Fréttir DV Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. Tjáningarfrelsið felur í sér mikilsverð réttindi, en því fylgja líka skyldur. DV hefur á undanförnum árum fullnýtt sér tjáningarfrelsið, en virðist vera algjörlega fyrirmunað að skilja þær skyldur sem því fylgja. Afleiðingin af þessu heilkenni DV eru ítrekaðar málssóknir vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs. Það er raunar sérstakt rannsóknarefni að DV skuli finnast tíma sínum betur varið í réttarsölum á Lækjartorgi og við Arnarhól en að segja fréttir. Til einföldunar fyrir DV má draga skyldurnar saman í þrjár reglur sem flestum hafa verið innrættar frá blautu barnsbeini. Í fyrsta lagi að sannleikurinn sé sagna bestur. Í öðru lagi að menn eigi að koma fram við náungann eins og þeir vilja að sé komið fram við sig. Í þriðja lagi að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Nýlega var forsíðufrétt í DV sem braut gegn öllum þremur framangreindum reglum, en þar var fjallað um Birki Kristinsson, fyrrverandi knattspyrnumann og starfsmann Glitnis/Íslandsbanka. Á forsíðu DV í umrætt skipti var mynd af Birki ásamt eftirfarandi fyrirsögn: YFIRHEYRÐUR. Birkir Kristinsson flæktur í meinta markaðsmisnotkun. Forsíðunni var augljóslega ætlað að skapa þau hughrif að Birkir sætti rannsókn yfirvalda og væri með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á meintri markaðsmisnotkun. Til þess að komast að því að svo væri ekki var nauðsynlegt að lesa fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins, en þar kom fram að Birkir væri vitni í málinu. Hér ber að hafa í huga að forsíða DV fer víða og er stillt upp með áberandi hætti á útsölustöðum blaðsins og kemur þannig fyrir sjónir tugþúsunda. Öðru máli gegnir um fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins sem margfalt færri sjá. Með forsíðufréttinni er því dróttað að æru Birkis sem er refsiverð og skaðabótaskyld háttsemi sem DV og ritstjórar blaðsins bera ábyrgð á að lögum. Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál. Á haustmánuðum 2011 var forsíðufrétt í DV sem var sama marki brennd, en á forsíðunni var mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem þakti 3/4 hluta forsíðunnar. Yfir forsíðuna var skrifað með stríðsletri BJARNI BEN YFIRHEYRÐUR, en yfirfyrirsögn forsíðunnar var Ákærur yfirvofandi í Sjóvár-málinu. Í undirfyrirsögn á forsíðu kom síðan fram að formaður Sjálfstæðisflokksins væri vitni í málinu. Hér er forsíðunni augljóslega ætlað að skapa þau hughrif hjá lesendum að Bjarni Benediktsson sé með réttarstöðu sakbornings vegna lögreglurannsóknar á svokölluðu Sjóvár- eða Vafningsmáli og að hann verði senn ákærður. Ef tilgangur DV var annar þá hefði hin risavaxna mynd að sjálfsögðu verið af þeim aðilum sem eru með réttarstöðu sakbornings í málinu og verða hugsanlega ákærðir. Það er því augljóst að annarleg sjónarmið réðu framsetningu fréttarinnar á forsíðu DV í umrætt skipti eins og virðist reyndar vera með allan fréttaflutning DV af málinu, en blaðið virðist ekki þreytast á því að endurbirta í sífellu sömu fréttina af málinu, alltaf með Bjarna Benediktsson í forgrunni, sem er sérkennilegt þar sem hann er vitni í málinu en ekki sakborningur. Það er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Vafningsmálið Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur málssóknum vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs fjölgað umtalsvert á Íslandi. Ástæðan fyrir þessari aukningu er tvíþætt að mati höfundar. Annars vegar er fólk meðvitaðra um rétt sinn. Hins vegar óvönduð vinnubrögð blaðamanna og ritstjóra hjá tilteknum útgefendum. Tveir útgefendur eru í algjörum sérflokki hvað varðar fjölda málssókna. Það eru Birtíngur útgáfufélag og DV. Umfjöllunin hér á eftir er takmörkuð við þann síðarnefnda. Tjáningarfrelsið felur í sér mikilsverð réttindi, en því fylgja líka skyldur. DV hefur á undanförnum árum fullnýtt sér tjáningarfrelsið, en virðist vera algjörlega fyrirmunað að skilja þær skyldur sem því fylgja. Afleiðingin af þessu heilkenni DV eru ítrekaðar málssóknir vegna ærumeiðinga og brota gegn friðhelgi einkalífs. Það er raunar sérstakt rannsóknarefni að DV skuli finnast tíma sínum betur varið í réttarsölum á Lækjartorgi og við Arnarhól en að segja fréttir. Til einföldunar fyrir DV má draga skyldurnar saman í þrjár reglur sem flestum hafa verið innrættar frá blautu barnsbeini. Í fyrsta lagi að sannleikurinn sé sagna bestur. Í öðru lagi að menn eigi að koma fram við náungann eins og þeir vilja að sé komið fram við sig. Í þriðja lagi að aðgát skuli höfð í nærveru sálar. Nýlega var forsíðufrétt í DV sem braut gegn öllum þremur framangreindum reglum, en þar var fjallað um Birki Kristinsson, fyrrverandi knattspyrnumann og starfsmann Glitnis/Íslandsbanka. Á forsíðu DV í umrætt skipti var mynd af Birki ásamt eftirfarandi fyrirsögn: YFIRHEYRÐUR. Birkir Kristinsson flæktur í meinta markaðsmisnotkun. Forsíðunni var augljóslega ætlað að skapa þau hughrif að Birkir sætti rannsókn yfirvalda og væri með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á meintri markaðsmisnotkun. Til þess að komast að því að svo væri ekki var nauðsynlegt að lesa fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins, en þar kom fram að Birkir væri vitni í málinu. Hér ber að hafa í huga að forsíða DV fer víða og er stillt upp með áberandi hætti á útsölustöðum blaðsins og kemur þannig fyrir sjónir tugþúsunda. Öðru máli gegnir um fréttina sjálfa á innsíðum blaðsins sem margfalt færri sjá. Með forsíðufréttinni er því dróttað að æru Birkis sem er refsiverð og skaðabótaskyld háttsemi sem DV og ritstjórar blaðsins bera ábyrgð á að lögum. Í þessu sambandi má velta því upp hvort ritstjórum DV þætti eftirfarandi fyrirsögn ásamt myndbirtingu á forsíðu víðlesins dagblaðs viðeigandi og réttlát ef þannig háttaði til að ritstjórarnir væru vitni í sakamáli. Yfirheyrðir. Ritstjórar DV flæktir í meint kynferðisbrotamál. Á haustmánuðum 2011 var forsíðufrétt í DV sem var sama marki brennd, en á forsíðunni var mynd af Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, sem þakti 3/4 hluta forsíðunnar. Yfir forsíðuna var skrifað með stríðsletri BJARNI BEN YFIRHEYRÐUR, en yfirfyrirsögn forsíðunnar var Ákærur yfirvofandi í Sjóvár-málinu. Í undirfyrirsögn á forsíðu kom síðan fram að formaður Sjálfstæðisflokksins væri vitni í málinu. Hér er forsíðunni augljóslega ætlað að skapa þau hughrif hjá lesendum að Bjarni Benediktsson sé með réttarstöðu sakbornings vegna lögreglurannsóknar á svokölluðu Sjóvár- eða Vafningsmáli og að hann verði senn ákærður. Ef tilgangur DV var annar þá hefði hin risavaxna mynd að sjálfsögðu verið af þeim aðilum sem eru með réttarstöðu sakbornings í málinu og verða hugsanlega ákærðir. Það er því augljóst að annarleg sjónarmið réðu framsetningu fréttarinnar á forsíðu DV í umrætt skipti eins og virðist reyndar vera með allan fréttaflutning DV af málinu, en blaðið virðist ekki þreytast á því að endurbirta í sífellu sömu fréttina af málinu, alltaf með Bjarna Benediktsson í forgrunni, sem er sérkennilegt þar sem hann er vitni í málinu en ekki sakborningur. Það er mál að linni.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun