Fallbyssufóður óskast Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. mars 2012 20:00 Bíó. Act of Valor. Leikstjórn: Mike McCoy, Scott Waugh. Alvöru hermenn leika aðalhlutverkin í þessari hörmulegu hasarmynd, sem virðist gerð til þess eins að hvetja amerísk ungmenni til að grípa til vopna fyrir ættjörðina. Herinn þarf ávallt meira fallbyssufóður og auðtrúa unglingar, aldir upp á skotleikjum og þjóðrembingi, eru móttækilegastir fyrir boðskapnum. Það er merkilegt að kvikmyndagerðarmenn sem notast við hermenn í stað leikara, alvöru vopn í stað eftirlíkinga, og fá óheftan aðgang að fólki með ótæmandi þekkingu á hvers konar stríðsbrölti, geri mynd sem er klisjukenndari og óraunverulegri en flest sem komið hefur frá Hollywood í sama geira. Bardagasenurnar eru oftar en ekki sýndar frá sjónarhorni byssunnar (blautur draumur Call of Duty-spilarans) og dauðsföll hermannanna eru sveipuð dýrðarljóma. Hermennirnir geta nánast ekkert leikið og samtölin þeirra á milli eru svo klaufaleg að hliðstæðu þeirra má helst finna í klámmyndum. Vel er hamrað á því að ein aðalpersónanna sé að verða pabbi, en það er gert til að gulltryggja geðshræringu áhorfenda þegar persónan bjargar herdeildinni með því að kasta sér ofan á handsprengju. Í lokin birtast svo hjartnæm skilaboð í textaformi, en myndin er tileinkuð öllum þeim sem hafa barist fyrir frelsinu, og einnig þeim sem munu gera það í framtíðinni. Svo kemur nafnalisti yfir látna hermenn og að lokum ljósmyndir sem sýna daglegt líf í hernum. Og nei, ég er ekki að grínast. Niðurstaða: Ég er algjörlega orðlaus. Lífið Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bíó. Act of Valor. Leikstjórn: Mike McCoy, Scott Waugh. Alvöru hermenn leika aðalhlutverkin í þessari hörmulegu hasarmynd, sem virðist gerð til þess eins að hvetja amerísk ungmenni til að grípa til vopna fyrir ættjörðina. Herinn þarf ávallt meira fallbyssufóður og auðtrúa unglingar, aldir upp á skotleikjum og þjóðrembingi, eru móttækilegastir fyrir boðskapnum. Það er merkilegt að kvikmyndagerðarmenn sem notast við hermenn í stað leikara, alvöru vopn í stað eftirlíkinga, og fá óheftan aðgang að fólki með ótæmandi þekkingu á hvers konar stríðsbrölti, geri mynd sem er klisjukenndari og óraunverulegri en flest sem komið hefur frá Hollywood í sama geira. Bardagasenurnar eru oftar en ekki sýndar frá sjónarhorni byssunnar (blautur draumur Call of Duty-spilarans) og dauðsföll hermannanna eru sveipuð dýrðarljóma. Hermennirnir geta nánast ekkert leikið og samtölin þeirra á milli eru svo klaufaleg að hliðstæðu þeirra má helst finna í klámmyndum. Vel er hamrað á því að ein aðalpersónanna sé að verða pabbi, en það er gert til að gulltryggja geðshræringu áhorfenda þegar persónan bjargar herdeildinni með því að kasta sér ofan á handsprengju. Í lokin birtast svo hjartnæm skilaboð í textaformi, en myndin er tileinkuð öllum þeim sem hafa barist fyrir frelsinu, og einnig þeim sem munu gera það í framtíðinni. Svo kemur nafnalisti yfir látna hermenn og að lokum ljósmyndir sem sýna daglegt líf í hernum. Og nei, ég er ekki að grínast. Niðurstaða: Ég er algjörlega orðlaus.
Lífið Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Fleiri fréttir Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira