Fleiri eiga erindi til Lundúna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2012 08:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur þegar náð Ólympíulágmarkinu og er eini íslenski sundmaðurinn sem er kominn inn á ÓL í London. Mynd/Anton Í dag hefst Evrópumeistaramótið í 50 m laug en það fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Ísland sendir tólf sundmenn og -konur til þátttöku en langt er síðan að svo fjölmennt sundlandslið fer frá Íslandi á svo stórt mót. Hópurinn var kynntur á blaðamannafundi fyrir helgi og þar var einnig samið við þjálfarann Jacky Pellerin um að gegna stöðu landsliðsþjálfara í fjögur ár í viðbót eða fram yfir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Pellerin, sem er franskur, hefur einnig starfað sem þjálfari hjá Sundfélaginu Ægi og mun gera áfram samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. Hann hefur sinnt þeim störfum í nokkur ár og átt stóran þátt í því, ásamt Klaus Jürgen-Ohk, að marka skýra stefnu fyrir afreksfólk í sundi sem hefur borið góðan árangur. „Ég hef frábæra tilfinningu fyrir þessu móti. Sérstaklega þar sem svo margir náðu EM-lágmörkum," sagði hann við Fréttablaðið. „Það gerir hverjum einstaklingi gott að vera í fjölmennum hópi. Hvatinn verður meiri og viljinn til að ná árangri sterkari." Margir nálægt lágmarkinuAðeins Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur náð OQT-lágmarki (gamla A-lágmarkið) fyrir Ólympíuleikana en aðeins besta sundfólk í heimi nær því. En sjö aðrir hafa náð OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) sem dugir þó ekki til að gulltryggja þeim keppnisrétt á leikunum. „Ég á von á því að fjórir sundmenn muni ná OQT-lágmarki eða komast verulega nálægt því. Sarah Blake Bateman, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jakob Jóhann Sveinsson og Anton Sveinn McKee eru líkleg til þess en 1-2 til viðbótar gætu gert góða atlögu að lágmarkinu – eða þá synt nægilega vel til að komast í hóp 24 bestu sundmanna heims," segir Pellerin. Þeir sem ekki ná OQT-lágmarki á EM fá annað tækifæri til þess á mótum á Spáni og í Frakklandi í byrjun júní. Takist það ekki heldur þá þurfa þeir sundmenn sem hafa aðeins náð OST-lágmarki að bíða þar til um miðjan mánuðinn er FINA, Alþjóðasundsambandið, birtir nöfn þeirra OST-sundmanna sem fá boð um þátttöku á leikunum í Lundúnum. Fyrirfram er mjög erfitt að spá um hvaða sundmenn muni fá boð. Eygló gæti komist í úrslitSem fyrr segir er hin sautján ára Eygló Ósk sú eina sem hefur náð OQT-lágmarki en það gerði hún í 200 m baksundi. Pellerin, sem þjálfar hana einnig daglega hjá Ægi, segir að hún sé einfaldlega að uppskera árangur erfiðisins. „Þetta kom ekki á óvart og hún getur leyft sér að stefna á að komast í undanúrslit og jafnvel úrslit í London," segir Pellerin. „Ef hún kemst í úrslit þá eru hennir allir vegir færir því þá getur allt gerst. Ég fór fyrst sem þjálfari á Ólympíuleika árið 1992 og þá sá ég sundmann sem var í 21. sæti heimslistans (Eygló er í 24. sæti) komast á verðlaunapall. Það er allt hægt." EM-hópurinnAnton Sveinn McKee, Ægi (19 ára) 400, 800, 1500 m skriðsundÁrni Már Árnason, ÍRB (25 ára) 50, 100 m skriðs., 100 m bringus.Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB (24 ára) 100, 200 m bringusundEva Hannesdóttir, KR (25 ára) 50, 100, 200, 4x100, 4x200 m skriðs.Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi (17 ára) 100, 200 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 4x100 m fjórs.Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH (21 árs) 100, 200 m bringus., 4x100 m fjórs.Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH (19 ára) 50, 100 m skriðs., 50 m baks., 100 m skriðs.Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi (30 ára) 100, 200 m bringusundJóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi (22 ára) 50, 100 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 200, 400 m fjórs.Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR (28 ára) 50, 100, 4x100 m skriðs., 4x100 m fjórs.Sarah Blake Bateman, Ægi (22 ára) 50, 100, 4x100, 4x200 skriðs., 50 m flugs., 4x100 m fjórs.Sigrún Brá Sverrisdóttir, Ægi (22 ára) 400, 800 m skriðsund Sund Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn eða svo ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Í dag hefst Evrópumeistaramótið í 50 m laug en það fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Ísland sendir tólf sundmenn og -konur til þátttöku en langt er síðan að svo fjölmennt sundlandslið fer frá Íslandi á svo stórt mót. Hópurinn var kynntur á blaðamannafundi fyrir helgi og þar var einnig samið við þjálfarann Jacky Pellerin um að gegna stöðu landsliðsþjálfara í fjögur ár í viðbót eða fram yfir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Pellerin, sem er franskur, hefur einnig starfað sem þjálfari hjá Sundfélaginu Ægi og mun gera áfram samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. Hann hefur sinnt þeim störfum í nokkur ár og átt stóran þátt í því, ásamt Klaus Jürgen-Ohk, að marka skýra stefnu fyrir afreksfólk í sundi sem hefur borið góðan árangur. „Ég hef frábæra tilfinningu fyrir þessu móti. Sérstaklega þar sem svo margir náðu EM-lágmörkum," sagði hann við Fréttablaðið. „Það gerir hverjum einstaklingi gott að vera í fjölmennum hópi. Hvatinn verður meiri og viljinn til að ná árangri sterkari." Margir nálægt lágmarkinuAðeins Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur náð OQT-lágmarki (gamla A-lágmarkið) fyrir Ólympíuleikana en aðeins besta sundfólk í heimi nær því. En sjö aðrir hafa náð OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) sem dugir þó ekki til að gulltryggja þeim keppnisrétt á leikunum. „Ég á von á því að fjórir sundmenn muni ná OQT-lágmarki eða komast verulega nálægt því. Sarah Blake Bateman, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jakob Jóhann Sveinsson og Anton Sveinn McKee eru líkleg til þess en 1-2 til viðbótar gætu gert góða atlögu að lágmarkinu – eða þá synt nægilega vel til að komast í hóp 24 bestu sundmanna heims," segir Pellerin. Þeir sem ekki ná OQT-lágmarki á EM fá annað tækifæri til þess á mótum á Spáni og í Frakklandi í byrjun júní. Takist það ekki heldur þá þurfa þeir sundmenn sem hafa aðeins náð OST-lágmarki að bíða þar til um miðjan mánuðinn er FINA, Alþjóðasundsambandið, birtir nöfn þeirra OST-sundmanna sem fá boð um þátttöku á leikunum í Lundúnum. Fyrirfram er mjög erfitt að spá um hvaða sundmenn muni fá boð. Eygló gæti komist í úrslitSem fyrr segir er hin sautján ára Eygló Ósk sú eina sem hefur náð OQT-lágmarki en það gerði hún í 200 m baksundi. Pellerin, sem þjálfar hana einnig daglega hjá Ægi, segir að hún sé einfaldlega að uppskera árangur erfiðisins. „Þetta kom ekki á óvart og hún getur leyft sér að stefna á að komast í undanúrslit og jafnvel úrslit í London," segir Pellerin. „Ef hún kemst í úrslit þá eru hennir allir vegir færir því þá getur allt gerst. Ég fór fyrst sem þjálfari á Ólympíuleika árið 1992 og þá sá ég sundmann sem var í 21. sæti heimslistans (Eygló er í 24. sæti) komast á verðlaunapall. Það er allt hægt." EM-hópurinnAnton Sveinn McKee, Ægi (19 ára) 400, 800, 1500 m skriðsundÁrni Már Árnason, ÍRB (25 ára) 50, 100 m skriðs., 100 m bringus.Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB (24 ára) 100, 200 m bringusundEva Hannesdóttir, KR (25 ára) 50, 100, 200, 4x100, 4x200 m skriðs.Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi (17 ára) 100, 200 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 4x100 m fjórs.Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH (21 árs) 100, 200 m bringus., 4x100 m fjórs.Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH (19 ára) 50, 100 m skriðs., 50 m baks., 100 m skriðs.Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi (30 ára) 100, 200 m bringusundJóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi (22 ára) 50, 100 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 200, 400 m fjórs.Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR (28 ára) 50, 100, 4x100 m skriðs., 4x100 m fjórs.Sarah Blake Bateman, Ægi (22 ára) 50, 100, 4x100, 4x200 skriðs., 50 m flugs., 4x100 m fjórs.Sigrún Brá Sverrisdóttir, Ægi (22 ára) 400, 800 m skriðsund
Sund Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn eða svo ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn