Kjósum Betri hverfi Jón Gnarr borgarstjóri skrifar 29. mars 2012 06:00 Ég er stoltur af því að vera Reykvíkingur. Íbúar höfuðborgarinnar hafa sýnt það að þeir hafa margt til málanna að leggja varðandi borgina sína. Síðan samráðsvefurinn Betri Reykjavík var tekinn í notkun í október sl. hafa mörg hundruð hugmyndir litið dagsins ljós á vefnum. Nú hafa nærri sex þúsund manns skráð sig á Betri Reykjavík og fylgjast þar með hugmyndum og ræða málin fyrir opnum tjöldum. Fjölmörg mál af Betri Reykjavík eru nú þegar í farvegi hjá stjórnsýslu borgarinnar. Að auki hefur vefurinn unnið til virtra verðlauna bæði hér heima og erlendis. Reykjavíkurborg tók frá 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári. Þessir peningar standa straum af kostnaði við smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar. Í byrjun árs óskuðu borgaryfirvöld eftir því að borgarbúar settu fram hugmyndir að slíkum verkefnum á Betri Reykjavík. Það gekk frábærlega vel og yfir 350 hugmyndir bárust. Fagsvið Reykjavíkurborgar fóru svo yfir hugmyndirnar og kostnaðarmátu þær ásamt hverfaráðum borgarinnar. Efstu hugmyndum sem íbúarnir styðja hefur nú verið stillt upp til rafrænna kosninga. Um er að ræða 180 hugmyndir í hverfum borgarinnar. Allir sem náð hafa 16 ára aldri og eiga lögheimili í Reykjavík geta kosið um verkefnin. Úrslit kosninganna verða bindandi og verkefnin verða framkvæmd í sumar. Í þessu skyni hefur verið sett upp kosningakerfi í tengslum við Betri Reykjavík þar sem rafræn auðkenni verða notuð í kosningum í fyrsta sinn á Íslandi. Verkefnið er því mjög áhugaverður áfangi í því skyni að efla íbúalýðræði hér á landi. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í rafrænum kosningum um Betri hverfi á netinu dagana 29. mars-3. apríl. Kosningakerfið er mjög einfalt í notkun. Rafrænt auðkenni er hið sama og fólk notar við að skila skattaframtalinu sínu og farið er í gegnum vefgáttina island.is. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að fyllsta öryggis er gætt við kosninguna og hefur kerfið verið öryggisprófað af óháðum aðilum. Reykjavíkurborg getur á engan hátt nýtt sér hin rafrænu auðkenni til að afla upplýsinga um einstaka kjósendur. Betri Reykjavík hefur þegar vakið athygli og unnið til lýðræðisverðlauna erlendis. Það sem hefur sérstaklega vakið áhuga útlendinga er fjöldinn sem tekur virkan þátt í samráðsvefnum. Ég er sannfærður um að ef Reykvíkingar flykkjast á rafrænan kjörstað dagana 29. mars - 3. apríl og kjósa sér Betri hverfi mun það vekja heimsathygli. Ég hvet ykkur til að nýta lýðræðislegan rétt ykkar til að kjósa Betri hverfi á kjosa.betrireykjavik.is, leiðin er greið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ég er stoltur af því að vera Reykvíkingur. Íbúar höfuðborgarinnar hafa sýnt það að þeir hafa margt til málanna að leggja varðandi borgina sína. Síðan samráðsvefurinn Betri Reykjavík var tekinn í notkun í október sl. hafa mörg hundruð hugmyndir litið dagsins ljós á vefnum. Nú hafa nærri sex þúsund manns skráð sig á Betri Reykjavík og fylgjast þar með hugmyndum og ræða málin fyrir opnum tjöldum. Fjölmörg mál af Betri Reykjavík eru nú þegar í farvegi hjá stjórnsýslu borgarinnar. Að auki hefur vefurinn unnið til virtra verðlauna bæði hér heima og erlendis. Reykjavíkurborg tók frá 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári. Þessir peningar standa straum af kostnaði við smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar. Í byrjun árs óskuðu borgaryfirvöld eftir því að borgarbúar settu fram hugmyndir að slíkum verkefnum á Betri Reykjavík. Það gekk frábærlega vel og yfir 350 hugmyndir bárust. Fagsvið Reykjavíkurborgar fóru svo yfir hugmyndirnar og kostnaðarmátu þær ásamt hverfaráðum borgarinnar. Efstu hugmyndum sem íbúarnir styðja hefur nú verið stillt upp til rafrænna kosninga. Um er að ræða 180 hugmyndir í hverfum borgarinnar. Allir sem náð hafa 16 ára aldri og eiga lögheimili í Reykjavík geta kosið um verkefnin. Úrslit kosninganna verða bindandi og verkefnin verða framkvæmd í sumar. Í þessu skyni hefur verið sett upp kosningakerfi í tengslum við Betri Reykjavík þar sem rafræn auðkenni verða notuð í kosningum í fyrsta sinn á Íslandi. Verkefnið er því mjög áhugaverður áfangi í því skyni að efla íbúalýðræði hér á landi. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í rafrænum kosningum um Betri hverfi á netinu dagana 29. mars-3. apríl. Kosningakerfið er mjög einfalt í notkun. Rafrænt auðkenni er hið sama og fólk notar við að skila skattaframtalinu sínu og farið er í gegnum vefgáttina island.is. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að fyllsta öryggis er gætt við kosninguna og hefur kerfið verið öryggisprófað af óháðum aðilum. Reykjavíkurborg getur á engan hátt nýtt sér hin rafrænu auðkenni til að afla upplýsinga um einstaka kjósendur. Betri Reykjavík hefur þegar vakið athygli og unnið til lýðræðisverðlauna erlendis. Það sem hefur sérstaklega vakið áhuga útlendinga er fjöldinn sem tekur virkan þátt í samráðsvefnum. Ég er sannfærður um að ef Reykvíkingar flykkjast á rafrænan kjörstað dagana 29. mars - 3. apríl og kjósa sér Betri hverfi mun það vekja heimsathygli. Ég hvet ykkur til að nýta lýðræðislegan rétt ykkar til að kjósa Betri hverfi á kjosa.betrireykjavik.is, leiðin er greið.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun