Áskorun til forseta Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar 10. mars 2012 12:00 Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú ákveðið að gefa kost á sér til forseta fimmta kjörtímabilið. Til þess hefur hann fullan rétt og þarf ekki að rökstyðja með neinu nema því að hann langi til að vinna áfram í þeim anda sem hann hefur gert. En rökstuðningur Ólafs sætir tíðindum. Hann er eftirfarandi:1) ...vísað er til vaxandi óvissu um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá,2) …umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis,3) …sem og átaka um fullveldi Íslands.4) …Þá er einnig áréttað mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. „Vaxandi óvissa varðandi stjórnskipan og stöðu forseta"? Ef vísað er til þeirrar skapandi og frjóu umræðu sem nú á sér stað um stjórnarskrá og stöðu forseta, sem birtist í umræðum þjóðfundar, tillögum stjórnlagaráðs, almennri umræðu og á hinu háa Alþingi þá ætti forseti að fagna þeirri „vegferð". Hvetja til framsækni, þátttöku og nýsköpunar til að skapa Nýja Ísland. „Óvissan" er kjarni í lýðræðislegu ferli. Hvað er hættulegt við að endurskoða stjórnarskrána eftir lýðræðislegum leiðum og hvað kallar sérstaklega á endurkjör núverandi forseta í því samhengi? Í sömu hendingu er vísað í umrót á vettvangi „þjóðmála og flokkakerfis". Umrótið verður varla meira en það sem kallast Hrun og varð fyrir þremur árum. Og umrót í flokkakerfi höfum við upplifað áður án þess að forsetaembættið ætti þar hlut að máli. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson var formaður Alþýðubandalagsins studdi hann ekki eigin flokk heldur Nýjan vettvang í borgarstjórnarkosningum. Áður hafði hann sannarlega sjálfur tekið þátt í „umróti" í ýmsum flokkum. Kvennalistinn kom og fór án atbeina forseta Íslands. Samfylkingin var stofnuð án aðkomu forseta, upp úr umróti þriggja flokka. Borgaraflokkur Alberts, Bandalag Vilmundar, Frjálslyndi flokkurinn… Hvað kallar á sitjandi forseta til að valda reiti í umróti flokkakerfisins einmitt núna? Átök um fullveldiMestum tíðindum sætir fullyrðing Ólafs Ragnars að nú standi átök um fullveldi landsins. Fróðlegt væri að sjá nánari skýringar á því. Taki maður þessa yfirlýsingu alvarlega er hún ekkert annað en stórtíðindi. Forseta Íslands ber skylda til að rökstyðja með skýrum hætti slíka yfirlýsingu, annað sæmir ekki. Ef nú standa sérstök átök um sjálft fullveldi landsins ber að upplýsa um alla þætti þeirrar hættu og hvernig forseti hyggst bregðast við henni nái hann endurkjöri. Sé átt við aðildarviðræður að Evrópusambandinu hefur aldrei staðið annað til en að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram að þeim loknum án þess að forseti komi þar sérstaklega að málum. Lítil fyrirhöfnÞegar slík stórmál eru nefnd sérstaklega (fullveldi Íslands, vaxandi óvissa um stjórnskipan landsins) kann ýmsum að þykja úr vöndu að ráða. En Ólafur Ragnar virðist telja fullveldið og stjórnskipan landsins og sjálfan málstað þjóðarinnar vera skammtímaverkefni sem hann geti leyst á tveimur árum: „Það er einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst, ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda." Allt þetta á einu eða tveimur árum? Og þarf þá ekki eftir það að „…standa vörð um málstað Íslands á alþjóðavettvangi?" Ég skora á forseta að gera skýra grein fyrir öllum þessum atriðum.Ástæðan fyrir því að ég skoraði ekki á forseta að halda áfram Ólafur Ragnar hefur ýmislegt gert vel í embætti. Ég samgladdist honum þegar hann sagði í áramótaávarpi sínu að hann væri hættur og hygðist finna kröftum sínum nýjan vettvang laus úr embættishlekkjum. Því nú er krafa tímans að við veljum forseta Nýja Íslands. Forsetakosningarnar í sumar eru fyrsta tækifæri þjóðarinnar eftir Hrun að segja skýrt og milliliðalaust að nú verði endurreisn, siðbót, bætt lýðræði, raunverulegar breytingar á kerfinu sem leiddi lýðveldið unga fram af brún hengiflugs haustið 2008. Við þurfum að segja skilið við sögu og arfleifð sem Ólafur Ragnar Grímsson er hluti af. Vegna þess að… Í fyrsta lagi varð honum illilega á með áköfum stuðningi sínum við útrásargengið og söluræður hans víða í útlöndum um íslensku þjóðina voru ekki samboðnar henni eða virðingu embættisins. Þótt finna megi því stað að forsetinn hafi beðist afsökunar með einum eða öðrum hætti, stendur óhaggað það sem hann sagði sjálfur, að embættið var misnotað meðan hann var á vakt og hann sýndi dómgreindarskort gagnvart auðmönnum. Þetta grefur undan trausti. Í öðru lagi hefur Ólafi Ragnari mistekist að gera raunverulega yfirbót þegar tækifæri gafst. Hann hafnaði algjörlega gagnrýni á framgöngu sína í Rannsóknarskýrslu Alþingis og féllst ekki á nauðsyn þess að forsetaembættinu yrðu settar siðareglur. Hann átti að taka forystu þegar ákall um siðbót í samfélaginu heyrðist úr öllum áttum, en brást. Þetta grefur undan siðbót. Í þriðja lagi vinnur forseti ógagn þegar hann skapar óþarfan ótta og spilar á strengi „óvissu". Þetta grefur undan tiltrú og vongleði. Hvernig forseta viljum við?Það jafngildir uppgjöf að kjósa forseta Gamla Íslands enn á ný eftir sextán ára setu á þeim valdastóli. Þjóðin þarf sárlega á nýjum forseta að halda sem getur orðið sameinandi afl en ekki sundrungartákn. Á næstu misserum reynir á þjóðina, stjórnmálin og stjórnkerfið að bæta lýðræði og vinnubrögð við stjórn landsins. Það þarf að endurvinna traust, setja leikreglur sem halda, bæta umræðumenningu, sýna heilindi; taka vonglöð skref til betri hátta og segja skilið við spillingu, gerræði og fúsk. Þá skiptir máli að forseti landsins sé með í för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú ákveðið að gefa kost á sér til forseta fimmta kjörtímabilið. Til þess hefur hann fullan rétt og þarf ekki að rökstyðja með neinu nema því að hann langi til að vinna áfram í þeim anda sem hann hefur gert. En rökstuðningur Ólafs sætir tíðindum. Hann er eftirfarandi:1) ...vísað er til vaxandi óvissu um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá,2) …umróts á vettvangi þjóðmála og flokkakerfis,3) …sem og átaka um fullveldi Íslands.4) …Þá er einnig áréttað mikilvægi þess að standa vörð um málstað þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. „Vaxandi óvissa varðandi stjórnskipan og stöðu forseta"? Ef vísað er til þeirrar skapandi og frjóu umræðu sem nú á sér stað um stjórnarskrá og stöðu forseta, sem birtist í umræðum þjóðfundar, tillögum stjórnlagaráðs, almennri umræðu og á hinu háa Alþingi þá ætti forseti að fagna þeirri „vegferð". Hvetja til framsækni, þátttöku og nýsköpunar til að skapa Nýja Ísland. „Óvissan" er kjarni í lýðræðislegu ferli. Hvað er hættulegt við að endurskoða stjórnarskrána eftir lýðræðislegum leiðum og hvað kallar sérstaklega á endurkjör núverandi forseta í því samhengi? Í sömu hendingu er vísað í umrót á vettvangi „þjóðmála og flokkakerfis". Umrótið verður varla meira en það sem kallast Hrun og varð fyrir þremur árum. Og umrót í flokkakerfi höfum við upplifað áður án þess að forsetaembættið ætti þar hlut að máli. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson var formaður Alþýðubandalagsins studdi hann ekki eigin flokk heldur Nýjan vettvang í borgarstjórnarkosningum. Áður hafði hann sannarlega sjálfur tekið þátt í „umróti" í ýmsum flokkum. Kvennalistinn kom og fór án atbeina forseta Íslands. Samfylkingin var stofnuð án aðkomu forseta, upp úr umróti þriggja flokka. Borgaraflokkur Alberts, Bandalag Vilmundar, Frjálslyndi flokkurinn… Hvað kallar á sitjandi forseta til að valda reiti í umróti flokkakerfisins einmitt núna? Átök um fullveldiMestum tíðindum sætir fullyrðing Ólafs Ragnars að nú standi átök um fullveldi landsins. Fróðlegt væri að sjá nánari skýringar á því. Taki maður þessa yfirlýsingu alvarlega er hún ekkert annað en stórtíðindi. Forseta Íslands ber skylda til að rökstyðja með skýrum hætti slíka yfirlýsingu, annað sæmir ekki. Ef nú standa sérstök átök um sjálft fullveldi landsins ber að upplýsa um alla þætti þeirrar hættu og hvernig forseti hyggst bregðast við henni nái hann endurkjöri. Sé átt við aðildarviðræður að Evrópusambandinu hefur aldrei staðið annað til en að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram að þeim loknum án þess að forseti komi þar sérstaklega að málum. Lítil fyrirhöfnÞegar slík stórmál eru nefnd sérstaklega (fullveldi Íslands, vaxandi óvissa um stjórnskipan landsins) kann ýmsum að þykja úr vöndu að ráða. En Ólafur Ragnar virðist telja fullveldið og stjórnskipan landsins og sjálfan málstað þjóðarinnar vera skammtímaverkefni sem hann geti leyst á tveimur árum: „Það er einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst, ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda." Allt þetta á einu eða tveimur árum? Og þarf þá ekki eftir það að „…standa vörð um málstað Íslands á alþjóðavettvangi?" Ég skora á forseta að gera skýra grein fyrir öllum þessum atriðum.Ástæðan fyrir því að ég skoraði ekki á forseta að halda áfram Ólafur Ragnar hefur ýmislegt gert vel í embætti. Ég samgladdist honum þegar hann sagði í áramótaávarpi sínu að hann væri hættur og hygðist finna kröftum sínum nýjan vettvang laus úr embættishlekkjum. Því nú er krafa tímans að við veljum forseta Nýja Íslands. Forsetakosningarnar í sumar eru fyrsta tækifæri þjóðarinnar eftir Hrun að segja skýrt og milliliðalaust að nú verði endurreisn, siðbót, bætt lýðræði, raunverulegar breytingar á kerfinu sem leiddi lýðveldið unga fram af brún hengiflugs haustið 2008. Við þurfum að segja skilið við sögu og arfleifð sem Ólafur Ragnar Grímsson er hluti af. Vegna þess að… Í fyrsta lagi varð honum illilega á með áköfum stuðningi sínum við útrásargengið og söluræður hans víða í útlöndum um íslensku þjóðina voru ekki samboðnar henni eða virðingu embættisins. Þótt finna megi því stað að forsetinn hafi beðist afsökunar með einum eða öðrum hætti, stendur óhaggað það sem hann sagði sjálfur, að embættið var misnotað meðan hann var á vakt og hann sýndi dómgreindarskort gagnvart auðmönnum. Þetta grefur undan trausti. Í öðru lagi hefur Ólafi Ragnari mistekist að gera raunverulega yfirbót þegar tækifæri gafst. Hann hafnaði algjörlega gagnrýni á framgöngu sína í Rannsóknarskýrslu Alþingis og féllst ekki á nauðsyn þess að forsetaembættinu yrðu settar siðareglur. Hann átti að taka forystu þegar ákall um siðbót í samfélaginu heyrðist úr öllum áttum, en brást. Þetta grefur undan siðbót. Í þriðja lagi vinnur forseti ógagn þegar hann skapar óþarfan ótta og spilar á strengi „óvissu". Þetta grefur undan tiltrú og vongleði. Hvernig forseta viljum við?Það jafngildir uppgjöf að kjósa forseta Gamla Íslands enn á ný eftir sextán ára setu á þeim valdastóli. Þjóðin þarf sárlega á nýjum forseta að halda sem getur orðið sameinandi afl en ekki sundrungartákn. Á næstu misserum reynir á þjóðina, stjórnmálin og stjórnkerfið að bæta lýðræði og vinnubrögð við stjórn landsins. Það þarf að endurvinna traust, setja leikreglur sem halda, bæta umræðumenningu, sýna heilindi; taka vonglöð skref til betri hátta og segja skilið við spillingu, gerræði og fúsk. Þá skiptir máli að forseti landsins sé með í för.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun