Verndun svartfugla Svandís Svavarsdóttir skrifar 5. janúar 2012 06:00 Undanfarin ár hafa verið mörgum tegundum svartfugla erfið hér á landi. Mælingar sýna að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Viðvarandi brestur hefur verið hjá lundastofninum í nokkur ár og á síðasta ári varð algjört hrun í varpi hans, nema á Norðurlandi. Vegna þessa skipaði ég starfshóp í september sl. til að gera tillögur um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Hópurinn hefur skilað af sér skýrslu sem kynnt var fyrir ríkisstjórn á þriðjudag, en þar er m.a. lagt til að fimm tegundir sjófugla verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu, þ.á m. eggjatínslu, næstu fimm árin. Þessar fimm tegundir eru álka, langvía, stuttnefja, lundi og teista. Starfshópurinn telur eina helstu orsök hnignunar stofnanna vera fæðuskort. Svartfuglar lifa á sandsílum, fiskitegund sem virðist hafa fært sig til í sjónum umhverfis landið á síðustu árum. Þetta er mögulega varanleg afleiðing loftslagsbreytinga, en vonandi tímabundin sveifla í lífríki hafsins. Telur hópurinn að tímabundið bann við veiðum muni draga úr fækkun í stofnunum og flýta fyrir endurreisn þeirra. Leggur hópurinn jafnframt til að tíminn verði nýttur til að afla betri upplýsinga um tegundirnar, rannsaka þær og vakta, til þess að bæta megi verndun og sjálfbæra nýtingu þeirra og endurmeta ástandið þegar friðunartímabilinu lýkur. Þannig háttar um veiðar á þessum fimm tegundum, að þær teljast til hlunnindaveiða í villidýralögunum, þannig að almenn friðunarákvæði laganna ná ekki yfir þær. Starfshópurinn leggur til að þessu ákvæði verði breytt og umhverfisráðherra geti með nýrri heimild stýrt veiðunum með reglugerð, líkt og gildir um aðrar fuglategundir. Slík lagabreyting er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að bregðast við erfiðri stöðu svartfuglategundanna með afgerandi hætti. Brýnt er að almenningur sé vel upplýstur um þróun lífríkisins og náttúrunnar allrar. Þótt skýr lagasetning og öflug vernd séu mikilvæg tæki til að stuðla að viðgangi einstakra stofna er jafnframt nauðsynlegt að samspil manns og náttúrunnar byggi á ábyrgð og þekkingu. Tillögur hópsins byggja í meginatriðum á þeirri grundvallarsýn að náttúran eigi að njóta vafans, að frekari þekkingar sé þörf og að stjórnvöldum beri að taka afstöðu með lífríkinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa verið mörgum tegundum svartfugla erfið hér á landi. Mælingar sýna að árleg fækkun álku er um 20%, fækkun langvíu um 7% á ári og stuttnefju um 24%. Viðvarandi brestur hefur verið hjá lundastofninum í nokkur ár og á síðasta ári varð algjört hrun í varpi hans, nema á Norðurlandi. Vegna þessa skipaði ég starfshóp í september sl. til að gera tillögur um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Hópurinn hefur skilað af sér skýrslu sem kynnt var fyrir ríkisstjórn á þriðjudag, en þar er m.a. lagt til að fimm tegundir sjófugla verði friðaðar fyrir öllum veiðum og nýtingu, þ.á m. eggjatínslu, næstu fimm árin. Þessar fimm tegundir eru álka, langvía, stuttnefja, lundi og teista. Starfshópurinn telur eina helstu orsök hnignunar stofnanna vera fæðuskort. Svartfuglar lifa á sandsílum, fiskitegund sem virðist hafa fært sig til í sjónum umhverfis landið á síðustu árum. Þetta er mögulega varanleg afleiðing loftslagsbreytinga, en vonandi tímabundin sveifla í lífríki hafsins. Telur hópurinn að tímabundið bann við veiðum muni draga úr fækkun í stofnunum og flýta fyrir endurreisn þeirra. Leggur hópurinn jafnframt til að tíminn verði nýttur til að afla betri upplýsinga um tegundirnar, rannsaka þær og vakta, til þess að bæta megi verndun og sjálfbæra nýtingu þeirra og endurmeta ástandið þegar friðunartímabilinu lýkur. Þannig háttar um veiðar á þessum fimm tegundum, að þær teljast til hlunnindaveiða í villidýralögunum, þannig að almenn friðunarákvæði laganna ná ekki yfir þær. Starfshópurinn leggur til að þessu ákvæði verði breytt og umhverfisráðherra geti með nýrri heimild stýrt veiðunum með reglugerð, líkt og gildir um aðrar fuglategundir. Slík lagabreyting er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að bregðast við erfiðri stöðu svartfuglategundanna með afgerandi hætti. Brýnt er að almenningur sé vel upplýstur um þróun lífríkisins og náttúrunnar allrar. Þótt skýr lagasetning og öflug vernd séu mikilvæg tæki til að stuðla að viðgangi einstakra stofna er jafnframt nauðsynlegt að samspil manns og náttúrunnar byggi á ábyrgð og þekkingu. Tillögur hópsins byggja í meginatriðum á þeirri grundvallarsýn að náttúran eigi að njóta vafans, að frekari þekkingar sé þörf og að stjórnvöldum beri að taka afstöðu með lífríkinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun