19. aldar iðnvæðing á Suðurnesjum? Magnús Rannver Rafnsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Fyrir hvern er hagkvæmnin reiknuð, þegar kemur að því að reikna kostnað af raforkuflutningskerfum? Hversu mikið kostar vond ímynd? Margar þjóðir eyða miklum fjármunum í að markaðssetja sig sem best þær geta. Ef við viljum að Suðurnes verði vitnisburður um 19. aldar iðnvæðingu á 21. öldinni, þá er vitaskuld best að halda áfram á þeirri braut sem Landsnet hefur markað. Eftir tíu ár verður þessi ímynd enn fjarlægari nútímanum sem gerir hana enn sérstæðari. E.t.v. er þetta í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar. Af hverju þykir það sjálfsagt (sbr. það sem komið hefur fram í máli forstjóra Landsnets) að það skili sér beint í hærra orkuverði til almennings ef raforkuflutningskerfi sem byggt er fyrir einkafyrirtæki í Helguvík verður dýrara en Landsnet gerði ráð fyrir? Í fyrsta lagi hefur viðkomandi einkafyrirtæki væntanlega samið sérstaklega um annað og lægra orkuverð en við hin borgum. Í öðru lagi, hefði ekki átt að taka tillit til þessa í hagkvæmniútreikningum fyrirtækisins? Var það kannski hugmyndin að almenningur stæði undir kostnaði sem snýr að umhverfi, aðlögun eða auknum gæðum almennt? Eru umhverfismál og gæði kannski alfarið á kostnað almennings – eitthvað sem greiðist eftir skatt en ekki með sköttum? Þriðja leiðinÞað er eitt að byggja álver og annað hvernig það er gert. Það er eitt að byggja raforkuflutningskerfi fyrir loftlínur og annað hvernig það er gert. Iðnaðarmannvirki þarf ekki að hanna með sama hætti og gert var snemma á tuttugustu öld – tímarnir eru breyttir. Auðvitað er hægt að aðlaga iðnaðarmannvirki að nútímanum, landslaginu og samfélaginu – og í sátt við það – með umhverfisvæn sjónarmið í huga. Til þess þarf bara vilja og það kostar ekki meira ef rétt er að farið. Þriðja leiðin felur í sér lausnir sem uppfylla bæði tæknilegar og umhverfislegar kröfur á hagkvæman hátt. Þrýstingur á breytingar eykst nú hratt með vaxandi umhverfisvakningu og tilheyrandi umhverfiskröfum í mannvirkjahönnun. Það er e.t.v. ráð að hafa þetta í huga, þar sem mannvirkin sem nú stendur til að reisa á Reykjanesskaganum munu standa þar um margra áratuga skeið. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að háspennumöstur í formi „skúlptúra“, eins og oft vill verða niðurstaðan í arkitektasamkeppnum um háspennumöstur, eru ólíkleg til þess að vera lausn á vandamálinu sem hér er rætt. Það krefst þekkingar að greina á milli skúlptúra annars vegar og lausna hins vegar, sem ekki bara uppfylla kröfur til tæknilegs hlutverks, umhverfis og kostnaðar, heldur jafnframt bæta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina. Háspennustrengir í jörðuHáspennustrengur í jörðu er krefjandi framkvæmd í umhverfislegu tilliti. Vegagerð fyrir þungavinnuvélar, stórir skurðir og fyllingar tilheyra slíkri framkvæmd. Breitt svöðusár verður eftir í landslaginu sem í íslenskum aðstæðum er oft viðkvæmt. Í samhengi við Suðvesturlínur er um að ræða mosa og hraun, svöðusár sem ekki verður lagað eftir á. Um þetta hefur verið skrifað í Fréttablaðinu (Gústaf Adolf Skúlason, 25. nóvember 2011). Engu að síður ber að ígrunda þennan valkost vel, ef valið stendur á milli þess og þeirrar lausnar sem Landsnet býður upp á. Hér þarf bráðnauðsynlega að kanna þriðju leiðina. Að lokum Hér er ekki mælt gegn loftlínum sem slíkum, við þurfum rafmagn. Hér er bent á að valkostirnir eru fleiri en tveir. Í þriðju leiðinni er að finna aðrar lausnir sem gætu verið grundvöllur að meiri sátt um framkvæmdir eins og þær sem hér er rætt um – stóriðnaðarframkvæmdir. Það má ekki gleyma því að niðurgrafinn háspennustrengur út eftir Reykjanesskaganum veldur óafturkræfu umhverfisraski. Jarðstrengur er því frá umhverfissjónarmiðum að vissu leyti vafasöm framkvæmd. Kostnaðarhliðin er þekkt og hefur verið rædd mikið í fjölmiðlum. Fjárfesting í orkuflutningskerfum er skv. sérfræðingum áhættuminnsta fjárfestingin sem hægt er að gera í orkugeiranum í dag. Umhverfisslys vofir nú yfir Reykjanesi og með breyttri hugsun má enn koma í veg fyrir það. Um leið er fjárfest í nýrri sýn, forsendum og aðferðum – þekkingu. Nútíma verkfræði býr yfir mýmörgum möguleikum til þess að skapa nýjar raunverulega hagkvæmar og umhverfisvænar lausnir sem endurspegla samtímann og getu hans til að leysa flókin verkefni vel. Forðumst umhverfisslys á Reykjanesskaga. Greinina má lesa í fullri lengd á: www.linudans.org Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Rannver Rafnsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrir hvern er hagkvæmnin reiknuð, þegar kemur að því að reikna kostnað af raforkuflutningskerfum? Hversu mikið kostar vond ímynd? Margar þjóðir eyða miklum fjármunum í að markaðssetja sig sem best þær geta. Ef við viljum að Suðurnes verði vitnisburður um 19. aldar iðnvæðingu á 21. öldinni, þá er vitaskuld best að halda áfram á þeirri braut sem Landsnet hefur markað. Eftir tíu ár verður þessi ímynd enn fjarlægari nútímanum sem gerir hana enn sérstæðari. E.t.v. er þetta í samræmi við áform ríkisstjórnarinnar. Af hverju þykir það sjálfsagt (sbr. það sem komið hefur fram í máli forstjóra Landsnets) að það skili sér beint í hærra orkuverði til almennings ef raforkuflutningskerfi sem byggt er fyrir einkafyrirtæki í Helguvík verður dýrara en Landsnet gerði ráð fyrir? Í fyrsta lagi hefur viðkomandi einkafyrirtæki væntanlega samið sérstaklega um annað og lægra orkuverð en við hin borgum. Í öðru lagi, hefði ekki átt að taka tillit til þessa í hagkvæmniútreikningum fyrirtækisins? Var það kannski hugmyndin að almenningur stæði undir kostnaði sem snýr að umhverfi, aðlögun eða auknum gæðum almennt? Eru umhverfismál og gæði kannski alfarið á kostnað almennings – eitthvað sem greiðist eftir skatt en ekki með sköttum? Þriðja leiðinÞað er eitt að byggja álver og annað hvernig það er gert. Það er eitt að byggja raforkuflutningskerfi fyrir loftlínur og annað hvernig það er gert. Iðnaðarmannvirki þarf ekki að hanna með sama hætti og gert var snemma á tuttugustu öld – tímarnir eru breyttir. Auðvitað er hægt að aðlaga iðnaðarmannvirki að nútímanum, landslaginu og samfélaginu – og í sátt við það – með umhverfisvæn sjónarmið í huga. Til þess þarf bara vilja og það kostar ekki meira ef rétt er að farið. Þriðja leiðin felur í sér lausnir sem uppfylla bæði tæknilegar og umhverfislegar kröfur á hagkvæman hátt. Þrýstingur á breytingar eykst nú hratt með vaxandi umhverfisvakningu og tilheyrandi umhverfiskröfum í mannvirkjahönnun. Það er e.t.v. ráð að hafa þetta í huga, þar sem mannvirkin sem nú stendur til að reisa á Reykjanesskaganum munu standa þar um margra áratuga skeið. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að háspennumöstur í formi „skúlptúra“, eins og oft vill verða niðurstaðan í arkitektasamkeppnum um háspennumöstur, eru ólíkleg til þess að vera lausn á vandamálinu sem hér er rætt. Það krefst þekkingar að greina á milli skúlptúra annars vegar og lausna hins vegar, sem ekki bara uppfylla kröfur til tæknilegs hlutverks, umhverfis og kostnaðar, heldur jafnframt bæta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina. Háspennustrengir í jörðuHáspennustrengur í jörðu er krefjandi framkvæmd í umhverfislegu tilliti. Vegagerð fyrir þungavinnuvélar, stórir skurðir og fyllingar tilheyra slíkri framkvæmd. Breitt svöðusár verður eftir í landslaginu sem í íslenskum aðstæðum er oft viðkvæmt. Í samhengi við Suðvesturlínur er um að ræða mosa og hraun, svöðusár sem ekki verður lagað eftir á. Um þetta hefur verið skrifað í Fréttablaðinu (Gústaf Adolf Skúlason, 25. nóvember 2011). Engu að síður ber að ígrunda þennan valkost vel, ef valið stendur á milli þess og þeirrar lausnar sem Landsnet býður upp á. Hér þarf bráðnauðsynlega að kanna þriðju leiðina. Að lokum Hér er ekki mælt gegn loftlínum sem slíkum, við þurfum rafmagn. Hér er bent á að valkostirnir eru fleiri en tveir. Í þriðju leiðinni er að finna aðrar lausnir sem gætu verið grundvöllur að meiri sátt um framkvæmdir eins og þær sem hér er rætt um – stóriðnaðarframkvæmdir. Það má ekki gleyma því að niðurgrafinn háspennustrengur út eftir Reykjanesskaganum veldur óafturkræfu umhverfisraski. Jarðstrengur er því frá umhverfissjónarmiðum að vissu leyti vafasöm framkvæmd. Kostnaðarhliðin er þekkt og hefur verið rædd mikið í fjölmiðlum. Fjárfesting í orkuflutningskerfum er skv. sérfræðingum áhættuminnsta fjárfestingin sem hægt er að gera í orkugeiranum í dag. Umhverfisslys vofir nú yfir Reykjanesi og með breyttri hugsun má enn koma í veg fyrir það. Um leið er fjárfest í nýrri sýn, forsendum og aðferðum – þekkingu. Nútíma verkfræði býr yfir mýmörgum möguleikum til þess að skapa nýjar raunverulega hagkvæmar og umhverfisvænar lausnir sem endurspegla samtímann og getu hans til að leysa flókin verkefni vel. Forðumst umhverfisslys á Reykjanesskaga. Greinina má lesa í fullri lengd á: www.linudans.org
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun