Evrópusambandið sem breskt vopn Magnús Árni Magnússon skrifar 4. maí 2012 06:00 Þó vissulega séu vináttutengslin og bræðraböndin sterk, þá má segja að frá lýðveldisstofnun hafi Bretar verið helstu andstæðingar okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi. Bresk saga er glæsileg, en því miður í aðra röndina saga valdbeitingar og Bretar hafa sjaldan hikað við að beita hörku, telji þeir það þjóna breskum hagsmunum. Við sem næstu nágrannar þeirra í norðri höfum ekki farið varhluta af því. Við öttum kappi við þá í þorskastríðunum og höfðum sigur þá. Ekki vegna þess að herskipin okkar væru öflugri, heldur vegna þess að þróun á alþjóðavettvangi var hagsmunum okkar hliðholl og fleiri þjóðir lögðust á sveif með okkar málstað. Síðan við háðum við þá þorskastríðin hefur Bretum hins vegar bæst nýtt vopn í vopnabúrið til að berja á okkur Íslendingum: Aðild þeirra að Evrópusambandinu. Nú er svo komið að í hvert sinn sem við lendum í deilum við þessa góðu granna okkar í suðri, beita þeir því vopni fyrir sig með því að safna öllum okkar helstu frænd- og vinaþjóðum að baki sér í krafti þess að Evrópusambandið beitir sér fyrir hagsmunum aðildarríkja sinna, en ekki þeirra ríkja sem standa utan sambandsins. Við sjáum þetta í Icesave-málinu, við sjáum þetta í makríldeilunni og við munum halda áfram að sjá þá nota þetta vopn gegn okkur svo lengi sem þeir eru innanborðs en við utangarðs. Í áðurnefndum málum erum við ekki í átökum við Slóvena, Austurríkismenn, Finna, Eista eða Ítali. Þarna erum við mestanpart einfaldlega í átökum við Breta, Breta og aftur Breta. En þeim tekst að draga nánast alla Evrópu gegn okkur í krafti aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Því miður er þetta vopn sem bítur okkur illa, því ekkert ríki má við því að vera nánast vinalaust í átökum sínum við nágrannaríki. Við höfum hins vegar núna einstakt tækifæri til að slá þetta vopn úr höndum Breta. Við erum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og ef við náum að klára þær með sóma og samþykkja inngöngu, verða þeir að gera svo vel að sætta sig við að taka klögumál sín gegn okkur upp innan Evrópusambandsins, þar sem við verðum með rödd við borðið og eigum auðveldara en nú með að þjappa öðrum vinaþjóðum okkar að baki okkar málstað. Halda menn að Danir, Svíar, Frakkar og Þjóðverjar séu t.d. í hafréttar- og sjávarútvegsmálum náttúrulegri bandamenn Breta innan Evrópusambandsins en okkar Íslendinga? Nú kunna einhverjir að segja að atkvæðamagn okkar, t.d. í ráðherraráðinu eða þinginu verði nú ekki á pari við Breta og það er auðvitað rétt. En vald er ekki aðeins fólgið í atkvæðum, heldur ekki síður í því að hafa rödd við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Það er svo á ábyrgð okkar sjálfra hversu vel við nýtum okkur það tækifæri. Reynslan hefur sýnt að þar sem íslenskar raddir fá að heyrast til jafns við aðrar þurfum við ekki að kvíða niðurstöðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þó vissulega séu vináttutengslin og bræðraböndin sterk, þá má segja að frá lýðveldisstofnun hafi Bretar verið helstu andstæðingar okkar Íslendinga á alþjóðavettvangi. Bresk saga er glæsileg, en því miður í aðra röndina saga valdbeitingar og Bretar hafa sjaldan hikað við að beita hörku, telji þeir það þjóna breskum hagsmunum. Við sem næstu nágrannar þeirra í norðri höfum ekki farið varhluta af því. Við öttum kappi við þá í þorskastríðunum og höfðum sigur þá. Ekki vegna þess að herskipin okkar væru öflugri, heldur vegna þess að þróun á alþjóðavettvangi var hagsmunum okkar hliðholl og fleiri þjóðir lögðust á sveif með okkar málstað. Síðan við háðum við þá þorskastríðin hefur Bretum hins vegar bæst nýtt vopn í vopnabúrið til að berja á okkur Íslendingum: Aðild þeirra að Evrópusambandinu. Nú er svo komið að í hvert sinn sem við lendum í deilum við þessa góðu granna okkar í suðri, beita þeir því vopni fyrir sig með því að safna öllum okkar helstu frænd- og vinaþjóðum að baki sér í krafti þess að Evrópusambandið beitir sér fyrir hagsmunum aðildarríkja sinna, en ekki þeirra ríkja sem standa utan sambandsins. Við sjáum þetta í Icesave-málinu, við sjáum þetta í makríldeilunni og við munum halda áfram að sjá þá nota þetta vopn gegn okkur svo lengi sem þeir eru innanborðs en við utangarðs. Í áðurnefndum málum erum við ekki í átökum við Slóvena, Austurríkismenn, Finna, Eista eða Ítali. Þarna erum við mestanpart einfaldlega í átökum við Breta, Breta og aftur Breta. En þeim tekst að draga nánast alla Evrópu gegn okkur í krafti aðildar sinnar að Evrópusambandinu. Því miður er þetta vopn sem bítur okkur illa, því ekkert ríki má við því að vera nánast vinalaust í átökum sínum við nágrannaríki. Við höfum hins vegar núna einstakt tækifæri til að slá þetta vopn úr höndum Breta. Við erum í aðildarviðræðum við Evrópusambandið og ef við náum að klára þær með sóma og samþykkja inngöngu, verða þeir að gera svo vel að sætta sig við að taka klögumál sín gegn okkur upp innan Evrópusambandsins, þar sem við verðum með rödd við borðið og eigum auðveldara en nú með að þjappa öðrum vinaþjóðum okkar að baki okkar málstað. Halda menn að Danir, Svíar, Frakkar og Þjóðverjar séu t.d. í hafréttar- og sjávarútvegsmálum náttúrulegri bandamenn Breta innan Evrópusambandsins en okkar Íslendinga? Nú kunna einhverjir að segja að atkvæðamagn okkar, t.d. í ráðherraráðinu eða þinginu verði nú ekki á pari við Breta og það er auðvitað rétt. En vald er ekki aðeins fólgið í atkvæðum, heldur ekki síður í því að hafa rödd við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Það er svo á ábyrgð okkar sjálfra hversu vel við nýtum okkur það tækifæri. Reynslan hefur sýnt að þar sem íslenskar raddir fá að heyrast til jafns við aðrar þurfum við ekki að kvíða niðurstöðunum.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun