hjá félaginu þegar hann hóf atvinnumannaferilinn. „Hann hagaði sér eins og drullusokkur og eftir þrjár vikur voru aðeins tveir sem höfðu trú á honum, ég og hann sjálfur," segir hinn sjötugi Beenhakker í viðtali við The Blizzard. Beenhakker fékk Zlatan til liðsins frá Malmö í Svíþjóð þar sem framherjinn hóf ferilinn. „Fyrsta vikan var skelfilegt og eftir þrjár vikur bauluðu 50.000 stuðningsmenn Ajax á hann. Þjálfarar liðsins, liðsfélagar og stjórnendur félagsins horfðu ekki í augun á mér. Að lokum voru bara tveir sem höfðu trú á leikmanninum. Ég og hann sjálfur. Það vildu allir drepa mig fyrir að hafa fengið hann til liðsins." Zlatan hefur aðeins tvívegis lent í mótvind á ferlinum, á fyrstu vikunum hjá Ajax og hann náði sér aldrei á strik hjá Barcelona á Spáni. Hjá öðrum vinnuveitendum hefur hinn 31 árs gamli framherji skilað sínu. Beenhakker segir að fáir geti umgengist Zlatan. „Frá fyrstu mínútu var hann búinn að gera alla brjálaða í búningsklefanum og á æfingum. Ég hugsaði með mér; hver í fjandanum er þessi djöfull? En ég elskaði þessa eiginleika hans," bætti hinn sjötugi Beenhakker við. „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að lið sem er skipað ellefu drullusokkum sé meistaralið. Leikmenn með mikið sjálfstraust eru einnig persónuleikar sem öll lið þurfa að hafa. Það er ekki auðvelt að þjálfar leikmenn á borð við Hugo Sánchez eða Bernd Schüster, sem eru eflaust drullusokkar, en þeir skiluðu alltaf sínu fyrir liðið." Beenhakker segir ennfremur að Ajax hafi „stolið" Zlatan fyrir framan nefið á Fabio Capello sem var á þeim tíma þjálfari stórliðsins AC Milan. „Ég hitti Capello nokkrum dögum eftir að Zlatan kom til okkar. Hann var ekki sáttur við niðurstöðuna og öskraði ókvæðisorðum að mér. Ég svaraði að stundum væri heppnin með manni í liði."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira