Hjólin snúast Steingrímur J. Sigfússon skrifar 9. mars 2012 06:00 Nýjar tölur Hagstofu Íslands um 3,1% vöxt á landsframleiðslu á árinu 2011 gefa sterka vísbendingu um að nú sé tekið við nýtt tímabil í efnahagslífi landsins eftir kreppu hrunáranna. Er þessi vöxtur meiri en flestir greinendur gerðu ráð fyrir. Vöxtur sem er jafn kröftugur og þessi stuðlar að bættum lífskjörum, aukinni atvinnu, frekari fjárfestingu og ekki síst skapar hann forsendur til að takast á við mörg þau vandasömu verkefni er hrunið hefur skilið eftir sig. Til að mynda stuðlar þetta að bættum rekstri ríkissjóðs í formi aukinna tekna og möguleika til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Eftir hrun fjölgaði stórkostlega í hópi úrtöluradda og það verulega á hlut bjartsýnisspámanna góðæristímans. Báðar fylkingar eiga það þó sammerkt að málflutningur þeirra er oft einsleitur og innihaldsrýr. Þannig hafa fulltrúar úrtölumanna amast við því að hjól atvinnulífsins fari ekki í gang og hér sé enginn hagvöxtur. Nú er raunin önnur eins og tölur Hagstofunnar sýna en þá tekur við nýr sálmur sömu manna um að hagvöxturinn sé ekki sú tegund af hagvexti sem þeir helst kjósa þar sem hann sé drifinn af einkaneyslu. Þó að rétt sé að einkaneyslan hafi aukist dróst hún verulega saman á árunum 2009 og 2010. Þegar rýnt er í tölurnar sést að einkaneyslan skýrir ekki vöxtinn í hagkerfinu ein og sér heldur hefur útflutningur reynst kraftmeiri og fjárfesting aukist verulega. Hagvaxtarhorfur á yfirstandandi ári eru vel viðunandi, ekki síst þegar horft er til hins alþjóðlega ástands. Vöxtur hagkerfisins á Íslandi er athyglisverður í alþjóðlegum samanburði. Þannig eykst landsframleiðslan um 4,4% á þriðja ársfjórðungi og um 1,9% á fjórða ársfjórðungi en báðir þessir ársfjórðungar eru hærri en í öllum löndum ESB, Noregi, Sviss, Bandaríkjunum og Japan. Bendir þetta til þess að á meðan Ísland er að ná sér út úr kreppunni eru mörg ríki enn að kljást við neikvæð hagvaxtaráhrif hennar. Þó ber að hafa í huga að viðvarandi kreppa í helstu viðskiptalöndum okkar getur haft neikvæð áhrif á þróun mála hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Nýjar tölur Hagstofu Íslands um 3,1% vöxt á landsframleiðslu á árinu 2011 gefa sterka vísbendingu um að nú sé tekið við nýtt tímabil í efnahagslífi landsins eftir kreppu hrunáranna. Er þessi vöxtur meiri en flestir greinendur gerðu ráð fyrir. Vöxtur sem er jafn kröftugur og þessi stuðlar að bættum lífskjörum, aukinni atvinnu, frekari fjárfestingu og ekki síst skapar hann forsendur til að takast á við mörg þau vandasömu verkefni er hrunið hefur skilið eftir sig. Til að mynda stuðlar þetta að bættum rekstri ríkissjóðs í formi aukinna tekna og möguleika til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Eftir hrun fjölgaði stórkostlega í hópi úrtöluradda og það verulega á hlut bjartsýnisspámanna góðæristímans. Báðar fylkingar eiga það þó sammerkt að málflutningur þeirra er oft einsleitur og innihaldsrýr. Þannig hafa fulltrúar úrtölumanna amast við því að hjól atvinnulífsins fari ekki í gang og hér sé enginn hagvöxtur. Nú er raunin önnur eins og tölur Hagstofunnar sýna en þá tekur við nýr sálmur sömu manna um að hagvöxturinn sé ekki sú tegund af hagvexti sem þeir helst kjósa þar sem hann sé drifinn af einkaneyslu. Þó að rétt sé að einkaneyslan hafi aukist dróst hún verulega saman á árunum 2009 og 2010. Þegar rýnt er í tölurnar sést að einkaneyslan skýrir ekki vöxtinn í hagkerfinu ein og sér heldur hefur útflutningur reynst kraftmeiri og fjárfesting aukist verulega. Hagvaxtarhorfur á yfirstandandi ári eru vel viðunandi, ekki síst þegar horft er til hins alþjóðlega ástands. Vöxtur hagkerfisins á Íslandi er athyglisverður í alþjóðlegum samanburði. Þannig eykst landsframleiðslan um 4,4% á þriðja ársfjórðungi og um 1,9% á fjórða ársfjórðungi en báðir þessir ársfjórðungar eru hærri en í öllum löndum ESB, Noregi, Sviss, Bandaríkjunum og Japan. Bendir þetta til þess að á meðan Ísland er að ná sér út úr kreppunni eru mörg ríki enn að kljást við neikvæð hagvaxtaráhrif hennar. Þó ber að hafa í huga að viðvarandi kreppa í helstu viðskiptalöndum okkar getur haft neikvæð áhrif á þróun mála hér.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun