Erum við verri en annað fólk? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. febrúar 2012 06:00 Ég hef fengið tækifæri til að búa í nokkrum ólíkum löndum og kynnast öðrum þjóðum. Í grófum dráttum er stóri lærdómurinn af því sá að fólk er nokkurn veginn eins hvar sem það elur manninn. Aðstæðurnar eru að vísu ólíkar en ég held að hlutfallið af alls kyns frávikum sé álíka. Þess vegna er erfitt að trúa því að fólk með glæpahneigð sé fleira á Íslandi en í öðrum löndum. Ég trúi ekki að við séum verri en annað fólk. Við höfum samt búið til hlutfallslega stærsta saksóknaraembætti í heimi. Saksóknarinn grunar hundruð karla og kvenna um alvarlega glæpi. Ef grunsemdirnar reynast réttar sýnist mér að átt hafi sér stað stökkbreyting í almennri glæpahneigð, sem varla á sér hliðstæðu í mannlegu samfélagi. Ef rétt reynist held ég að úrlausnarefnið sé aðeins að litlum hluta lögfræðilegt. Það er miklu frekar á sviði mannfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði, sagnfræði, hagfræði, heimspeki, faraldsfræði, geðlæknisfræði eða slíkra greina. Hvað veldur þessu mikla fráviki? Hvernig gat það gerst að allt í einu varð til stór hluti heillar kynslóðar menntafólks, sem daglega framdi glæpi í vinnunni? Fólkið af kynslóðinni sem fékk öll tækifærin. Kunni fræðin og talaði tungumálin. Ég held að dómstólar búi ekki yfir sérstakri þekkingu til að svara þessum spurningum svo að gagni komi. Þegar ég bjó í Afríku kynntist ég mannfræðingum. Þeir leituðust við að varpa ljósi á hið stóra samhengi hlutanna í framandi umhverfi. Þeir reyndu að greina menninguna og varpa ljósi á það óvenjulega – frávikin, og sjá hvað olli þeim. Þetta fólk byggði fræðandi og skemmtileg samtöl um hversdagsleg mál í umhverfinu á rannsóknum á einstaklingum, hópum og heilum samfélögum. Síðan raðaði það saman trúverðugri heildarmynd. Ég ímynda mér að þeirra aðferðir gætu hjálpað til við að greina það sem gerðist á Íslandi. Þau gætu fyllt upp í hluta þeirrar brotakenndu myndar sem við okkur blasir. Þannig gætum við lært af mistökunum og deilt lærdóminum með umheiminum. Bankar hrundu í löndunum allt í kringum okkur. Flestum var að vísu bjargað í krafti stærðar heimalanda sinna. Útlend bankakerfi voru ekki vaxin heimahagkerfum yfir höfuð eins og á Íslandi þó að litlu munaði sums staðar. Innan veggja útlendu bankanna voru, eins og á Íslandi, augljóslega teknar margar kolrangar ákvarðanir. Þess vegna fór sem fór. Samt hef ég ekki orðið vör við að fólkið sem vann í þessum útlendu bönkum sé á sakamannabekk í stórum stíl. Drögum úr lögreglurannsóknar- og dómstólaþrasi, sem er allt að drepa úr heift og leiðindum. Verjum kröftunum þess í stað í að átta okkur á hvað fór úrskeiðis í raun og veru og fáum til þess fólk sem er sérhæft í að kryfja samfélagið og mannlega hegðun. Vinna saksóknarans getur orðið hluti af þessu verkefni. Það getur ekki verið að allt í einu hafi fjöldi glæpamanna á Íslandi margfaldast og lausnin felist í að dæma sem flesta til tugthúsvistar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Ég hef fengið tækifæri til að búa í nokkrum ólíkum löndum og kynnast öðrum þjóðum. Í grófum dráttum er stóri lærdómurinn af því sá að fólk er nokkurn veginn eins hvar sem það elur manninn. Aðstæðurnar eru að vísu ólíkar en ég held að hlutfallið af alls kyns frávikum sé álíka. Þess vegna er erfitt að trúa því að fólk með glæpahneigð sé fleira á Íslandi en í öðrum löndum. Ég trúi ekki að við séum verri en annað fólk. Við höfum samt búið til hlutfallslega stærsta saksóknaraembætti í heimi. Saksóknarinn grunar hundruð karla og kvenna um alvarlega glæpi. Ef grunsemdirnar reynast réttar sýnist mér að átt hafi sér stað stökkbreyting í almennri glæpahneigð, sem varla á sér hliðstæðu í mannlegu samfélagi. Ef rétt reynist held ég að úrlausnarefnið sé aðeins að litlum hluta lögfræðilegt. Það er miklu frekar á sviði mannfræði, sálfræði, stjórnmálafræði, félagsfræði, sagnfræði, hagfræði, heimspeki, faraldsfræði, geðlæknisfræði eða slíkra greina. Hvað veldur þessu mikla fráviki? Hvernig gat það gerst að allt í einu varð til stór hluti heillar kynslóðar menntafólks, sem daglega framdi glæpi í vinnunni? Fólkið af kynslóðinni sem fékk öll tækifærin. Kunni fræðin og talaði tungumálin. Ég held að dómstólar búi ekki yfir sérstakri þekkingu til að svara þessum spurningum svo að gagni komi. Þegar ég bjó í Afríku kynntist ég mannfræðingum. Þeir leituðust við að varpa ljósi á hið stóra samhengi hlutanna í framandi umhverfi. Þeir reyndu að greina menninguna og varpa ljósi á það óvenjulega – frávikin, og sjá hvað olli þeim. Þetta fólk byggði fræðandi og skemmtileg samtöl um hversdagsleg mál í umhverfinu á rannsóknum á einstaklingum, hópum og heilum samfélögum. Síðan raðaði það saman trúverðugri heildarmynd. Ég ímynda mér að þeirra aðferðir gætu hjálpað til við að greina það sem gerðist á Íslandi. Þau gætu fyllt upp í hluta þeirrar brotakenndu myndar sem við okkur blasir. Þannig gætum við lært af mistökunum og deilt lærdóminum með umheiminum. Bankar hrundu í löndunum allt í kringum okkur. Flestum var að vísu bjargað í krafti stærðar heimalanda sinna. Útlend bankakerfi voru ekki vaxin heimahagkerfum yfir höfuð eins og á Íslandi þó að litlu munaði sums staðar. Innan veggja útlendu bankanna voru, eins og á Íslandi, augljóslega teknar margar kolrangar ákvarðanir. Þess vegna fór sem fór. Samt hef ég ekki orðið vör við að fólkið sem vann í þessum útlendu bönkum sé á sakamannabekk í stórum stíl. Drögum úr lögreglurannsóknar- og dómstólaþrasi, sem er allt að drepa úr heift og leiðindum. Verjum kröftunum þess í stað í að átta okkur á hvað fór úrskeiðis í raun og veru og fáum til þess fólk sem er sérhæft í að kryfja samfélagið og mannlega hegðun. Vinna saksóknarans getur orðið hluti af þessu verkefni. Það getur ekki verið að allt í einu hafi fjöldi glæpamanna á Íslandi margfaldast og lausnin felist í að dæma sem flesta til tugthúsvistar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun