Þótti erfitt að drepa fyrsta fórnarlambið 21. apríl 2012 14:45 Anders Behring Breivik hélt áfram vitnisburði sínum í gær og lýsti fyrir viðstöddum morðunum í Útey með nákvæmum hætti. nordicphotos/afp Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér. Óhug setti að viðstöddum í réttarsal í Ósló í gær þegar Anders Behring Breivik lýsti því hvernig hann skaut 69 manns til bana í Útey síðastliðið sumar. Hann ætlaði sér að drepa alla þá 600 sem voru á eyjunni. „„Þið deyið í dag marxistar," æpti ég," lýsti Breivik fyrir réttinum í gær, á fimmta degi réttarhaldanna yfir honum. Ætlunin var að ljúka yfirheyrslum yfir honum í gær, en það tókst ekki og verður því haldið áfram eftir helgi. Hann gaf vitnisburð um alla atburðarrásina í Útey í gær. Breivik segist ekki muna eftir stórum hluta þess tíma sem hann eyddi í Útey þann 22. júlí. Hann gat þó lýst sumum morðanna í miklum smáatriðum. Hann sagði til dæmis frá því þegar hann fór inn í matstofu þar sem hann drap fjölda ungmenna. Sum þeirra voru sem lömuð og hreyfðu sig ekki jafnvel þótt Breivik þyrfti að gera hlé á skothríðinni til þess að hlaða byssur sínar. Sum þóttust vera látin, en hann sagðist hafa skotið þau líka. Hann sagðist hafa undrast viðbrögð þeirra sem stóðu stjarfir meðan hann athafnaði sig. Viðbrögðin hafi komið honum á óvart, þau hafi ekki verið eins og hann hafi séð í sjónvarpi. „Fólk grátbað mig um að þyrma lífi sínu. Ég skaut það bara í höfuðið." Hann hélt svo áfram för sinni um eyjuna og lokkaði unglinga úr felum með því að segja þeim að hann væri kominn til að gæta öryggis þeirra. Þá skaut hann eins og hann gat. Þá sagði Breivik frá því að hann hafi átt mjög erfitt með að skjóta fyrstu manneskjuna til bana. „Það voru hundrað raddir í höfðinu á mér sem sögðu „ekki gera það, ekki gera það"," sagði hann. Eftir að hann hafði skotið fyrsta skotinu varð auðveldara að halda áfram, að hans sögn. Fyrstu tvö fórnarlömb hans í Útey voru Monica Bøsei, sem sá um búðirnar í eyjunni, og lögreglumaðurinn Trond Berntsen, sem sinnti öryggisgæslu í eyjunni í frítíma sínum. Breivik hélt því jafnframt fram í gær að undir venjulegum kringumstæðum væri hann mjög indæl manneskja, og þætti vænt um fólk í kringum sig. Hann hefði frá árinu 2006 undirbúið sig undir morð og því reynt að loka á tilfinningar sínar. Hann sagði að ef hann hugsaði og reyndi að ná utan um það sem hann gerði myndi hann brotna niður andlega, og því gerði hann það ekki. Hann sagðist telja að norskir fjölmiðlar hefðu ekki fjallað með sanngjörnum hætti um norska Framfaraflokkinn og innflytjendastefnu hans fyrir þingkosningar 2009. Hann kenndi bæði norskum og evrópskum fjölmiðlum um voðaverk sín og sagði þá ritskoða öfgaþjóðernissinna eins og hann. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér. Óhug setti að viðstöddum í réttarsal í Ósló í gær þegar Anders Behring Breivik lýsti því hvernig hann skaut 69 manns til bana í Útey síðastliðið sumar. Hann ætlaði sér að drepa alla þá 600 sem voru á eyjunni. „„Þið deyið í dag marxistar," æpti ég," lýsti Breivik fyrir réttinum í gær, á fimmta degi réttarhaldanna yfir honum. Ætlunin var að ljúka yfirheyrslum yfir honum í gær, en það tókst ekki og verður því haldið áfram eftir helgi. Hann gaf vitnisburð um alla atburðarrásina í Útey í gær. Breivik segist ekki muna eftir stórum hluta þess tíma sem hann eyddi í Útey þann 22. júlí. Hann gat þó lýst sumum morðanna í miklum smáatriðum. Hann sagði til dæmis frá því þegar hann fór inn í matstofu þar sem hann drap fjölda ungmenna. Sum þeirra voru sem lömuð og hreyfðu sig ekki jafnvel þótt Breivik þyrfti að gera hlé á skothríðinni til þess að hlaða byssur sínar. Sum þóttust vera látin, en hann sagðist hafa skotið þau líka. Hann sagðist hafa undrast viðbrögð þeirra sem stóðu stjarfir meðan hann athafnaði sig. Viðbrögðin hafi komið honum á óvart, þau hafi ekki verið eins og hann hafi séð í sjónvarpi. „Fólk grátbað mig um að þyrma lífi sínu. Ég skaut það bara í höfuðið." Hann hélt svo áfram för sinni um eyjuna og lokkaði unglinga úr felum með því að segja þeim að hann væri kominn til að gæta öryggis þeirra. Þá skaut hann eins og hann gat. Þá sagði Breivik frá því að hann hafi átt mjög erfitt með að skjóta fyrstu manneskjuna til bana. „Það voru hundrað raddir í höfðinu á mér sem sögðu „ekki gera það, ekki gera það"," sagði hann. Eftir að hann hafði skotið fyrsta skotinu varð auðveldara að halda áfram, að hans sögn. Fyrstu tvö fórnarlömb hans í Útey voru Monica Bøsei, sem sá um búðirnar í eyjunni, og lögreglumaðurinn Trond Berntsen, sem sinnti öryggisgæslu í eyjunni í frítíma sínum. Breivik hélt því jafnframt fram í gær að undir venjulegum kringumstæðum væri hann mjög indæl manneskja, og þætti vænt um fólk í kringum sig. Hann hefði frá árinu 2006 undirbúið sig undir morð og því reynt að loka á tilfinningar sínar. Hann sagði að ef hann hugsaði og reyndi að ná utan um það sem hann gerði myndi hann brotna niður andlega, og því gerði hann það ekki. Hann sagðist telja að norskir fjölmiðlar hefðu ekki fjallað með sanngjörnum hætti um norska Framfaraflokkinn og innflytjendastefnu hans fyrir þingkosningar 2009. Hann kenndi bæði norskum og evrópskum fjölmiðlum um voðaverk sín og sagði þá ritskoða öfgaþjóðernissinna eins og hann. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira