
Yfirlýsingar fyrir Landsdómi rangar
Ástþór Magnússon sendi stjórnvöldum og forsetaframbjóðendum kaldar kveðjur á Þingvöllum: „Talaði um heim valdapots, svika og pretta… Ég fæ ekki betur séð en að íslensku þjóðfélagi sé haldið í heljargreipum einhverra huldumanna… Ef það reynist rétt er full þörf á verulegri endurskoðun og uppstokkun."
Í útvarpi, sjónvarpi og á fundum fjallaði Ástþór um yfirvofandi þjóðargjaldþrot.
Árið 1998 sendi Ástþór greinagerð til Finns Ingólfssonar, þáverandi ráðherra bankamála, um hættulega stöðu íslenskra banka en því var svarað í fjölmiðlum með þessum orðum: „ámælisvert að settar séu fram opinberlega órökstuddar fullyrðingar um starfsemi og veika fjárhagsstöðu nafngreindra lánastofnana."
Þá reyndi Ástþór að kaupa Landsbankann áður en bankinn var afhentur glæpaklíku frá Rússlandi. Tilboðinu var hafnað af Finni Ingólfssyni sem svo keypti annan ríkisbanka í félagi við menn sem nú hafa verið ákærðir fyrir fjársvik.
Forkólfar útrásarinnar, m.a. ritstjóri útbreiddasta dagblaðs landsins, kepptust við að draga mannorð og trúverðugleika Ástþórs í ræsið og var hann afgreiddur í leiðurum, blaðagreinum og ljósvakamiðlum með ýmsum frumlegum uppnefnum svo sem „Ófriður tvöþúsund, Friðþór tvöþúsundkall, Landskunnur vitleysingur, athyglissjúklingur, ruglukollur, þorpsfífl".
Þegar Ástþór síðan mótmælti þátttöku Íslands í Íraksstríðinu og fyrirætlunum um að senda Icelandair-flugvélar með vopn og hermenn til Mið-Austurlanda notuðu stjórnvöld tækifærið, stungu honum í fangelsi og í einangrunarvist á Litla-Hrauni undir hótunum lögreglu um 16 ára fangelsi drægi hann ekki ummæli sín til baka. Hæstiréttur fyrirskipaði lögreglunni að láta Ástþór lausan.
Þjóðin lét ráðamenn og fjölmiðla spila með sig og afgreiddi Ástþór með 4.422 atkvæðum árið 1996 og 2.000 atkvæðum árið 2004. Óhætt er að fullyrða og öllum ljóst sem hafa kynnt sér baráttumál Ástþórs Magnússonar að íslenska þjóðarbúið væri nú í annarri stöðu í dag ef hlustað hefði verið á Ástþór og honum veitt tækifæri til að spyrna á móti spillingunni og fjármálamisferlinu frá Bessastöðum. Þess í stað valdi þjóðin forseta sem kostaður var í embætti af forkólfum útrásarinnar. Í kjölfarið var forsetaembættið ítrekað misnotað í þágu alþjóðlegrar fjársvikamyllu.
Nú stendur þjóðinni til boða val um að kjósa hálfan forseta eða heilsteyptan og þrautseigan mann eins og Ástþór sem er tilbúinn að gegna embættinu út kjörtímabilið og sem hefur ekkert annað að leiðarljósi en hagsmuni þjóðarinnar eins og fólk getur kynnt sér á vefnum forsetakosningar.is
Skoðun

Töfrakista tækifæranna
Hrefna Óskarsdóttir skrifar

Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Frelsið er yndislegt þegar það hentar
Jens Garðar Helgason skrifar

Borgaralegt og hernaðarlegt
Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum
Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar

Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana?
Micah Garen skrifar

Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum
Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar

Grafið undan grunngildum
Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar

Samúð
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Allskonar núansar
Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar

Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir?
Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar

Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands
Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar

Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025
Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar

Byggjum meira á Kjalarnesi
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis
Heimir Már Pétursson skrifar

Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Hugleiðingar um listamannalaun V
Þórhallur Guðmundsson skrifar

Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!!
Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar

Olíunotkun er þjóðaröryggismál
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Mokum ofan í skotgrafirnar
Teitur Atlason skrifar

Kennarastarfið óheillandi... því miður
Guðrún Kjartansdóttir skrifar

Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023
Pétur Óskarsson skrifar

Kynskiptur vinnumarkaður
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Við kjósum Magnús Karl
Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar

Harka af sér og halda áfram
Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar

Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda
Ólafur Stephensen skrifar

Gulur, rauður, blár og B+
Jón Pétur Zimsen skrifar

Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra
Einar Mikael Sverrisson skrifar