Vitlaus eða vitiborin þjóð? 25. febrúar 2012 06:00 Skiptar skoðanir virðast vera um hvort bera á texta stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum á sumri komandi. Einn af höfundum textans segir að þeir sem andmæla því líti svo á að þjóðin sé of heimsk til að fjalla um svo flókin mál. Í reynd víkur þessu alveg öfugt við. Með réttu ber að líta svo á að það sé vanvirðing við þjóðina að leggja mál í dóm hennar ef þau eru ekki nægjanlega vel undirbúin. Ef ágreiningsefni er ekki lagt með nægjanlega skýrum hætti fyrir dómstóla er það ekki tekið til dóms. Enginn heldur því fram að sá háttur sé hafður á vegna heimsku dómaranna. Ástæðulaust er að sýna dómstóli þjóðarinnar minni virðingu að þessu leyti en almennum dómstólum. Þrætubókarstílbrögð um hitt hvort þjóðin er vitlaus eða vitiborin koma hugmyndum um nýja stjórnarskrá ekkert við. Ákvörðun um þjóðaratkvæði byggist á mati á því hvort álitaefnið er fullreifað eða vanreifað. Í fyrra krafðist forsætisráðherra þess að Alþingi tæki til afgreiðslu frumvarp að nýjum fiskveiðistjórnarlögum áður en sérfræðingar sem ríkisstjórnin sjálf hafði kallað til gætu sagt álit sitt á efnahagslegum áhrifum þess. Þjóðaratkvæði var hótað ef þetta gengi ekki eftir. Öll andmæli voru dæmd sem sérhagsmunaþjónkun við útgerðarmenn. Það var aðeins vegna þess að jafn gráum leik og málþófi var beitt að álit sérfræðinganna fékk að líta dagsins ljós. Eftir það datt engum í hug að samþykkja frumvarpið. Það reyndist andstætt þjóðarhagsmunum. Nú er stjórnarskrármálið í sama farvegi.Vitibornir eða vitlausir þingmenn? Þrjú ár eru frá því að ríkisstjórnin lýsti yfir því að endurskoðun stjórnarskrárinnar væri nauðsynleg. Alþingi hefur haft hugmyndir stjórnlagaráðs til skoðunar í meira en hálft ár. Samt er staða málsins sú að ríkisstjórnin hefur ekki enn sagt eitt aukatekið orð um það hvernig hún telur að breyta eigi stjórnarskránni. Þeir sem forystu hafa fyrir málinu á Alþingi hafa sett lok á efnislegar umræður um hugmyndir stjórnlagaráðs. Þeir hafa látið hjá líða að láta greina hugmyndir þess. Ekki hefur verið óskað eftir lögfræðilegu mati, ekki stjórnmálafræðilegu mati og ekki hagfræðilegu mati. Þá hefur enginn þingflokkur tekið afstöðu eða flutt eigin tillögur. Forseti Íslands er sá eini sem rætt hefur hugmyndir stjórnlagaráðs efnislega á Alþingi. Það gerði hann við þingsetningu á liðnu hausti. Þar taldi hann að hugmyndir stjórnlagaráðs færðu honum og eftirmönnum hans stóraukin völd. Flestir stjórnlagaráðsmenn hafa andmælt þessari túlkun. Margir lögfræðingar líta svo á að forsetinn hafi nokkuð til síns máls. Hvað þýða þá hugmyndirnar? Meirihluti Alþingis vill ekki svara því. Hann hefur falið skrifstofustjóra Alþingis að segja þjóðinni til um hvað í hugmyndunum felst. Skrifstofustjórinn er mætur maður en hefur ekki umboð til að túlka hugmyndir sem Alþingi hafa borist og það ekki tekið afstöðu til. Þegar skrifstofustjórinn á að skýra hvort þeir sem vilja texta eins og forsetinn skilur hann eigi að segja já eða nei er hætt við að jafnvel þeim spaka manni vefjist tunga um tönn. Hann verður þá að snúa sér til Alþingis og biðja um afstöðu þess. Þetta er þó einfaldasta álitaefnið af hundrað en segir þá sögu eina að málið er vanreifað. Það er vanvirðing við þjóðina að leggja það þannig í dóm hennar.Hví fær þjóðin ekki úrslitavald? Þjóðaratkvæði í sumar snýst ekki um að færa stjórnarskrárvaldið til fólksins. Ætlunin er aðeins að fá óskuldbindandi álit á hugmyndum sem verulegur vafi leikur á hvað þýða í raun og veru. Eftir það getur tvennt gerst: Annað er að þingmenn taki niðurstöðuna og túlki hana þá með sínum hætti og endurskrifi textann. Hitt er að þeir ómaki sig ekki á því heldur samþykki textann óbreyttan og láti dómstólum eftir að ákveða hver raunveruleg stjórnskipun er í landinu. Þetta heitir að spila með fólk en á lítið skylt við hugmyndir um að færa valdið til fólksins. Eigi að færa þjóðinni vald í raun og veru þarf Alþingi sjálft að gera upp við sig hvernig stjórnarskrá það vill fá. Það þarf að koma sér saman um texta sem ekki er ágreiningur um hvað merkir. Síðan þarf Alþingi eða meirihluti þess að hafa kjark til að leggja þann ávöxt eigin dómgreindar í dóm þjóðarinnar. Sjálf gildistaka stjórnarskrárinnar verður þannig háð samþykki fólksins í landinu. Þá reynir á þá pólitísku leiðsögn sem þingmenn buðu sig fram til að gegna og taka laun fyrir. Er ástæðan fyrir klúðrinu sú að þingmenn þora ekki að leggja dómgreind sína undir úrslitavald kjósenda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Skiptar skoðanir virðast vera um hvort bera á texta stjórnlagaráðs undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum á sumri komandi. Einn af höfundum textans segir að þeir sem andmæla því líti svo á að þjóðin sé of heimsk til að fjalla um svo flókin mál. Í reynd víkur þessu alveg öfugt við. Með réttu ber að líta svo á að það sé vanvirðing við þjóðina að leggja mál í dóm hennar ef þau eru ekki nægjanlega vel undirbúin. Ef ágreiningsefni er ekki lagt með nægjanlega skýrum hætti fyrir dómstóla er það ekki tekið til dóms. Enginn heldur því fram að sá háttur sé hafður á vegna heimsku dómaranna. Ástæðulaust er að sýna dómstóli þjóðarinnar minni virðingu að þessu leyti en almennum dómstólum. Þrætubókarstílbrögð um hitt hvort þjóðin er vitlaus eða vitiborin koma hugmyndum um nýja stjórnarskrá ekkert við. Ákvörðun um þjóðaratkvæði byggist á mati á því hvort álitaefnið er fullreifað eða vanreifað. Í fyrra krafðist forsætisráðherra þess að Alþingi tæki til afgreiðslu frumvarp að nýjum fiskveiðistjórnarlögum áður en sérfræðingar sem ríkisstjórnin sjálf hafði kallað til gætu sagt álit sitt á efnahagslegum áhrifum þess. Þjóðaratkvæði var hótað ef þetta gengi ekki eftir. Öll andmæli voru dæmd sem sérhagsmunaþjónkun við útgerðarmenn. Það var aðeins vegna þess að jafn gráum leik og málþófi var beitt að álit sérfræðinganna fékk að líta dagsins ljós. Eftir það datt engum í hug að samþykkja frumvarpið. Það reyndist andstætt þjóðarhagsmunum. Nú er stjórnarskrármálið í sama farvegi.Vitibornir eða vitlausir þingmenn? Þrjú ár eru frá því að ríkisstjórnin lýsti yfir því að endurskoðun stjórnarskrárinnar væri nauðsynleg. Alþingi hefur haft hugmyndir stjórnlagaráðs til skoðunar í meira en hálft ár. Samt er staða málsins sú að ríkisstjórnin hefur ekki enn sagt eitt aukatekið orð um það hvernig hún telur að breyta eigi stjórnarskránni. Þeir sem forystu hafa fyrir málinu á Alþingi hafa sett lok á efnislegar umræður um hugmyndir stjórnlagaráðs. Þeir hafa látið hjá líða að láta greina hugmyndir þess. Ekki hefur verið óskað eftir lögfræðilegu mati, ekki stjórnmálafræðilegu mati og ekki hagfræðilegu mati. Þá hefur enginn þingflokkur tekið afstöðu eða flutt eigin tillögur. Forseti Íslands er sá eini sem rætt hefur hugmyndir stjórnlagaráðs efnislega á Alþingi. Það gerði hann við þingsetningu á liðnu hausti. Þar taldi hann að hugmyndir stjórnlagaráðs færðu honum og eftirmönnum hans stóraukin völd. Flestir stjórnlagaráðsmenn hafa andmælt þessari túlkun. Margir lögfræðingar líta svo á að forsetinn hafi nokkuð til síns máls. Hvað þýða þá hugmyndirnar? Meirihluti Alþingis vill ekki svara því. Hann hefur falið skrifstofustjóra Alþingis að segja þjóðinni til um hvað í hugmyndunum felst. Skrifstofustjórinn er mætur maður en hefur ekki umboð til að túlka hugmyndir sem Alþingi hafa borist og það ekki tekið afstöðu til. Þegar skrifstofustjórinn á að skýra hvort þeir sem vilja texta eins og forsetinn skilur hann eigi að segja já eða nei er hætt við að jafnvel þeim spaka manni vefjist tunga um tönn. Hann verður þá að snúa sér til Alþingis og biðja um afstöðu þess. Þetta er þó einfaldasta álitaefnið af hundrað en segir þá sögu eina að málið er vanreifað. Það er vanvirðing við þjóðina að leggja það þannig í dóm hennar.Hví fær þjóðin ekki úrslitavald? Þjóðaratkvæði í sumar snýst ekki um að færa stjórnarskrárvaldið til fólksins. Ætlunin er aðeins að fá óskuldbindandi álit á hugmyndum sem verulegur vafi leikur á hvað þýða í raun og veru. Eftir það getur tvennt gerst: Annað er að þingmenn taki niðurstöðuna og túlki hana þá með sínum hætti og endurskrifi textann. Hitt er að þeir ómaki sig ekki á því heldur samþykki textann óbreyttan og láti dómstólum eftir að ákveða hver raunveruleg stjórnskipun er í landinu. Þetta heitir að spila með fólk en á lítið skylt við hugmyndir um að færa valdið til fólksins. Eigi að færa þjóðinni vald í raun og veru þarf Alþingi sjálft að gera upp við sig hvernig stjórnarskrá það vill fá. Það þarf að koma sér saman um texta sem ekki er ágreiningur um hvað merkir. Síðan þarf Alþingi eða meirihluti þess að hafa kjark til að leggja þann ávöxt eigin dómgreindar í dóm þjóðarinnar. Sjálf gildistaka stjórnarskrárinnar verður þannig háð samþykki fólksins í landinu. Þá reynir á þá pólitísku leiðsögn sem þingmenn buðu sig fram til að gegna og taka laun fyrir. Er ástæðan fyrir klúðrinu sú að þingmenn þora ekki að leggja dómgreind sína undir úrslitavald kjósenda?
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun