Erum við verri en annað fólk? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. febrúar 2012 06:00 Ég hef fengið tækifæri til að búa í nokkrum ólíkum löndum og kynnast öðrum þjóðum. Í grófum dráttum er stóri lærdómurinn af því sá að fólk er nokkurn veginn eins hvar sem það elur manninn. Aðstæðurnar eru að vísu ólíkar en ég held að hlutfallið af alls kyns frávikum sé álíka. Þess vegna er erfitt að trúa því að fólk með glæpahneigð sé fleira á Íslandi en í öðrum löndum. Ég trúi ekki að við séum verri en annað fólk. Við höfum samt búið til hlutfallslega stærsta saksóknaraembætti í heimi. Saksóknarinn grunar hundruð karla og kvenna um alvarlega glæpi. Ef grunsemdirnar reynast réttar sýnist mér að átt hafi sér stað stökkbreyting í almennri glæpahneigð, sem varla á sér hliðstæðu í mannlegu samfélagi. Ef rétt reynist held ég að úrlausnarefnið sé aðeins að litlum hluta lögfræðilegt. Það er miklu frekar á sviði mannfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði, sagnfræði, hagfræði, heimspeki, faraldsfræði, geðlæknisfræði eða slíkra greina. Hvað veldur þessu mikla fráviki? Hvernig gat það gerst að allt í einu varð til stór hluti heillar kynslóðar menntafólks, sem daglega framdi glæpi í vinnunni? Fólkið af kynslóðinni sem fékk öll tækifærin. Kunni fræðin og talaði tungumálin. Ég held að dómstólar búi ekki yfir sérstakri þekkingu til að svara þessum spurningum svo að gagni komi. Þegar ég bjó í Afríku kynntist ég mannfræðingum. Þeir leituðust við að varpa ljósi á hið stóra samhengi hlutanna í framandi umhverfi. Þeir reyndu að greina menninguna og varpa ljósi á það óvenjulega – frávikin, og sjá hvað olli þeim. Þetta fólk byggði fræðandi og skemmtileg samtöl um hversdagsleg mál í umhverfinu á rannsóknum á einstaklingum, hópum og heilum samfélögum. Síðan raðaði það saman trúverðugri heildarmynd. Ég ímynda mér að þeirra aðferðir gætu hjálpað til við að greina það sem gerðist á Íslandi. Þau gætu fyllt upp í hluta þeirrar brotakenndu myndar sem við okkur blasir. Þannig gætum við lært af mistökunum og deilt lærdóminum með umheiminum. Bankar hrundu í löndunum allt í kringum okkur. Flestum var að vísu bjargað í krafti stærðar heimalanda sinna. Útlend bankakerfi voru ekki vaxin heimahagkerfum yfir höfuð eins og á Íslandi þó að litlu munaði sums staðar. Innan veggja útlendu bankanna voru, eins og á Íslandi, augljóslega teknar margar kolrangar ákvarðanir. Þess vegna fór sem fór. Samt hef ég ekki orðið vör við að fólkið sem vann í þessum útlendu bönkum sé á sakamannabekk í stórum stíl. Drögum úr lögreglurannsóknar- og dómstólaþrasi, sem er allt að drepa úr heift og leiðindum. Verjum kröftunum þess í stað í að átta okkur á hvað fór úrskeiðis í raun og veru og fáum til þess fólk sem er sérhæft í að kryfja samfélagið og mannlega hegðun. Vinna saksóknarans getur orðið hluti af þessu verkefni. Það getur ekki verið að allt í einu hafi fjöldi glæpamanna á Íslandi margfaldast og lausnin felist í að dæma sem flesta til tugthúsvistar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Sjá meira
Ég hef fengið tækifæri til að búa í nokkrum ólíkum löndum og kynnast öðrum þjóðum. Í grófum dráttum er stóri lærdómurinn af því sá að fólk er nokkurn veginn eins hvar sem það elur manninn. Aðstæðurnar eru að vísu ólíkar en ég held að hlutfallið af alls kyns frávikum sé álíka. Þess vegna er erfitt að trúa því að fólk með glæpahneigð sé fleira á Íslandi en í öðrum löndum. Ég trúi ekki að við séum verri en annað fólk. Við höfum samt búið til hlutfallslega stærsta saksóknaraembætti í heimi. Saksóknarinn grunar hundruð karla og kvenna um alvarlega glæpi. Ef grunsemdirnar reynast réttar sýnist mér að átt hafi sér stað stökkbreyting í almennri glæpahneigð, sem varla á sér hliðstæðu í mannlegu samfélagi. Ef rétt reynist held ég að úrlausnarefnið sé aðeins að litlum hluta lögfræðilegt. Það er miklu frekar á sviði mannfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði, sagnfræði, hagfræði, heimspeki, faraldsfræði, geðlæknisfræði eða slíkra greina. Hvað veldur þessu mikla fráviki? Hvernig gat það gerst að allt í einu varð til stór hluti heillar kynslóðar menntafólks, sem daglega framdi glæpi í vinnunni? Fólkið af kynslóðinni sem fékk öll tækifærin. Kunni fræðin og talaði tungumálin. Ég held að dómstólar búi ekki yfir sérstakri þekkingu til að svara þessum spurningum svo að gagni komi. Þegar ég bjó í Afríku kynntist ég mannfræðingum. Þeir leituðust við að varpa ljósi á hið stóra samhengi hlutanna í framandi umhverfi. Þeir reyndu að greina menninguna og varpa ljósi á það óvenjulega – frávikin, og sjá hvað olli þeim. Þetta fólk byggði fræðandi og skemmtileg samtöl um hversdagsleg mál í umhverfinu á rannsóknum á einstaklingum, hópum og heilum samfélögum. Síðan raðaði það saman trúverðugri heildarmynd. Ég ímynda mér að þeirra aðferðir gætu hjálpað til við að greina það sem gerðist á Íslandi. Þau gætu fyllt upp í hluta þeirrar brotakenndu myndar sem við okkur blasir. Þannig gætum við lært af mistökunum og deilt lærdóminum með umheiminum. Bankar hrundu í löndunum allt í kringum okkur. Flestum var að vísu bjargað í krafti stærðar heimalanda sinna. Útlend bankakerfi voru ekki vaxin heimahagkerfum yfir höfuð eins og á Íslandi þó að litlu munaði sums staðar. Innan veggja útlendu bankanna voru, eins og á Íslandi, augljóslega teknar margar kolrangar ákvarðanir. Þess vegna fór sem fór. Samt hef ég ekki orðið vör við að fólkið sem vann í þessum útlendu bönkum sé á sakamannabekk í stórum stíl. Drögum úr lögreglurannsóknar- og dómstólaþrasi, sem er allt að drepa úr heift og leiðindum. Verjum kröftunum þess í stað í að átta okkur á hvað fór úrskeiðis í raun og veru og fáum til þess fólk sem er sérhæft í að kryfja samfélagið og mannlega hegðun. Vinna saksóknarans getur orðið hluti af þessu verkefni. Það getur ekki verið að allt í einu hafi fjöldi glæpamanna á Íslandi margfaldast og lausnin felist í að dæma sem flesta til tugthúsvistar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun