Kjósum Betri hverfi Jón Gnarr borgarstjóri skrifar 29. mars 2012 06:00 Ég er stoltur af því að vera Reykvíkingur. Íbúar höfuðborgarinnar hafa sýnt það að þeir hafa margt til málanna að leggja varðandi borgina sína. Síðan samráðsvefurinn Betri Reykjavík var tekinn í notkun í október sl. hafa mörg hundruð hugmyndir litið dagsins ljós á vefnum. Nú hafa nærri sex þúsund manns skráð sig á Betri Reykjavík og fylgjast þar með hugmyndum og ræða málin fyrir opnum tjöldum. Fjölmörg mál af Betri Reykjavík eru nú þegar í farvegi hjá stjórnsýslu borgarinnar. Að auki hefur vefurinn unnið til virtra verðlauna bæði hér heima og erlendis. Reykjavíkurborg tók frá 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári. Þessir peningar standa straum af kostnaði við smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar. Í byrjun árs óskuðu borgaryfirvöld eftir því að borgarbúar settu fram hugmyndir að slíkum verkefnum á Betri Reykjavík. Það gekk frábærlega vel og yfir 350 hugmyndir bárust. Fagsvið Reykjavíkurborgar fóru svo yfir hugmyndirnar og kostnaðarmátu þær ásamt hverfaráðum borgarinnar. Efstu hugmyndum sem íbúarnir styðja hefur nú verið stillt upp til rafrænna kosninga. Um er að ræða 180 hugmyndir í hverfum borgarinnar. Allir sem náð hafa 16 ára aldri og eiga lögheimili í Reykjavík geta kosið um verkefnin. Úrslit kosninganna verða bindandi og verkefnin verða framkvæmd í sumar. Í þessu skyni hefur verið sett upp kosningakerfi í tengslum við Betri Reykjavík þar sem rafræn auðkenni verða notuð í kosningum í fyrsta sinn á Íslandi. Verkefnið er því mjög áhugaverður áfangi í því skyni að efla íbúalýðræði hér á landi. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í rafrænum kosningum um Betri hverfi á netinu dagana 29. mars-3. apríl. Kosningakerfið er mjög einfalt í notkun. Rafrænt auðkenni er hið sama og fólk notar við að skila skattaframtalinu sínu og farið er í gegnum vefgáttina island.is. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að fyllsta öryggis er gætt við kosninguna og hefur kerfið verið öryggisprófað af óháðum aðilum. Reykjavíkurborg getur á engan hátt nýtt sér hin rafrænu auðkenni til að afla upplýsinga um einstaka kjósendur. Betri Reykjavík hefur þegar vakið athygli og unnið til lýðræðisverðlauna erlendis. Það sem hefur sérstaklega vakið áhuga útlendinga er fjöldinn sem tekur virkan þátt í samráðsvefnum. Ég er sannfærður um að ef Reykvíkingar flykkjast á rafrænan kjörstað dagana 29. mars - 3. apríl og kjósa sér Betri hverfi mun það vekja heimsathygli. Ég hvet ykkur til að nýta lýðræðislegan rétt ykkar til að kjósa Betri hverfi á kjosa.betrireykjavik.is, leiðin er greið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég er stoltur af því að vera Reykvíkingur. Íbúar höfuðborgarinnar hafa sýnt það að þeir hafa margt til málanna að leggja varðandi borgina sína. Síðan samráðsvefurinn Betri Reykjavík var tekinn í notkun í október sl. hafa mörg hundruð hugmyndir litið dagsins ljós á vefnum. Nú hafa nærri sex þúsund manns skráð sig á Betri Reykjavík og fylgjast þar með hugmyndum og ræða málin fyrir opnum tjöldum. Fjölmörg mál af Betri Reykjavík eru nú þegar í farvegi hjá stjórnsýslu borgarinnar. Að auki hefur vefurinn unnið til virtra verðlauna bæði hér heima og erlendis. Reykjavíkurborg tók frá 300 milljónir í svokallaða hverfapotta á þessu ári. Þessir peningar standa straum af kostnaði við smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum borgarinnar. Í byrjun árs óskuðu borgaryfirvöld eftir því að borgarbúar settu fram hugmyndir að slíkum verkefnum á Betri Reykjavík. Það gekk frábærlega vel og yfir 350 hugmyndir bárust. Fagsvið Reykjavíkurborgar fóru svo yfir hugmyndirnar og kostnaðarmátu þær ásamt hverfaráðum borgarinnar. Efstu hugmyndum sem íbúarnir styðja hefur nú verið stillt upp til rafrænna kosninga. Um er að ræða 180 hugmyndir í hverfum borgarinnar. Allir sem náð hafa 16 ára aldri og eiga lögheimili í Reykjavík geta kosið um verkefnin. Úrslit kosninganna verða bindandi og verkefnin verða framkvæmd í sumar. Í þessu skyni hefur verið sett upp kosningakerfi í tengslum við Betri Reykjavík þar sem rafræn auðkenni verða notuð í kosningum í fyrsta sinn á Íslandi. Verkefnið er því mjög áhugaverður áfangi í því skyni að efla íbúalýðræði hér á landi. Ég vil hvetja alla Reykvíkinga til að taka þátt í rafrænum kosningum um Betri hverfi á netinu dagana 29. mars-3. apríl. Kosningakerfið er mjög einfalt í notkun. Rafrænt auðkenni er hið sama og fólk notar við að skila skattaframtalinu sínu og farið er í gegnum vefgáttina island.is. Einnig er hægt að nota rafræn skilríki. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að fyllsta öryggis er gætt við kosninguna og hefur kerfið verið öryggisprófað af óháðum aðilum. Reykjavíkurborg getur á engan hátt nýtt sér hin rafrænu auðkenni til að afla upplýsinga um einstaka kjósendur. Betri Reykjavík hefur þegar vakið athygli og unnið til lýðræðisverðlauna erlendis. Það sem hefur sérstaklega vakið áhuga útlendinga er fjöldinn sem tekur virkan þátt í samráðsvefnum. Ég er sannfærður um að ef Reykvíkingar flykkjast á rafrænan kjörstað dagana 29. mars - 3. apríl og kjósa sér Betri hverfi mun það vekja heimsathygli. Ég hvet ykkur til að nýta lýðræðislegan rétt ykkar til að kjósa Betri hverfi á kjosa.betrireykjavik.is, leiðin er greið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun