KR verður án tveggja lykilmanna á næstunni en liðið stendur í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Varafyrirliðinn Helga Einarsdóttir verður ekkert meira með á tímabilinu vegna meiðsla í baki og Bryndís Guðmundsdóttir missir af næstu þremur til fjórum vikum.
Meiðsli Bryndísar voru samt ekki eins alvarleg og óttast var. Hún meiddist á sama hné og hún sleit krossband fyrir nokkrum árum en fékk þær jákvæðu fréttir í gær að krossbandið væri heilt.
„Ég verð ekki með næstu þrjár til fjórar vikurnar. Það var mikill léttir að krossbandið er í lagi. Þetta er auðvitað pirrandi en manni finnst þessi meiðsli ekki vera neitt miðað við hitt. Ég varð því mjög fegin," sagði Bryndís og bætti við: „Ég má bara hjóla og synda næstu vikurnar."
„Helga er líka alveg frá en það kom í ljós í dag að hún verður ekki meira með á tímabilinu," sagði Bryndís um varafyrirliðann Helgu Einarsdóttur.
„Það vantar tvo stóra hlekki í liðið núna þannig að nú er spurning hvað verður gert. Ef við ætlum okkur í fyrsta lagi að komast í úrslitakeppnina verða menn eins og Böðvar að fara að skoða eitthvað fyrir okkur," sagði Bryndís og beindi orðum sínum til Böðvars Guðjónssonar, formanns körfuknattleiksdeildar KR. KR er eina liðið í deildinni sem hefur bara einn erlendan leikmann.
Bryndís er ekki með slitið krossband en Helga er úr leik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti


Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti


„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti


„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn