Takk, Jóhannes Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. maí 2012 06:00 Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti: 1. Heilbrigðisþjónusta er dýr. Spítalaþjónusta er dýrust þeirra allra. 2. Þegar reisa á byggingar utan um slíka þjónustu er bráðnauðsynlegt að byrja á því að skilgreina vel og nákvæmlega hvaða þjónustu á að veita, hvað til hennar þarf af húsnæði, sérmenntuðu starfsliði, tækjum og búnaði. Hvað það kostar að kaupa og hvað það kostar að reka. Ég spyr: Hefur þetta verið gert hvað varðar byggingaáform Lsp? Ef svo er hvar er það að finna?Háskólasjúkrahús? Landspítalinn er ekki sjúkrahús af því tagi, sem kallað er háskólasjúkrahús í lögunum um heilbrigðisþjónustu frá 2007. Hann sinnir ekki allri sérfræðiþjónustu á sviði læknisfræði og hjúkrunarfræða og hann sér ekki heldur um framhaldsmenntun sérfræðinga í flestum eða öllum þessum greinum. Því spyr ég: Eru áformin aðeins þau að byggja nýtt yfir þá þjónustu og þau verkefni, sem Lsp sinnir nú eða er ætlunin að byggja yfir miklu víðtækari sérfræði- og kennsluþjónustu – og þá hvaða? Forystumenn Lsp hljóta að vita þetta. Ef sú er ætlunin þá hljóta að liggja fyrir áform um tæki og búnað, um mannafla og um rekstrarfjárþörf.Hvað um þau hin? Þá má lesa það á milli línanna hjá Jóhannesi, að byggingaáformum hins nýja Lsp fylgi áætlanir um að hætta að mestu núverandi spítalarekstri nema á Akureyri – þ.e. þá rekstri sjúkrahúsanna í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Í grein minni gat ég mér þess raunar til að þau áform hljóti að búa að baki hinum stórhuga byggingaáformum Lsp manna. Sé svo, þá á umræða um það að fá að eiga sér stað þannig að færð séu fram rök og gagnrök og fólk viti hvernig mál séu í pottinn búin en uppgötvi það ekki eftir á. Hvers vegna má ekki opna þá umræðu. Eru menn hræddir – og þá við hvað? Mér dettur ekki í hug að snúa svo út úr grein Jóhannesar að með henni sé hann að gefa til kynna að rífa eigi þessar byggingar. Því fer fjarri. Leggist sjúkrahúsaþjónusta niður á þessum stöðum þá henta byggingarnar prýðilega fyrir aðra heilbrigðisþjónustu – t.d. hjúkrunarþjónustu. En hví þá að vera að leggja upp með dýrar og umfangsmiklar áætlanir um byggingu nýrra hjúkrunarheimila ef það hlutverk er ætlað Borgarspítalanum og sjúkrahúsunum í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Hvað annað sér Jóhannes vera hlutverk þeirra? Heilbrigðisþjónusta er mikilvægasta þjónusta sem samfélag okkar veitir. Hún varðar líf og heilsu okkar allra. Því legg ég til að Lsp, ráðuneytið og heilbrigðisdeildir háskólanna efni til umræðuþings um heilbrigðismál þar sem áform um uppbyggingu og breytingu þjónustunnar eru skoðuð og rædd þannig að línur verði lagðar sem séu skýrar og öllum ljósar. Auðvitað verður um það deilt en engum á að geta hugnast að óttinn við umræðuna sé slíkur að hana beri umfram allt að forðast. Það væri líkt og að verða hræddur við sína eigin spegilmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Tengdar fréttir Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. 23. maí 2012 06:00 Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Ég þakka Jóhannesi Gunnarssyni lækni kærlega fyrir svar hans við grein minni um Landspítalann/háskólasjúkrahús, en svar Jóhannesar birtist í Fréttablaðinu sl. miðvikudag. Í grein sinni svarar Jóhannes ekki mörgum spurninga minna – og þó. Sum svör má lesa á milli lína. Ég tel því rétt að orða málin með enn einfaldari hætti: 1. Heilbrigðisþjónusta er dýr. Spítalaþjónusta er dýrust þeirra allra. 2. Þegar reisa á byggingar utan um slíka þjónustu er bráðnauðsynlegt að byrja á því að skilgreina vel og nákvæmlega hvaða þjónustu á að veita, hvað til hennar þarf af húsnæði, sérmenntuðu starfsliði, tækjum og búnaði. Hvað það kostar að kaupa og hvað það kostar að reka. Ég spyr: Hefur þetta verið gert hvað varðar byggingaáform Lsp? Ef svo er hvar er það að finna?Háskólasjúkrahús? Landspítalinn er ekki sjúkrahús af því tagi, sem kallað er háskólasjúkrahús í lögunum um heilbrigðisþjónustu frá 2007. Hann sinnir ekki allri sérfræðiþjónustu á sviði læknisfræði og hjúkrunarfræða og hann sér ekki heldur um framhaldsmenntun sérfræðinga í flestum eða öllum þessum greinum. Því spyr ég: Eru áformin aðeins þau að byggja nýtt yfir þá þjónustu og þau verkefni, sem Lsp sinnir nú eða er ætlunin að byggja yfir miklu víðtækari sérfræði- og kennsluþjónustu – og þá hvaða? Forystumenn Lsp hljóta að vita þetta. Ef sú er ætlunin þá hljóta að liggja fyrir áform um tæki og búnað, um mannafla og um rekstrarfjárþörf.Hvað um þau hin? Þá má lesa það á milli línanna hjá Jóhannesi, að byggingaáformum hins nýja Lsp fylgi áætlanir um að hætta að mestu núverandi spítalarekstri nema á Akureyri – þ.e. þá rekstri sjúkrahúsanna í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Í grein minni gat ég mér þess raunar til að þau áform hljóti að búa að baki hinum stórhuga byggingaáformum Lsp manna. Sé svo, þá á umræða um það að fá að eiga sér stað þannig að færð séu fram rök og gagnrök og fólk viti hvernig mál séu í pottinn búin en uppgötvi það ekki eftir á. Hvers vegna má ekki opna þá umræðu. Eru menn hræddir – og þá við hvað? Mér dettur ekki í hug að snúa svo út úr grein Jóhannesar að með henni sé hann að gefa til kynna að rífa eigi þessar byggingar. Því fer fjarri. Leggist sjúkrahúsaþjónusta niður á þessum stöðum þá henta byggingarnar prýðilega fyrir aðra heilbrigðisþjónustu – t.d. hjúkrunarþjónustu. En hví þá að vera að leggja upp með dýrar og umfangsmiklar áætlanir um byggingu nýrra hjúkrunarheimila ef það hlutverk er ætlað Borgarspítalanum og sjúkrahúsunum í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Akranesi, í Stykkishólmi, á Ísafirði, á Blönduósi, á Sauðárkróki, á Húsavík og í Neskaupstað. Hvað annað sér Jóhannes vera hlutverk þeirra? Heilbrigðisþjónusta er mikilvægasta þjónusta sem samfélag okkar veitir. Hún varðar líf og heilsu okkar allra. Því legg ég til að Lsp, ráðuneytið og heilbrigðisdeildir háskólanna efni til umræðuþings um heilbrigðismál þar sem áform um uppbyggingu og breytingu þjónustunnar eru skoðuð og rædd þannig að línur verði lagðar sem séu skýrar og öllum ljósar. Auðvitað verður um það deilt en engum á að geta hugnast að óttinn við umræðuna sé slíkur að hana beri umfram allt að forðast. Það væri líkt og að verða hræddur við sína eigin spegilmynd.
Öflugt sjúkrahús - kjarni málsins Um þessar mundir er í nágrannalöndum Íslands víða verið að rífa sjúkrahúsbyggingar sem ekki eru nema örfárra áratuga gamlar. Nýbyggingar eru reistar til þess að mæta þörfum sem stórstígar breytingar á starfsemi sjúkrahúsa gera kröfu um eigi þjónusta við sjúklinga áfram að vera í takti við nútímann. 23. maí 2012 06:00
Nýja háskólasjúkrahúsið – kjarni málsins Umræðan um risabyggingu nýs spítala í miðbæ Reykjavíkur er hafin. Halldór Laxness orðaði umræðuhefð Íslendinga á þá leið, að þeir deildu helst um tittlingaskít og aukaatriði en setti gjarna hljóða þegar komið væri að kjarna máls. Og hver er kjarni málsins? 21. maí 2012 06:00
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun