Tölum saman! Toshiki Toma skrifar 3. maí 2012 09:00 Um sextíu innflytjendur mættu á samkomuna „Tölum saman" sem var haldin af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Fjölmenningarráði 28. apríl síðastliðinn. Þetta var eins konar undirbúningssamkoma fyrir Fjölmenningarþing í haust, sem verður mikið stærri samkoma innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Mikið var rætt á þessari samkomu um hvers konar mál innflytjendur og borgin skyldu tala saman um. Skipulagningu kosninga til að kjósa fulltrúa innflytjenda, atvinnumál, dvalarleyfi, fordóma… ýmiss konar mál voru nefnd, þótt það væri ekki hægt að kafa djúpt í málefnin. Það sem vakti athygli mína var hins vegar hversu mjög þátttakendur voru líflegir í umræðum og hve mikið þeir höfðu að segja. Þeir voru virkilega að njóta þess að taka þátt í umræðu með öðrum. Við innflytjendur viljum ekki einungis tala um úrræði vandamála sem við mætum hérlendis, eða leita svara við spurningum. Að hitta aðra og tala saman er eftirsóknarvert í sjálfu sér og það hjálpar okkur mikið. En það gleymist oft hjá þeim sem veita innflytjendum þjónustu. Ég hef sjálfur slæma minningu um slíkt. Fyrir tíu árum talaði ég sem prestur við nýskilda konu frá Afríku. Hjónaskilnaður var (og er) oft orsök áhyggja hjá innflytjendum um hvort þeir geti dvalið hér áfram eða ekki. Því spurði ég konuna um nokkur atriði um þau mál. Konan reyndist vera í góðu lagi og ég hélt að málinu væri lokið. En það var rangt hjá mér. Konan var fyrst og fremst döpur vegna skilnaðarins og vildi þess vegna tala. Ég fagna því að borgin reyni að skapa fleiri tækifæri fyrir samtöl við okkur innflytjendur. Ég vona að fleiri sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök geri hið sama á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um sextíu innflytjendur mættu á samkomuna „Tölum saman" sem var haldin af Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Fjölmenningarráði 28. apríl síðastliðinn. Þetta var eins konar undirbúningssamkoma fyrir Fjölmenningarþing í haust, sem verður mikið stærri samkoma innflytjenda á höfuðborgarsvæðinu. Mikið var rætt á þessari samkomu um hvers konar mál innflytjendur og borgin skyldu tala saman um. Skipulagningu kosninga til að kjósa fulltrúa innflytjenda, atvinnumál, dvalarleyfi, fordóma… ýmiss konar mál voru nefnd, þótt það væri ekki hægt að kafa djúpt í málefnin. Það sem vakti athygli mína var hins vegar hversu mjög þátttakendur voru líflegir í umræðum og hve mikið þeir höfðu að segja. Þeir voru virkilega að njóta þess að taka þátt í umræðu með öðrum. Við innflytjendur viljum ekki einungis tala um úrræði vandamála sem við mætum hérlendis, eða leita svara við spurningum. Að hitta aðra og tala saman er eftirsóknarvert í sjálfu sér og það hjálpar okkur mikið. En það gleymist oft hjá þeim sem veita innflytjendum þjónustu. Ég hef sjálfur slæma minningu um slíkt. Fyrir tíu árum talaði ég sem prestur við nýskilda konu frá Afríku. Hjónaskilnaður var (og er) oft orsök áhyggja hjá innflytjendum um hvort þeir geti dvalið hér áfram eða ekki. Því spurði ég konuna um nokkur atriði um þau mál. Konan reyndist vera í góðu lagi og ég hélt að málinu væri lokið. En það var rangt hjá mér. Konan var fyrst og fremst döpur vegna skilnaðarins og vildi þess vegna tala. Ég fagna því að borgin reyni að skapa fleiri tækifæri fyrir samtöl við okkur innflytjendur. Ég vona að fleiri sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök geri hið sama á næstunni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar